Aflétta óvissustigi fyrir norðan en bíða með Vestfirðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2023 11:44 Mikið hefur snjóað á Vestfjörðum, til að mynda á Flateyri. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar Tekin hefur verið ákvörðun um að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld gæti þó sett strik í reikninginn. Áfram er óvissustig á Vestfjörðum. Ákvörðun um að aflétta óvissustigi á Norðurlandi var tekin að loknum fundi sérfræðinga Veðurstofunnar með almannavörnum og lögreglu. Veður er skaplegt og gott og því þótti ekki ástæða til að viðhalda óvissustiginu. „Það má samt taka fram að það er mikil óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld, þannig að mögulega gæti það leitt til annars óvissustigs. Við verðum bara að leyfa veðurspánum að þróast og sjá hvernig það gengur eftir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Á Vestfjörðum er umtalsvert meiri óvissa í veðurkortunum. „Það hefur verið ákveðið með almannavörnum og lögreglustjóra á Vestfjörðum að viðhalda óvissustigi og sjá hvernig spárnar þróast. Þótt það sé mjög skaplegt og got veður í dag þá gæti það versnað til muna í nótt og á morgun.“ Mögulega muni veðurspár skýrast eftir því sem líður á daginn. Veðurstofa og almannavarnir muni bregðast við í samræmi við það. Víða ófært Þrátt fyrir afléttingu óvissustigs á Norðurlandi sé alltaf mikilvægt að fara varlega. „Að fólk sem er að ferðast til fjalla og skella sér á skíði fari varlega og meti aðstæður. Það getur verið veikleiki í snjóþekjunni og snjóflóð af mannavöldum geta orðið,“ sagði Minney. Enn eru margir vegir ófærir víða á Vestfjörðum. Flestir vegir við Ísafjarðardjúp eru ófærir vegna snjóa. Unnið er að mokstri á einhverjum þeirra, en stór hluti Djúpsvegar verður ekki fær í allan dag, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þá er ófært um þónokkra vegi á Norðurlandi. Á þeim vegum sem opnir eru er þá víða mikil hálka. Nánari upplýsingar um það má finna á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is. Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Ákvörðun um að aflétta óvissustigi á Norðurlandi var tekin að loknum fundi sérfræðinga Veðurstofunnar með almannavörnum og lögreglu. Veður er skaplegt og gott og því þótti ekki ástæða til að viðhalda óvissustiginu. „Það má samt taka fram að það er mikil óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld, þannig að mögulega gæti það leitt til annars óvissustigs. Við verðum bara að leyfa veðurspánum að þróast og sjá hvernig það gengur eftir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Á Vestfjörðum er umtalsvert meiri óvissa í veðurkortunum. „Það hefur verið ákveðið með almannavörnum og lögreglustjóra á Vestfjörðum að viðhalda óvissustigi og sjá hvernig spárnar þróast. Þótt það sé mjög skaplegt og got veður í dag þá gæti það versnað til muna í nótt og á morgun.“ Mögulega muni veðurspár skýrast eftir því sem líður á daginn. Veðurstofa og almannavarnir muni bregðast við í samræmi við það. Víða ófært Þrátt fyrir afléttingu óvissustigs á Norðurlandi sé alltaf mikilvægt að fara varlega. „Að fólk sem er að ferðast til fjalla og skella sér á skíði fari varlega og meti aðstæður. Það getur verið veikleiki í snjóþekjunni og snjóflóð af mannavöldum geta orðið,“ sagði Minney. Enn eru margir vegir ófærir víða á Vestfjörðum. Flestir vegir við Ísafjarðardjúp eru ófærir vegna snjóa. Unnið er að mokstri á einhverjum þeirra, en stór hluti Djúpsvegar verður ekki fær í allan dag, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þá er ófært um þónokkra vegi á Norðurlandi. Á þeim vegum sem opnir eru er þá víða mikil hálka. Nánari upplýsingar um það má finna á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is.
Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira