Sara sýndi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún var meðal áhorfenda á Anfield á stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Sara, sem er mikill stuðningsmaður Liverpool, fékk þó hvorki að sjá sitt lið vinna leikinn eða skora mark en ljómaði samt öll eftir leikinn.

Sara fékk nefnilega að hitta knattspyrnustjórann Jürgen Klopp og fyrirliðann Virgil van Dijk niðri við völlinn eftir leikinn.
Sara birti myndir af sér með þeim Klopp og Van Dijk. Textinn með var ekki langur en samt mjög táknrænn.
„Klípið mig“ og „Klípið mig tvisvar“ og það var augljóst á þessu að þetta var ógleymanleg stund fyrir Liverpoool stuðningsmann að komast svo nálægt þessum hetjum félagsins.
Sara hafði áður sagt frá því þegar hún fékk treyju frá Van Dijk en hollenski miðvörðurinn er í miklu uppáhaldi hjá okkar konu.
Liverpool missti toppsætið til Arsenal í gær en spennan er mikil á toppi deildarinnar og mörg félög virðast ætla að berjast um titilinn við Manchester City í vetur.
