„Það eina sem við getum gert er bara að fylgjast með“ Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. desember 2023 18:45 Sigríður Kristjánsdóttir er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Sigurjón Uppfært hættumat Veðurstofunnar gerir ráð fyrir töluverðri hættu á gosopnun í Grindavík. Áður var hættan talin mikil. Náttúruvársérfræðingur segir stöðuna geta breyst hratt, eins og hún hafi þegar gert. Því sé ómögulegt að segja til um framhaldið. Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort fyrir svæðið í kringum eldgosið. Grindavík hefur verið færð úr „mikilli hættu“ niður í „töluverða hættu.“ Uppfært hættumat Veðurstofunnar tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið, fimmtudaginn 21. desember. Í tilkynningu sem birtist á vef Veðurstofunnar klukkan 17:50 segir að líkur á gosopnun innan svæðis númer 4, þar sem Grindavík er, hafi minnkað. Hættan sé engu að síður talin töluverð. Grindavík er hér merkt appelsínugul, til marks um að hætta sér töluverð á svæðinu. Þetta hættumat tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið, en áður var hætta á fyrirvaralausri gosopnun í Grindavík talin mikil.Veðurstofa Íslands Síðasta sólarhringinn hafi mesta virknin í eldgosinu haldist um miðbik sprungunnar sem opnaðist í fyrradag. Skjálftavirkni hafi haldist nokkuð stöðug og litlar breytingar orðið á aflögun frá upphafi gossins. Því meti Veðurstofan það svo að líkur á gosopnun í og við Grindavík hafi minnkað. „Þó svo að dregið hafi úr virkninni frá því að gos hófst, er kraftur gossins núna engu að síður mikill og er sambærilegur við gosin sem urðu við Fagradalsfjall. Það hefur einnig sýnt sig að kvikan getur komist hratt upp á yfirborðið sem gefur ekki mikið ráðrúm til þess að senda út viðvaranir. Taka þarf tillit til þessa þegar kemur að endurskoðun á hættumati. Eins þurfa nokkrir dagar að líða frá því að hraunflæði hættir við gosstöðvarnar og þangað til hægt væri að lýsa yfir goslokum.“ Opið inn í bæinn til fjögur Í kjölfar uppfærðst hættumats gaf lögreglustjórinn á Suðurnesjum út yfirlýsingu þess efnis að frá og með morgundeginum yrði íbúum Grindavíkur og þeim sem þar starfa heimilt að dvelja í bænum frá klukkan sjö að morgni til klukkan fjögur síðdegis. „Ekki er talið öruggt að dvelja í Grindavík að næturlagi. Gert er ráð fyrir því að íbúar og starfsmenn yfirgefi bæinn eftir kl. 16. Fjölmiðlar hafa aðgang að bænum á sama tíma. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn í bæinn en viðbragðsaðilar verða til staðar. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Eftirlit verður haft með þeim bílum sem fara inn og út úr bænum,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ef til rýmingar bæjarins komi muni viðbragðsaðilar gefa hana til kynna með hljóðmerkjum og ljósum. Akstursleiðir út úr bænum séu eftir Nesvegi, Suðurstrandarvegi og eftir atvikum Grindavíkurvegi. Virknin minni en hættan enn til staðar Sigríður Kristjándsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir hættuna á fyrirvaralausri gosopnun í Grindavík enn til staðar. Hún sé þó minni en áður var talið. „Við sjáum það bara að virknin í gosinu sjálfu hefur verið minni í dag, jarðskjálftavirknin hefur minnkað og aflögunarmerki eru minni. Þá höldum við að það séu minni líkur á að það opnist en það er enn hætta til staðar,“ sagði Sigríður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað gefur tilefni til að endurskoða hættumatskortið svona snemma? „Við sjáum það bara að virknin hún minnkaði mjög hratt, bæði í gígnum og líka skjálftavirknin. Að sama skapi gerðist þetta allt mjög hratt á mánudagskvöldið. Þannig að hættan er enn mikil og það getur allt gerst svolítið hratt.“ Bara hægt að fylgjast með Hún segir það hafa verið áskorun að fylgjast með virkni gossins í dag, vegna veðurskilyrða. Sérfræðingar Veðurstofunnar styðjist mikið við vefmyndavélar og skyggni hafi verið lélegt. „En það virtist sem virknin væri nokkuð stöðug, aðallega í einum gígn, beint austur af Sýlingarfellinu.“ Hún segir erfitt að segja til um framhaldið. „Ég vildi óska að við gætum það en það er mjög erfitt. Það eina sem við getum gert er bara að fylgjast með og vera á tánum.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sýnist gosið vera komið á lokastig Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 20. desember 2023 10:57 Vaktin: Uppfæra hættumat og telja töluverða hættu í Grindavík Enn virðist draga úr eldvirkni við Sundhnúkagíga. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á Reykjanesskaga í allan dag. 20. desember 2023 06:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort fyrir svæðið í kringum eldgosið. Grindavík hefur verið færð úr „mikilli hættu“ niður í „töluverða hættu.“ Uppfært hættumat Veðurstofunnar tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið, fimmtudaginn 21. desember. Í tilkynningu sem birtist á vef Veðurstofunnar klukkan 17:50 segir að líkur á gosopnun innan svæðis númer 4, þar sem Grindavík er, hafi minnkað. Hættan sé engu að síður talin töluverð. Grindavík er hér merkt appelsínugul, til marks um að hætta sér töluverð á svæðinu. Þetta hættumat tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið, en áður var hætta á fyrirvaralausri gosopnun í Grindavík talin mikil.Veðurstofa Íslands Síðasta sólarhringinn hafi mesta virknin í eldgosinu haldist um miðbik sprungunnar sem opnaðist í fyrradag. Skjálftavirkni hafi haldist nokkuð stöðug og litlar breytingar orðið á aflögun frá upphafi gossins. Því meti Veðurstofan það svo að líkur á gosopnun í og við Grindavík hafi minnkað. „Þó svo að dregið hafi úr virkninni frá því að gos hófst, er kraftur gossins núna engu að síður mikill og er sambærilegur við gosin sem urðu við Fagradalsfjall. Það hefur einnig sýnt sig að kvikan getur komist hratt upp á yfirborðið sem gefur ekki mikið ráðrúm til þess að senda út viðvaranir. Taka þarf tillit til þessa þegar kemur að endurskoðun á hættumati. Eins þurfa nokkrir dagar að líða frá því að hraunflæði hættir við gosstöðvarnar og þangað til hægt væri að lýsa yfir goslokum.“ Opið inn í bæinn til fjögur Í kjölfar uppfærðst hættumats gaf lögreglustjórinn á Suðurnesjum út yfirlýsingu þess efnis að frá og með morgundeginum yrði íbúum Grindavíkur og þeim sem þar starfa heimilt að dvelja í bænum frá klukkan sjö að morgni til klukkan fjögur síðdegis. „Ekki er talið öruggt að dvelja í Grindavík að næturlagi. Gert er ráð fyrir því að íbúar og starfsmenn yfirgefi bæinn eftir kl. 16. Fjölmiðlar hafa aðgang að bænum á sama tíma. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn í bæinn en viðbragðsaðilar verða til staðar. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Eftirlit verður haft með þeim bílum sem fara inn og út úr bænum,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ef til rýmingar bæjarins komi muni viðbragðsaðilar gefa hana til kynna með hljóðmerkjum og ljósum. Akstursleiðir út úr bænum séu eftir Nesvegi, Suðurstrandarvegi og eftir atvikum Grindavíkurvegi. Virknin minni en hættan enn til staðar Sigríður Kristjándsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir hættuna á fyrirvaralausri gosopnun í Grindavík enn til staðar. Hún sé þó minni en áður var talið. „Við sjáum það bara að virknin í gosinu sjálfu hefur verið minni í dag, jarðskjálftavirknin hefur minnkað og aflögunarmerki eru minni. Þá höldum við að það séu minni líkur á að það opnist en það er enn hætta til staðar,“ sagði Sigríður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað gefur tilefni til að endurskoða hættumatskortið svona snemma? „Við sjáum það bara að virknin hún minnkaði mjög hratt, bæði í gígnum og líka skjálftavirknin. Að sama skapi gerðist þetta allt mjög hratt á mánudagskvöldið. Þannig að hættan er enn mikil og það getur allt gerst svolítið hratt.“ Bara hægt að fylgjast með Hún segir það hafa verið áskorun að fylgjast með virkni gossins í dag, vegna veðurskilyrða. Sérfræðingar Veðurstofunnar styðjist mikið við vefmyndavélar og skyggni hafi verið lélegt. „En það virtist sem virknin væri nokkuð stöðug, aðallega í einum gígn, beint austur af Sýlingarfellinu.“ Hún segir erfitt að segja til um framhaldið. „Ég vildi óska að við gætum það en það er mjög erfitt. Það eina sem við getum gert er bara að fylgjast með og vera á tánum.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sýnist gosið vera komið á lokastig Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 20. desember 2023 10:57 Vaktin: Uppfæra hættumat og telja töluverða hættu í Grindavík Enn virðist draga úr eldvirkni við Sundhnúkagíga. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á Reykjanesskaga í allan dag. 20. desember 2023 06:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Sýnist gosið vera komið á lokastig Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 20. desember 2023 10:57
Vaktin: Uppfæra hættumat og telja töluverða hættu í Grindavík Enn virðist draga úr eldvirkni við Sundhnúkagíga. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á Reykjanesskaga í allan dag. 20. desember 2023 06:30