Hetjan í Ofurskálinni var undir gíðarlegri pressu frá Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 12:01 Michael Jordan er mikið fyrir að veðja á hluti og hann var með pening undir í Super Bowl leiknum í febrúar 2015. Getty/Jacob Kupferman Það er ekki hægt að segja að nýjasta sagan að körfuboltagoðsögninni Michael Jordan hafi komið mikið á óvart en hún hefur engu að síður vakið athygli. Julian Edelman var ein af stjörnum New England Patriots þegar lið Tom Brady var upp á sitt besta í NFL-deildinni. Hann fékk hins vegar stjörnur í augun þegar hann hitti Jordan í aðdraganda Super Bowl leiksins árið 2015. Edelman sagði söguna af því þegar hann hitti Jordan fyrir þennan stærsta leik ársins í Bandaríkjunum í hlaðvarpsþættinum "Games With Names". Rakst á Jordan Super Bowl 2015 leikurinn fór fram í Glendale í Arizona sem er úthverfi Phoenix borgar. Edelman sagðist hafa farið út að borða í aðdraganda leiksins og rekist þá þá Derek Jeter, fyrrum súperstjörnu í hafnaboltanum, og Michael Jordan, besta körfuboltamann sögunnar. Hann sagði að Jeter hafi verið hinn viðkunnanlegasta og þeir rætt saman í svona fimm mínútur. Jordan sagði hins vegar ekki neitt og hélt sig til baka. Julian Edelman var frábær í leiknum.Getty Þegar Edelman var að fara þá kom Jordan hins vegar skyndilega til hans. „Samtalið var að enda eftir þessar fimm mínútur og ég var á förum. Jordan kemur þá upp að mér og segir: Heyrðu strákur. Ég er búinn að setja mikinn pening á þennan leik þannig að eins gott að þið klúðrið þessu ekki, hafði Edelman eftir Jordan. „Þetta var það eina sem hann sagði við mig,“ sagði Edelmen og engin smá pressa á honum í leiknum. Dramatískur sigur Edelman og félagar í New England Patriots unnu leikinn 28-24 Seattle Seahawks en voru um tíma tíu stigum undir, 14-24. Edelman tryggði liðinu aftur á móti sigurinn með snertimarki í lokin og stóðst því alveg pressuna frá Jordan. Jordan var örugglega ánægður með hann enda græddi hann eflaust mikinn pening á sigri Patriots. Hér fyrir neðan má sjá Edelman segja þessa sögu. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Það má nálgast myndbandið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq) NBA NFL Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Julian Edelman var ein af stjörnum New England Patriots þegar lið Tom Brady var upp á sitt besta í NFL-deildinni. Hann fékk hins vegar stjörnur í augun þegar hann hitti Jordan í aðdraganda Super Bowl leiksins árið 2015. Edelman sagði söguna af því þegar hann hitti Jordan fyrir þennan stærsta leik ársins í Bandaríkjunum í hlaðvarpsþættinum "Games With Names". Rakst á Jordan Super Bowl 2015 leikurinn fór fram í Glendale í Arizona sem er úthverfi Phoenix borgar. Edelman sagðist hafa farið út að borða í aðdraganda leiksins og rekist þá þá Derek Jeter, fyrrum súperstjörnu í hafnaboltanum, og Michael Jordan, besta körfuboltamann sögunnar. Hann sagði að Jeter hafi verið hinn viðkunnanlegasta og þeir rætt saman í svona fimm mínútur. Jordan sagði hins vegar ekki neitt og hélt sig til baka. Julian Edelman var frábær í leiknum.Getty Þegar Edelman var að fara þá kom Jordan hins vegar skyndilega til hans. „Samtalið var að enda eftir þessar fimm mínútur og ég var á förum. Jordan kemur þá upp að mér og segir: Heyrðu strákur. Ég er búinn að setja mikinn pening á þennan leik þannig að eins gott að þið klúðrið þessu ekki, hafði Edelman eftir Jordan. „Þetta var það eina sem hann sagði við mig,“ sagði Edelmen og engin smá pressa á honum í leiknum. Dramatískur sigur Edelman og félagar í New England Patriots unnu leikinn 28-24 Seattle Seahawks en voru um tíma tíu stigum undir, 14-24. Edelman tryggði liðinu aftur á móti sigurinn með snertimarki í lokin og stóðst því alveg pressuna frá Jordan. Jordan var örugglega ánægður með hann enda græddi hann eflaust mikinn pening á sigri Patriots. Hér fyrir neðan má sjá Edelman segja þessa sögu. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Það má nálgast myndbandið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq)
NBA NFL Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira