Belgíski miðillinn HLN greindi frá því að einhverjum verðmætum hafi verið stolið en engar nánari upplýsingar lægu fyrir á þessu stigi. Michele Lacroix, eiginkona De Bruyne, uppgötvaði innbrotið fyrst og hafði samband við lögreglu.
Enginn var á staðnum þegar þjófarnir létu til skarar skríða, fjölskyldan flaug öll til Sádí-Arabíu síðastliðinn laugardag, þar sem Manchester City leikur á HM félagsliða.
Kevin De Bruyne hefur verið frá keppni síðan í 1. umferð ensku úrvals-deildarinnar en var hluti af 23 manna hópnum sem Pep Guardiola valdi í verkefnið sem bíður þeirra á HM félagsliða. Það sást svo til hans á æfingu liðsins fyrr í dag.
BREAKING: Kevin De Bruyne is training with the rest of the #ManCity squad at the #ClubWC. [via @Jack_Gaughan]pic.twitter.com/ytAWGlqVoa
— City Xtra (@City_Xtra) December 18, 2023
Manchester City mætir japanska liðinu Urawa Red Diamonds annað kvöld í undanúrslitaleik keppninnar. Sigurvegari þess leiks mætir svo brasilíska liðinu Fluminese í úrslitaleiknum næstkomandi föstudag.