Ljósið í myrkrinu Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 20. desember 2023 20:01 Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum. Flest hver gerum við skuldbindingar um ólíka hluti og svo getur það líka verið streituvaldur að stússast í gjafainnkaupum. Hvenær fórstu síðast í freyðibað og gleymdir stað og stund? Hvenær gafstu þér síðast þá gjöf að fara í göngu og fylgjast með ljósadýrðinni allt um kring? Hvenær lastu síðast bók eða hlustaðir á hlaðvarp? Hvað er langt síðan þú hefur sungið Föndrað? Klappað dýrum? Hversu oft spjallar þú við nágranna þína? Gefurðu þér stöku sinnum tíma til að skreppa í sund og láta líða úr vöðvabólgunni? Það getur verið ákveðin kúnst að draga úr álagi, leyfa sér að slaka meira á og líða sem best í líkama og sál. Einnig er það nokkurskonar list að geta notið þess að vera í núinu. Hugsanir um fortíðina og framtíðina geta nefnilega auðveldlega tekið yfir. Hægt er að leita í ólík verkfæri til þess að vinna að því að geta notið líðandi stundar og finna fyrir aukinni vellíðan. Fyrir það fyrsta getur þú spurt sjálfan þig að því hvað þér finnst gaman að gera, hver eru þín áhugasvið? Getur verið að þú viljir breyta til og prófa þig áfram með nýtt áhugamál? Mikilvægt er að minna sig á að það er leyfilegt að fækka streituvöldum og velja það að taka ekki þátt í öllu jólaamstrinu, líkt og hefð er fyrir víða. Það er líka leyfilegt að velja með hverjum maður ver tíma sínum og orku og það er sömuleiðis leyfilegt að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og hlúa að sjálfum sér. Þegar við hlúum að okkur sjálfum þá höfum við líka meira til að gefa samferðamönnum okkar. Jafnvel þótt þú hafir ekki hugarró um þessar mundir þá er alltaf hægt að leitast eftir því að líða aðeins betur með því að sinna áhugamáli eða til dæmis taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Það getur gert manni gott að gera smávegis góðverk. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr geta stuðlað að betri líðan. Í upphafi ársins eignaðist ég kött sem veitt hefur mér ómælda gleði og góðan félagsskap. Ekki hafa allir fjölskyldu til að verja tíma með og sumir eiga fáa sem enga vini. Getur verið að helsta gjöfin í ár sé að veita einstaklingi sem þú veist að býr við slíkar aðstæður samverustund yfir hátíðirnar? Sjálf bjóðum við fjölskyldan alltaf vini sem er einstæðingur í mat um jólin. Hvernig getur þú verið ljósið í myrkrinu og með hvaða hætti getur þú hlúð að þér og þínum um þessar mundir? Hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 vegna vanlíðan og einmanaleika. Það er alltaf velkomið að hafa samband! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum. Flest hver gerum við skuldbindingar um ólíka hluti og svo getur það líka verið streituvaldur að stússast í gjafainnkaupum. Hvenær fórstu síðast í freyðibað og gleymdir stað og stund? Hvenær gafstu þér síðast þá gjöf að fara í göngu og fylgjast með ljósadýrðinni allt um kring? Hvenær lastu síðast bók eða hlustaðir á hlaðvarp? Hvað er langt síðan þú hefur sungið Föndrað? Klappað dýrum? Hversu oft spjallar þú við nágranna þína? Gefurðu þér stöku sinnum tíma til að skreppa í sund og láta líða úr vöðvabólgunni? Það getur verið ákveðin kúnst að draga úr álagi, leyfa sér að slaka meira á og líða sem best í líkama og sál. Einnig er það nokkurskonar list að geta notið þess að vera í núinu. Hugsanir um fortíðina og framtíðina geta nefnilega auðveldlega tekið yfir. Hægt er að leita í ólík verkfæri til þess að vinna að því að geta notið líðandi stundar og finna fyrir aukinni vellíðan. Fyrir það fyrsta getur þú spurt sjálfan þig að því hvað þér finnst gaman að gera, hver eru þín áhugasvið? Getur verið að þú viljir breyta til og prófa þig áfram með nýtt áhugamál? Mikilvægt er að minna sig á að það er leyfilegt að fækka streituvöldum og velja það að taka ekki þátt í öllu jólaamstrinu, líkt og hefð er fyrir víða. Það er líka leyfilegt að velja með hverjum maður ver tíma sínum og orku og það er sömuleiðis leyfilegt að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og hlúa að sjálfum sér. Þegar við hlúum að okkur sjálfum þá höfum við líka meira til að gefa samferðamönnum okkar. Jafnvel þótt þú hafir ekki hugarró um þessar mundir þá er alltaf hægt að leitast eftir því að líða aðeins betur með því að sinna áhugamáli eða til dæmis taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Það getur gert manni gott að gera smávegis góðverk. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr geta stuðlað að betri líðan. Í upphafi ársins eignaðist ég kött sem veitt hefur mér ómælda gleði og góðan félagsskap. Ekki hafa allir fjölskyldu til að verja tíma með og sumir eiga fáa sem enga vini. Getur verið að helsta gjöfin í ár sé að veita einstaklingi sem þú veist að býr við slíkar aðstæður samverustund yfir hátíðirnar? Sjálf bjóðum við fjölskyldan alltaf vini sem er einstæðingur í mat um jólin. Hvernig getur þú verið ljósið í myrkrinu og með hvaða hætti getur þú hlúð að þér og þínum um þessar mundir? Hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 vegna vanlíðan og einmanaleika. Það er alltaf velkomið að hafa samband! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun