Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Ólafur Björn Sverrisson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. desember 2023 16:04 Ívar kveðst spenntur að halda jólin innilokaður á Flateyri. vísir Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum í gær, sem tók gildi á miðnætti. Eins og sést frá myndum úr Bolungarvík í morgun geisar norðanstormur og hríð á svæðinu. Snjóflóð féll um Eyrarhlíð í gær, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, og veginum lokað í kjölfarið. Óvissustigi var svo einnig lýst yfir á Norðurlandi í morgun; snjóflóð féll ofan Siglufjarðar í nótt og tvö flóð fóru yfir Siglufjarðarveg í gærkvöldi, veginum hefur verið lokað. Veðurstofan telur þó hvergi hættu steðja að í byggð. Halda jól innilokuð Öllum helstu vegum á Vestfjörðum hefur einnig verið lokað eða þeir ófærir, eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar. Varaformaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var staddur í snjómokstursbíl þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Ég ákvað að stinga í gegnum hringinn svokallaða á Flateyri, svo fólk komist um, komist í jólasundið,“ segir Ívar. Ívar segir Vestfirðinga almennt rólega yfir snjóflóðahættunni, fólk hafi ekki áhyggjur af stöðunni enn þá. Veður sé þó sannarlega slæmt og alls ekki ráðlegt að vera á ferðinni. „Það gerir blint á milli og ekkert ferðaveður þannig það er ekkert verið að moka. Flateyrarvegi var lokað í gær klukkan ellefu vegna þess. Þannig að við erum bara föst á Flateyri.“ En hvernig er að halda jól svona innilokuð? „Mér finnst það eiginlega bara geggjað, að veðrið sé bara slæmt, þá getur maður bara verið inni í rólegheitunum í friði.“ Áfram óvissustig Jón Þór Víglundsson segir daginn hafa verið heldur rólegan, þó að sinna hafi þurft ófærðaraðstoð hér og þar. Meðal í Vatsndal og við Bolungarvíkurgöng. Heppilegt sé að fáir séu ár ferli á þessum tíma árs. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu á Snæfellsnesi í gær þegar rúta með tuttugu innanborðs hafnaði utanvegar. Allir sluppu ómeiddir. Enn eru gular veðurviðvaranir í gildi á vesturhluta landsins en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Svipuð staða er á snjóflóðahættu að sögn Minneyjar Sigurðardóttur ofanflóðasérfræðingi hjá Veðurstofunni. „Það hefur ekki skapast meiri hætti við byggð, það eru nokkrir staðir á dreifbýli sem við erum að fylgjast náið með. Mesta hættan er til fjalla og vegum í hlíðum.“ „Það verður engin aflétting í dag á óvissustigi,“ segir Minney. Jól Ísafjarðarbær Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum í gær, sem tók gildi á miðnætti. Eins og sést frá myndum úr Bolungarvík í morgun geisar norðanstormur og hríð á svæðinu. Snjóflóð féll um Eyrarhlíð í gær, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, og veginum lokað í kjölfarið. Óvissustigi var svo einnig lýst yfir á Norðurlandi í morgun; snjóflóð féll ofan Siglufjarðar í nótt og tvö flóð fóru yfir Siglufjarðarveg í gærkvöldi, veginum hefur verið lokað. Veðurstofan telur þó hvergi hættu steðja að í byggð. Halda jól innilokuð Öllum helstu vegum á Vestfjörðum hefur einnig verið lokað eða þeir ófærir, eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar. Varaformaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var staddur í snjómokstursbíl þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Ég ákvað að stinga í gegnum hringinn svokallaða á Flateyri, svo fólk komist um, komist í jólasundið,“ segir Ívar. Ívar segir Vestfirðinga almennt rólega yfir snjóflóðahættunni, fólk hafi ekki áhyggjur af stöðunni enn þá. Veður sé þó sannarlega slæmt og alls ekki ráðlegt að vera á ferðinni. „Það gerir blint á milli og ekkert ferðaveður þannig það er ekkert verið að moka. Flateyrarvegi var lokað í gær klukkan ellefu vegna þess. Þannig að við erum bara föst á Flateyri.“ En hvernig er að halda jól svona innilokuð? „Mér finnst það eiginlega bara geggjað, að veðrið sé bara slæmt, þá getur maður bara verið inni í rólegheitunum í friði.“ Áfram óvissustig Jón Þór Víglundsson segir daginn hafa verið heldur rólegan, þó að sinna hafi þurft ófærðaraðstoð hér og þar. Meðal í Vatsndal og við Bolungarvíkurgöng. Heppilegt sé að fáir séu ár ferli á þessum tíma árs. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu á Snæfellsnesi í gær þegar rúta með tuttugu innanborðs hafnaði utanvegar. Allir sluppu ómeiddir. Enn eru gular veðurviðvaranir í gildi á vesturhluta landsins en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Svipuð staða er á snjóflóðahættu að sögn Minneyjar Sigurðardóttur ofanflóðasérfræðingi hjá Veðurstofunni. „Það hefur ekki skapast meiri hætti við byggð, það eru nokkrir staðir á dreifbýli sem við erum að fylgjast náið með. Mesta hættan er til fjalla og vegum í hlíðum.“ „Það verður engin aflétting í dag á óvissustigi,“ segir Minney.
Jól Ísafjarðarbær Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira