Spennan magnaðist í riðlakeppninni eftir úrslit kvöldsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2023 19:52 Glódís Perla spilaði allan leikinn í 1-0 tapi gegn Ajax. Catherine Steenkeste/Getty Images Enn ríkir mikil spenna yfir C-riðli Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir að bæði Bayern Munchen og Roma mistókst að tryggja sig áfram í átta liða úrslitin í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins hefðu Bayern Munchen og Roma getað tryggt sig áfram í átta liða úrslit með því að sigra leiki sína á útivelli gegn Ajax og PSG. Hvorugu liði tókst að sækja sigur og öll lið geta því enn komist áfram. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern Munchen töpuðu leik sínum gegn Ajax með einu marki gegn engu. Glódís var í dag valin 42. besti leikmaður heims á síðasta tímabili af vefsíðunni GOAL. Hún stóð sem oftast áður í hjarta varnarinnar hjá Bayern en kom engum vörnum við Romee Leuchter skoraði rétt fyrir hálfleikslok eftir góðan undirbúning Nadine Noordam. Þetta var þeirra fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu. Wir müssen im #UWCL-Spiel gegen Ajax Amsterdam unsere erste Niederlage der Saison hinnehmen. #AJAFCB #FCBayern pic.twitter.com/6829EVGOLM— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 20, 2023 Hinum megin urðu mörkin fleiri þegar PSG vann annan leik sinn í röð gegn Roma. Fyrri leikur liðanna í Parísarborg í síðustu viku endaði með 1-2 sigri PSG. Rómverjar máttu svo þola slæmt tap á heimavelli í kvöld. Gestirnir komust þremur mörkum yfir en Manuela Giugliano minnkaði muninn á lokamínútunum með marki beint úr aukaspyrnu, lokatölur 1-3. Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig Öll lið eiga því enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar. Glódís og félagar í Bayern heimsækja næst Roma og taka svo á móti PSG í lokaumferðinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Sjá meira
Fyrir leiki kvöldsins hefðu Bayern Munchen og Roma getað tryggt sig áfram í átta liða úrslit með því að sigra leiki sína á útivelli gegn Ajax og PSG. Hvorugu liði tókst að sækja sigur og öll lið geta því enn komist áfram. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern Munchen töpuðu leik sínum gegn Ajax með einu marki gegn engu. Glódís var í dag valin 42. besti leikmaður heims á síðasta tímabili af vefsíðunni GOAL. Hún stóð sem oftast áður í hjarta varnarinnar hjá Bayern en kom engum vörnum við Romee Leuchter skoraði rétt fyrir hálfleikslok eftir góðan undirbúning Nadine Noordam. Þetta var þeirra fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu. Wir müssen im #UWCL-Spiel gegen Ajax Amsterdam unsere erste Niederlage der Saison hinnehmen. #AJAFCB #FCBayern pic.twitter.com/6829EVGOLM— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 20, 2023 Hinum megin urðu mörkin fleiri þegar PSG vann annan leik sinn í röð gegn Roma. Fyrri leikur liðanna í Parísarborg í síðustu viku endaði með 1-2 sigri PSG. Rómverjar máttu svo þola slæmt tap á heimavelli í kvöld. Gestirnir komust þremur mörkum yfir en Manuela Giugliano minnkaði muninn á lokamínútunum með marki beint úr aukaspyrnu, lokatölur 1-3. Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig Öll lið eiga því enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar. Glódís og félagar í Bayern heimsækja næst Roma og taka svo á móti PSG í lokaumferðinni.
Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Sjá meira