Bannað að kjósa Albert Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 12:50 Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins. Getty/Simone Arveda Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. Frá þessu er greint á vef 433.is þar sem vísað er í svar frá KSÍ við því af hverju Albert komi ekki til greina í kjörinu í ár. Í því segir að sömu reglur gildi varðandi val á knattspyrnumanni ársins eins og við val á leikmönnum í landsliðið, þar sem þeir sem liggi undir grun um lögbrot komi ekki til greina. Ljóst er að ef aðeins væri horft til afreka á fótboltavellinum kæmi Albert til greina að þessu sinni, eftir að hafa átt ríkan þátt í að koma Genoa upp úr ítölsku B-deildinni í vor og svo farið á kostum í ítölsku A-deildinni, einni af bestu deildum Evrópu, í haust. Þar hefur hann meðal annars skorað sex mörk í 14 leikjum. Albert lék hins vegar aðeins fyrri hluta árs með íslenska landsliðinu því hann hefur ekki komið til greina í landsliðið frá því í ágúst, þegar fram kom að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu í ágúst. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að mál Alberts væri komið á borð héraðssaksóknara, að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embætti héraðssaksóknara tekur svo ákvörðun um það hvort Albert verður ákærður eða málið látið niður falla. Á vef 433.is er birtur atkvæðaseðillinn sem kjósendur valdir af KSÍ nota í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Tíu leikmenn koma til greina en þeir eru, í stafrófsröð: Arnór Ingvi Traustason (Norrköping) Birnir Snær Ingason (Víkingi) Guðlaugur Victor Pálsson (Eupen) Hákon Arnar Haraldsson (Lille) Hákon Rafn Valdimarsson (Elfsborg) Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) Jón Dagur Þorsteinsson (OH Leuven) Orri Steinn Óskarsson (FC Kaupmannahöfn) Willum Þór Willumsson (Go Ahead Eagles) Á vef KSÍ segir að fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, komi að kjörinu hverju sinni. Þess ber að geta að einnig er kosið sérstaklega um knattspyrnukonu ársins. Í fyrra urðu þau Hákon Arnar Haraldsson og Glódís Perla Viggósdóttir fyrir valinu. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
Frá þessu er greint á vef 433.is þar sem vísað er í svar frá KSÍ við því af hverju Albert komi ekki til greina í kjörinu í ár. Í því segir að sömu reglur gildi varðandi val á knattspyrnumanni ársins eins og við val á leikmönnum í landsliðið, þar sem þeir sem liggi undir grun um lögbrot komi ekki til greina. Ljóst er að ef aðeins væri horft til afreka á fótboltavellinum kæmi Albert til greina að þessu sinni, eftir að hafa átt ríkan þátt í að koma Genoa upp úr ítölsku B-deildinni í vor og svo farið á kostum í ítölsku A-deildinni, einni af bestu deildum Evrópu, í haust. Þar hefur hann meðal annars skorað sex mörk í 14 leikjum. Albert lék hins vegar aðeins fyrri hluta árs með íslenska landsliðinu því hann hefur ekki komið til greina í landsliðið frá því í ágúst, þegar fram kom að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu í ágúst. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að mál Alberts væri komið á borð héraðssaksóknara, að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embætti héraðssaksóknara tekur svo ákvörðun um það hvort Albert verður ákærður eða málið látið niður falla. Á vef 433.is er birtur atkvæðaseðillinn sem kjósendur valdir af KSÍ nota í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Tíu leikmenn koma til greina en þeir eru, í stafrófsröð: Arnór Ingvi Traustason (Norrköping) Birnir Snær Ingason (Víkingi) Guðlaugur Victor Pálsson (Eupen) Hákon Arnar Haraldsson (Lille) Hákon Rafn Valdimarsson (Elfsborg) Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) Jón Dagur Þorsteinsson (OH Leuven) Orri Steinn Óskarsson (FC Kaupmannahöfn) Willum Þór Willumsson (Go Ahead Eagles) Á vef KSÍ segir að fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, komi að kjörinu hverju sinni. Þess ber að geta að einnig er kosið sérstaklega um knattspyrnukonu ársins. Í fyrra urðu þau Hákon Arnar Haraldsson og Glódís Perla Viggósdóttir fyrir valinu.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira