Guðrún Brá missti keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 15:30 Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur verið að keppa á Evrópumótaröðinni undanfarin þrjú ár. Getty/Charles McQuillan Íslensku kylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa báðar lokið keppni á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Þær voru báðar með lokaúrtökumótinu sem fór fram 16. til 20. desember en keppt var á á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech í Marokkó. Þar kepptu 156 kylfingar um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Guðrún Brá lék á 298 höggum (+8) á fyrstu fjórum keppnisdögunum (77-75-73-73) og endaði hún í 104. sæti. Ragnhildur lék á 304 höggum (+14) (76-76-77-75) og endaði hún í 130. sæti. Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn sem var +1 samtals. Ragnhildur og Guðrún Brá höfðu áður farið báðar í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina, sem fór líka fram í Marókkó en þar tóku 220 keppendur þátt. Guðrún Brá hefur verið með keppnisrétt á Evrópumótaröð atvinnukylfinga undanfarin þrjú ár en þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi náði ekki að halda keppnisrétti sínum á síðasta tímabili. Keiliskonan lék á lokaúrtökumótinu í fyrra og endaði þar í 42. sæti sem gaf henni takmarkaðan keppnisrétt á LET á síðasta tímabili. Nú hefur hún aftur á móti endanlega misst keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Guðrún Brá og Ragnhildur eru aftur á móti báðar með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Golf Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þær voru báðar með lokaúrtökumótinu sem fór fram 16. til 20. desember en keppt var á á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech í Marokkó. Þar kepptu 156 kylfingar um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Guðrún Brá lék á 298 höggum (+8) á fyrstu fjórum keppnisdögunum (77-75-73-73) og endaði hún í 104. sæti. Ragnhildur lék á 304 höggum (+14) (76-76-77-75) og endaði hún í 130. sæti. Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn sem var +1 samtals. Ragnhildur og Guðrún Brá höfðu áður farið báðar í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina, sem fór líka fram í Marókkó en þar tóku 220 keppendur þátt. Guðrún Brá hefur verið með keppnisrétt á Evrópumótaröð atvinnukylfinga undanfarin þrjú ár en þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi náði ekki að halda keppnisrétti sínum á síðasta tímabili. Keiliskonan lék á lokaúrtökumótinu í fyrra og endaði þar í 42. sæti sem gaf henni takmarkaðan keppnisrétt á LET á síðasta tímabili. Nú hefur hún aftur á móti endanlega misst keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Guðrún Brá og Ragnhildur eru aftur á móti báðar með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Golf Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira