Vinsælustu lögin á FM957 árið 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. desember 2023 17:10 Þessir tónlistarmenn eiga vinsælustu lögin á FM í ár. SAMSETT Á þessum síðasta degi ársins er vert að fara yfir árið í tónlistarheiminum en útvarpsstöðin FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2023. Patrik vinsælastur Efstu fimm lög ársins eiga það öll sameiginlegt að vera íslensk en tónlistarmaðurinn Patrik trónir á toppnum ásamt Luigi með lagið Skína. Patrik skaust upp á stjörnuhimininn síðastliðið vor þegar hann gaf út smáskífuna PBT. Fyrsti smellurinn hans Prettyboitjokkó situr í áttunda sæti listans. Patrik er með um 75 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og milljónir streyma á lögin sín. Hann segist ánægður og þakklátur fyrir liðið ár og segist jafnframt vera rétt að byrja. „Ég er eiginlega bara meyr eftir allt þetta ár. Það er bara meira á leiðinni, alveg klárt. Plata á næsta ári og svona. Það sem stendur upp úr þegar ég lít yfir árið er lagið Skína, hvað það varð risa stórt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Svo kom þetta jólalag, prettyboi um jólin, frekar óvænt til mín og það stendur líka upp úr. Ég sé svo bara fyrir mér meiri tónlist á nýju ári og ég ætla sömuleiðis að halda tónleika,“ segir Patrik fullur tilhlökkunar fyrir 2024. Yfirtaka ísstrákanna Strákasveitin Iceguys fylgir fast á eftir í öðru sæti með frumraun sveitarinnar Rúlletta. Sveitin er skipuð Rúriki Gíslasyni, Friðriki Dór Jónssyni, Jóni Jónssyni, Herra Hnetusmjöri og Aroni Can en lögin sem skipa 2. - 5. sæti listans tilheyra öll í það minnsta einhverjum meðlimi sveitarinnar. Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór eru í þriðja sætinu með lagið Vinn við það, sem þeir frumfluttu á Idolinu í beinni útsendingu í byrjun febrúar. Iceguys hreppa svo fjórða sætið með lagið Krumla en tónlistarmyndbandið fór sem eldur um sinu á Internetinu á sínum tíma. Það má sjá hér: Bakka ekki út, rappdúett Arons Can og Birnis, tók svo fimmta sætið en lagið sat lengi vel á Íslenska listanum á FM í ár. Aron Can og Herra Hnetusmjör tilheyra því hvor um sig þremur af efstu fimm lögum ársins. Árslisti FM957 árið 2023: Íslenski listinn Tónlist Fréttir ársins 2023 FM957 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Patrik vinsælastur Efstu fimm lög ársins eiga það öll sameiginlegt að vera íslensk en tónlistarmaðurinn Patrik trónir á toppnum ásamt Luigi með lagið Skína. Patrik skaust upp á stjörnuhimininn síðastliðið vor þegar hann gaf út smáskífuna PBT. Fyrsti smellurinn hans Prettyboitjokkó situr í áttunda sæti listans. Patrik er með um 75 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og milljónir streyma á lögin sín. Hann segist ánægður og þakklátur fyrir liðið ár og segist jafnframt vera rétt að byrja. „Ég er eiginlega bara meyr eftir allt þetta ár. Það er bara meira á leiðinni, alveg klárt. Plata á næsta ári og svona. Það sem stendur upp úr þegar ég lít yfir árið er lagið Skína, hvað það varð risa stórt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Svo kom þetta jólalag, prettyboi um jólin, frekar óvænt til mín og það stendur líka upp úr. Ég sé svo bara fyrir mér meiri tónlist á nýju ári og ég ætla sömuleiðis að halda tónleika,“ segir Patrik fullur tilhlökkunar fyrir 2024. Yfirtaka ísstrákanna Strákasveitin Iceguys fylgir fast á eftir í öðru sæti með frumraun sveitarinnar Rúlletta. Sveitin er skipuð Rúriki Gíslasyni, Friðriki Dór Jónssyni, Jóni Jónssyni, Herra Hnetusmjöri og Aroni Can en lögin sem skipa 2. - 5. sæti listans tilheyra öll í það minnsta einhverjum meðlimi sveitarinnar. Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór eru í þriðja sætinu með lagið Vinn við það, sem þeir frumfluttu á Idolinu í beinni útsendingu í byrjun febrúar. Iceguys hreppa svo fjórða sætið með lagið Krumla en tónlistarmyndbandið fór sem eldur um sinu á Internetinu á sínum tíma. Það má sjá hér: Bakka ekki út, rappdúett Arons Can og Birnis, tók svo fimmta sætið en lagið sat lengi vel á Íslenska listanum á FM í ár. Aron Can og Herra Hnetusmjör tilheyra því hvor um sig þremur af efstu fimm lögum ársins. Árslisti FM957 árið 2023:
Íslenski listinn Tónlist Fréttir ársins 2023 FM957 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira