Öryggisráð? Ólafur Aron Sveinsson skrifar 18. desember 2023 18:31 Þrátt fyrir eldfjallahættu, storma og aðra áhættuþætti er Ísland talið eitt öruggasta landsvæði í heimi fyrir fólk að búa. Öruggt að því leitinu til að mönnum virðist ekki stafa eins mikil hætta af okkar eigin tegund eins og víða annars staðar í heiminum. Að annars landfræðilega óöruggt landsvæði skuli skv. ýmsum samfélagslegum mælikvörðum (*GPI) verið talið öruggasta land heims finnst mér áhugaverð tilhugsun. Öryggisvitundin kemur m.a fram í því að þegar raunveruleg vá ógnar öryggi landsbúa, verður samstaðan áþreifanleg og augljós – án frekari málalenginga. Af hverju? Held að það sé m.a vegna þess að öryggi samborgara okkar skiptir okkur máli – er hluti af okkar eigin öryggiskennd. Sást nýverið í Grindavík. Í sama skyni má ætla að foreldrar eða aðstandendur sem varðveita börn í hjarta sér, hafi einnig börn annarra í sjónlínu sinni. Í hluttekningu við mannlegan veruleika - mannlegur eiginleiki sem ræðst ekki beint af pólitík, þó að fólk geri eðlilega þá grunngröfu að pólitísk öfl taki tillit til þessa grundvallar þáttar í hvers kyns framvindu mála. Hvað yrði um mannlegt samfélag til legnri tíma annars? Í því skyni myndi maður halda að velferðarríki nútímann varði vel slíkar grunnþarfir eða gildi sem forsenda sínss eigin samfélags. Ýmsir þar til gerðir alþjóðlegir sáttmálar og viðmið hafa verið sett í gegnum tíðinna, en virðast undanfarin misseri verið einfaldlega virtir að vettugi af aþjóðasamfélaginu. Engin yfirlýst afstaða tekin, á meðan voðaverk eru framin undir berum himni í miðausturlölndum. Heyra má í fréttaflutningi að það eigi sér stað undir því yfirskyni að óvinurinn feli sig þar sem börn og óbreyttir borgarar hafi sig við. En er það nóg til að réttlæta athæfið? Er þegar öllu er á botninn hvolft ekki allt ofbeldi blindað af einhvers konar sjálfs réttlætanlegri afstöðu, gegnur fram án tillits til tilveru réttar annarra? Verður fólk, eða ríki sem verða vitni af slíku ekki einfaldlega að bíða með að stilla saman strengjum pólitískra- eða viðkiptalegra hagsmuna, þangað til grundvallar mannréttindi eru tryggð? Er staðan eins og hún er orðin ekki jafn einföld og ef kvika myndi ryðja sér til rúms undir fótum okkar? Ekkert annað að gera enn að ýta afdráttarlaust á rauða takkann? Að því loknu ræða hlutina á pólitískum vettvangi? Liggur ekki beinast við að það sé í höndum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að brugðist sé við í nafni heildarhagsmuna og mannréttinda? Ef leikreglur aþjóðasamfélagsins eru ekki brotnar með fjöldadauða varnarlausra borgara, hvenær er þá farið út fyrir mörkin? Hvar eru mörkin í samstöðu eða hlutleysi, þannig það grafi ekki undan okkar eigin grunngildium? Er það í raun pólitískt álitamál hvort það sé ásættanlegt að fórna lífi óbreytta borgara í þúsundatali? Hvert er hlutverk alþjóðasamfélagsins, sbr öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ef það er ekki að minnsta kosti varða öryggi barna þessa heims? Höfundur er leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir eldfjallahættu, storma og aðra áhættuþætti er Ísland talið eitt öruggasta landsvæði í heimi fyrir fólk að búa. Öruggt að því leitinu til að mönnum virðist ekki stafa eins mikil hætta af okkar eigin tegund eins og víða annars staðar í heiminum. Að annars landfræðilega óöruggt landsvæði skuli skv. ýmsum samfélagslegum mælikvörðum (*GPI) verið talið öruggasta land heims finnst mér áhugaverð tilhugsun. Öryggisvitundin kemur m.a fram í því að þegar raunveruleg vá ógnar öryggi landsbúa, verður samstaðan áþreifanleg og augljós – án frekari málalenginga. Af hverju? Held að það sé m.a vegna þess að öryggi samborgara okkar skiptir okkur máli – er hluti af okkar eigin öryggiskennd. Sást nýverið í Grindavík. Í sama skyni má ætla að foreldrar eða aðstandendur sem varðveita börn í hjarta sér, hafi einnig börn annarra í sjónlínu sinni. Í hluttekningu við mannlegan veruleika - mannlegur eiginleiki sem ræðst ekki beint af pólitík, þó að fólk geri eðlilega þá grunngröfu að pólitísk öfl taki tillit til þessa grundvallar þáttar í hvers kyns framvindu mála. Hvað yrði um mannlegt samfélag til legnri tíma annars? Í því skyni myndi maður halda að velferðarríki nútímann varði vel slíkar grunnþarfir eða gildi sem forsenda sínss eigin samfélags. Ýmsir þar til gerðir alþjóðlegir sáttmálar og viðmið hafa verið sett í gegnum tíðinna, en virðast undanfarin misseri verið einfaldlega virtir að vettugi af aþjóðasamfélaginu. Engin yfirlýst afstaða tekin, á meðan voðaverk eru framin undir berum himni í miðausturlölndum. Heyra má í fréttaflutningi að það eigi sér stað undir því yfirskyni að óvinurinn feli sig þar sem börn og óbreyttir borgarar hafi sig við. En er það nóg til að réttlæta athæfið? Er þegar öllu er á botninn hvolft ekki allt ofbeldi blindað af einhvers konar sjálfs réttlætanlegri afstöðu, gegnur fram án tillits til tilveru réttar annarra? Verður fólk, eða ríki sem verða vitni af slíku ekki einfaldlega að bíða með að stilla saman strengjum pólitískra- eða viðkiptalegra hagsmuna, þangað til grundvallar mannréttindi eru tryggð? Er staðan eins og hún er orðin ekki jafn einföld og ef kvika myndi ryðja sér til rúms undir fótum okkar? Ekkert annað að gera enn að ýta afdráttarlaust á rauða takkann? Að því loknu ræða hlutina á pólitískum vettvangi? Liggur ekki beinast við að það sé í höndum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að brugðist sé við í nafni heildarhagsmuna og mannréttinda? Ef leikreglur aþjóðasamfélagsins eru ekki brotnar með fjöldadauða varnarlausra borgara, hvenær er þá farið út fyrir mörkin? Hvar eru mörkin í samstöðu eða hlutleysi, þannig það grafi ekki undan okkar eigin grunngildium? Er það í raun pólitískt álitamál hvort það sé ásættanlegt að fórna lífi óbreytta borgara í þúsundatali? Hvert er hlutverk alþjóðasamfélagsins, sbr öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ef það er ekki að minnsta kosti varða öryggi barna þessa heims? Höfundur er leiðbeinandi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar