Glæsileg jóla- og áramótadagskrá Bylgjunnar Bylgjan 18. desember 2023 11:20 Starfsfólk Bylgjunnar er fyrir löngu komið í jólaskap. Bylgjan býður upp á glæsilega jóla- og áramótadagskrá í ár. Að venju býður Bylgjan upp á glæsilega jóla- og áramótadagskrá þar sem boðið verður upp á notalega jólatónlist, spjall við áhugavert fólk og margt fleira. „Við höfum alla tíð lagt mikið upp úr því að brjóta upp dagskránna um jól og áramót,“ segir Ívar Guðmunds, útvarpsmaður á Bylgjunni. „Í gegnum tíðina höfum við boðið upp á ýmis hátíðarviðtöl við þekkt fólk í þjóðfélaginu eða gert þætti um tónlistarmenn. Þetta árið verður ekki undanskilið.“ Hægt er að kynna sér alla dagskrána í lok greinar. Dagskráin byrjar á aðfangadagsmorgun þegar Ása Ninna fer í loftið með þáttinn Jólin eru að koma. Þar mun hún vera í beinu sambandi við hlustendur og heyra í þekktu fólki í þjóðfélaginu og athuga hvernig því gengur í lokaundirbúningnum fyrir jólahátíðina. „Þórdís Valsdóttir kemur í fyrsta sinn inn í jóladagskránna með hátíðarviðtal á jóladagsmorgunn við fjármálaráðherra okkar, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Það verður allt á mannlegum nótunum og ég reikna með að það verði lítið talað um tölur og ríkisfjármál.“ Undanfarin jól hefur Ívar verið með þáttinn Fyrsta jólalagið þar sem hann fær til sín tvo söngvara og tvær söngkonur. Í þættinum rifja þau upp fyrsta jólalagið sem þau sungu inn á plötu og síðan velja þau hvert um sig þrjú önnur lög sem verða spiluð í þættinum. „Þetta árið er það mikil ánægja að bjóða Heru Björk Þórhaldsdóttur, Bergsvein Arilíusson (Beggi í Sóldögg), Gunnar Ólason úr Skítamóral og Ruth Reginald sem hefur lítið verið í viðtölum við fjölmiðla undanfarna áratugi. Hún var tólf ára þegar hún söng fyrsta jólalagið inn á plötu árið 1977.“ Eftir hádegisfréttir á gamlársdag verður þátturinn Svali og félagar á dagskrá en hann var geysivinsæll á FM957 fyrir nokkrum árum. „Það verður bara þessi eini þáttur í boði en það er Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, sem stjórnar honum ásamt góðum gestum.“ Jólin verða nokkuð hefðbundin í ár hjá Ívari þar sem boðið verður upp á hangikjöt, hamborgarhrygg og graflaxsósu sem er leyniuppskrift eiginkonunnar. „Ég fæ ekki einu sinni að vita hvernig hún er búin til. Við eigum samtals fimm börn og þau þrjú elstu eru komin með maka og meira segja tvö barnabörn svo þetta verður bara rólegt og skemmtilegt. Ég held að ég sé alveg sæmilegt jólabarn en undanfarin ár hefur það skipt mestu máli að slakað á með fólkinu sínu.“ Jóladagskrá 2023 Laugardagur 23. des. Þorláksmessa 09:00 – 12:00 Bakaríið - Svavar og Ása Ninna.12:00 – 16:00 Helgin – Bragi Guðmunds.16:00 – 18:30 Hamingjustund Þjóðarinnar – Páll Sævar.18.30 – 19.00 Kvöldfréttir.19.00 – 23.00 Ívar Halldórs. Sunnudagur 24. des. Aðfangadagur 09.00 – 12.00 Jólin eru að koma - Ása Ninna ásamt Pétri Val. 12.00 – 12.08 Hádegisfréttir með Stöð 2. 12.08 – 16.00 Hvernig eru jólin hjá þér – Svali Kaldalóns. 16.00 – 18.00 Hátíðin gengur í garð - Ívar Guðmunds. 18.00 – 20.00 Hátíðartónar. 20.00 – 24.00 Erna Hrönn með létta jólatónlist. Fréttir kl. 10 á Bylgjunni og kl. 12 á Stöð 2 og Bylgjunni. Mánudagur 25. des. Jóladagur 10.00 – 12.00 Hátíðarviðtalið - Þórdís Vals talar við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. 12.00 – 12.05 Hádegisfréttir. 12.10 – 13.10 Bylgjan órafmögnuð – Jólaþáttur. Klara Elías, Jónas Sig, Una Torfa, Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún og Friðrik Dór. 13.00 – 16.00 Pétur Valmundar spilar bestu jólalögin. 16.00 – 18.30 Fyrsta jólalagið - Ívar Guðmundsson fær góða gesti í hús. Ruth Reginalds, Gunni Óla, Hera Björk og Beggi í Sóldögg. 18.30 – 18.45 Kvöldfréttir. 18.45 – 22.00 Jólatónlist - Ívar Halldórs. Fréttir kl. 12 á Bylgjunni og kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni. Þriðjudagur 26. des. Annar í jólum 09.00 – 12.00 Svali Kaldalóns 12.00 – 12.07 Hádegisfréttir. 12.20 – 16.00 Pétur Valmundar. 16.00 – 18.30 Hamingjustund Þjóðarinnar – Páll Sævar. 18.30 – 19.00 Kvöldfréttir. 19.00 – 23.00 Erna Hrönn. Fréttir kl. 12 á Bylgjunni og kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni. Fréttir: Þorláksmessa, laugardagur 23. des.: Hefðbundin helgar dagur. Aðfangadagur, sunnudagur 24. des.: Fréttir kl. 10 og 12 á Stöð 2 og Bylgjunni. Jóladagur, mánudagur 25. des.: Fréttir kl. 12 á Bylgjunni og kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni. Annar í jólum, þriðjudagur 26. des.: Fréttir kl. 12 á Bylgjunni og kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni. Áramótadagskrá 2023 Sunnudagur 31. des. Gamlársdagur 09.00 – 12.00 Reykjavík árdegis – áramótauppgjör. 12.00 – 12.20 Hádegisfréttir. 12.20 – 16.00 Svali og félagar - Árið að enda! 16.00 – 18.00 Áramótastund Þjóðarinnar – Páll Sævar. 20.00 – 04.00 Áramótavaktin – Ívar Guðmunds. Fréttir kl. 10 á Bylgjunni og kl. 12 á Stöð 2 og Bylgjunni. Mánudagur 1. jan. Nýársdagur 10.00 – 12.00 Kristján Kristjánsson með nýársviðtal. 12.00 – 12.15 Hádegisfréttir. 12.20 – 16.00 Árslistinn. 16.00 – 18.30 Pétur Valmundar. 18.30 – 01.00 Erna Hrönn. Fréttir kl. 12 og kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni. Bylgjan Jól Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Sjá meira
„Við höfum alla tíð lagt mikið upp úr því að brjóta upp dagskránna um jól og áramót,“ segir Ívar Guðmunds, útvarpsmaður á Bylgjunni. „Í gegnum tíðina höfum við boðið upp á ýmis hátíðarviðtöl við þekkt fólk í þjóðfélaginu eða gert þætti um tónlistarmenn. Þetta árið verður ekki undanskilið.“ Hægt er að kynna sér alla dagskrána í lok greinar. Dagskráin byrjar á aðfangadagsmorgun þegar Ása Ninna fer í loftið með þáttinn Jólin eru að koma. Þar mun hún vera í beinu sambandi við hlustendur og heyra í þekktu fólki í þjóðfélaginu og athuga hvernig því gengur í lokaundirbúningnum fyrir jólahátíðina. „Þórdís Valsdóttir kemur í fyrsta sinn inn í jóladagskránna með hátíðarviðtal á jóladagsmorgunn við fjármálaráðherra okkar, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Það verður allt á mannlegum nótunum og ég reikna með að það verði lítið talað um tölur og ríkisfjármál.“ Undanfarin jól hefur Ívar verið með þáttinn Fyrsta jólalagið þar sem hann fær til sín tvo söngvara og tvær söngkonur. Í þættinum rifja þau upp fyrsta jólalagið sem þau sungu inn á plötu og síðan velja þau hvert um sig þrjú önnur lög sem verða spiluð í þættinum. „Þetta árið er það mikil ánægja að bjóða Heru Björk Þórhaldsdóttur, Bergsvein Arilíusson (Beggi í Sóldögg), Gunnar Ólason úr Skítamóral og Ruth Reginald sem hefur lítið verið í viðtölum við fjölmiðla undanfarna áratugi. Hún var tólf ára þegar hún söng fyrsta jólalagið inn á plötu árið 1977.“ Eftir hádegisfréttir á gamlársdag verður þátturinn Svali og félagar á dagskrá en hann var geysivinsæll á FM957 fyrir nokkrum árum. „Það verður bara þessi eini þáttur í boði en það er Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, sem stjórnar honum ásamt góðum gestum.“ Jólin verða nokkuð hefðbundin í ár hjá Ívari þar sem boðið verður upp á hangikjöt, hamborgarhrygg og graflaxsósu sem er leyniuppskrift eiginkonunnar. „Ég fæ ekki einu sinni að vita hvernig hún er búin til. Við eigum samtals fimm börn og þau þrjú elstu eru komin með maka og meira segja tvö barnabörn svo þetta verður bara rólegt og skemmtilegt. Ég held að ég sé alveg sæmilegt jólabarn en undanfarin ár hefur það skipt mestu máli að slakað á með fólkinu sínu.“ Jóladagskrá 2023 Laugardagur 23. des. Þorláksmessa 09:00 – 12:00 Bakaríið - Svavar og Ása Ninna.12:00 – 16:00 Helgin – Bragi Guðmunds.16:00 – 18:30 Hamingjustund Þjóðarinnar – Páll Sævar.18.30 – 19.00 Kvöldfréttir.19.00 – 23.00 Ívar Halldórs. Sunnudagur 24. des. Aðfangadagur 09.00 – 12.00 Jólin eru að koma - Ása Ninna ásamt Pétri Val. 12.00 – 12.08 Hádegisfréttir með Stöð 2. 12.08 – 16.00 Hvernig eru jólin hjá þér – Svali Kaldalóns. 16.00 – 18.00 Hátíðin gengur í garð - Ívar Guðmunds. 18.00 – 20.00 Hátíðartónar. 20.00 – 24.00 Erna Hrönn með létta jólatónlist. Fréttir kl. 10 á Bylgjunni og kl. 12 á Stöð 2 og Bylgjunni. Mánudagur 25. des. Jóladagur 10.00 – 12.00 Hátíðarviðtalið - Þórdís Vals talar við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. 12.00 – 12.05 Hádegisfréttir. 12.10 – 13.10 Bylgjan órafmögnuð – Jólaþáttur. Klara Elías, Jónas Sig, Una Torfa, Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún og Friðrik Dór. 13.00 – 16.00 Pétur Valmundar spilar bestu jólalögin. 16.00 – 18.30 Fyrsta jólalagið - Ívar Guðmundsson fær góða gesti í hús. Ruth Reginalds, Gunni Óla, Hera Björk og Beggi í Sóldögg. 18.30 – 18.45 Kvöldfréttir. 18.45 – 22.00 Jólatónlist - Ívar Halldórs. Fréttir kl. 12 á Bylgjunni og kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni. Þriðjudagur 26. des. Annar í jólum 09.00 – 12.00 Svali Kaldalóns 12.00 – 12.07 Hádegisfréttir. 12.20 – 16.00 Pétur Valmundar. 16.00 – 18.30 Hamingjustund Þjóðarinnar – Páll Sævar. 18.30 – 19.00 Kvöldfréttir. 19.00 – 23.00 Erna Hrönn. Fréttir kl. 12 á Bylgjunni og kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni. Fréttir: Þorláksmessa, laugardagur 23. des.: Hefðbundin helgar dagur. Aðfangadagur, sunnudagur 24. des.: Fréttir kl. 10 og 12 á Stöð 2 og Bylgjunni. Jóladagur, mánudagur 25. des.: Fréttir kl. 12 á Bylgjunni og kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni. Annar í jólum, þriðjudagur 26. des.: Fréttir kl. 12 á Bylgjunni og kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni. Áramótadagskrá 2023 Sunnudagur 31. des. Gamlársdagur 09.00 – 12.00 Reykjavík árdegis – áramótauppgjör. 12.00 – 12.20 Hádegisfréttir. 12.20 – 16.00 Svali og félagar - Árið að enda! 16.00 – 18.00 Áramótastund Þjóðarinnar – Páll Sævar. 20.00 – 04.00 Áramótavaktin – Ívar Guðmunds. Fréttir kl. 10 á Bylgjunni og kl. 12 á Stöð 2 og Bylgjunni. Mánudagur 1. jan. Nýársdagur 10.00 – 12.00 Kristján Kristjánsson með nýársviðtal. 12.00 – 12.15 Hádegisfréttir. 12.20 – 16.00 Árslistinn. 16.00 – 18.30 Pétur Valmundar. 18.30 – 01.00 Erna Hrönn. Fréttir kl. 12 og kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni.
Bylgjan Jól Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Sjá meira