Byrjar sitt 36. tímabil í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 14:15 Jaromir Jagr átti langan og stórmerkilegan feril í NHL deildinni en hann er hvergi nærri hættur. Getty/Gerry Thomas Tékkneski íshokkímaðurinn Jaromir Jagr spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í vikunni. Það er stórmerkilegur áfangi enda kappinn orðinn 51 árs gamall. Jagr er að spila með heimaliði sínu Kladno Knights í tékknesku deildinni. Hann átti eina stoðsendingu í 4-3 tapi þar sem liðið hans náði að jafna í 3-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. NHL legend and ex-Rangers star Jaromir Jagr begins 36th pro season at age 51 https://t.co/YbJoM1ZjyV pic.twitter.com/nAclIClavB— New York Post (@nypost) December 21, 2023 Þetta er hans 36. tímabil í atvinnumennsku og hann spilaði í þrettán mínútur og 44 sekúndur. Þetta er reyndar 26. leikur Kladno Knights á tímabilinu en Jagr er þekktur fyrir að byrja seint að spila. Hann byrjaði í 27. leik í fyrra. Jagr er þekktastur fyrir feril sinn í bandarísku NHL-deildinni enda einn sá besti sem hefur spilað í henni. Hann hóf sinn atvinnumannaferil með Kladno Knights sem táningur og snéri aftur til félagsins árið 2018. Hann er síðan eigandi tékkneska félagsins í dag. Ferill hans í NHL-deildinni var stórmerkilegur en hann er í öðru sæti yfir þá sem hafa búið til flest mörk í deildinni. Enginn hefur skorað fleiri sigurmörk og hann er sá elsti til að skora þrennu í deildinni. Hann spilaði í NHL frá 1990 til 2018 og náði tvisvar sinum að verða Stanley meistari. Hann var alls með 766 mörk og 1155 stoðsendingar í 1733 leikjum í deildinni. Jagr varð einnig tvisvar heimsmeistari með Tékkum, 2005 og 2010 og vann líka Ólympíugull í Nagano 1998. Jaromir Jagr out here putting up points at 51 years old. Unreal (via @telhcz) pic.twitter.com/vHDiEYqwEf— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) December 20, 2023 Íshokkí Tékkland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Jagr er að spila með heimaliði sínu Kladno Knights í tékknesku deildinni. Hann átti eina stoðsendingu í 4-3 tapi þar sem liðið hans náði að jafna í 3-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. NHL legend and ex-Rangers star Jaromir Jagr begins 36th pro season at age 51 https://t.co/YbJoM1ZjyV pic.twitter.com/nAclIClavB— New York Post (@nypost) December 21, 2023 Þetta er hans 36. tímabil í atvinnumennsku og hann spilaði í þrettán mínútur og 44 sekúndur. Þetta er reyndar 26. leikur Kladno Knights á tímabilinu en Jagr er þekktur fyrir að byrja seint að spila. Hann byrjaði í 27. leik í fyrra. Jagr er þekktastur fyrir feril sinn í bandarísku NHL-deildinni enda einn sá besti sem hefur spilað í henni. Hann hóf sinn atvinnumannaferil með Kladno Knights sem táningur og snéri aftur til félagsins árið 2018. Hann er síðan eigandi tékkneska félagsins í dag. Ferill hans í NHL-deildinni var stórmerkilegur en hann er í öðru sæti yfir þá sem hafa búið til flest mörk í deildinni. Enginn hefur skorað fleiri sigurmörk og hann er sá elsti til að skora þrennu í deildinni. Hann spilaði í NHL frá 1990 til 2018 og náði tvisvar sinum að verða Stanley meistari. Hann var alls með 766 mörk og 1155 stoðsendingar í 1733 leikjum í deildinni. Jagr varð einnig tvisvar heimsmeistari með Tékkum, 2005 og 2010 og vann líka Ólympíugull í Nagano 1998. Jaromir Jagr out here putting up points at 51 years old. Unreal (via @telhcz) pic.twitter.com/vHDiEYqwEf— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) December 20, 2023
Íshokkí Tékkland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum