Kristian Nökkvi hefur verið að gera góða hluti með Ajax á tímabilinu. Ajax hefur verið að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun og var fyrir leikinn í dag í 5. sæti deildarinnar.
Brian Brobbey kom Ajax í 2-0 forystu með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikspásuna. Kristian Nökkvi kom inn af varamannabekknum í hálfleik.
Lennart Thy minnkaði muninn fyrir Zwolle á 60. mínútu og þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma tókst Thy að jafna metin og tryggja Zwolle eitt stig.
Svekkjandi jafntefli fyrir Kristian Nökkva og félaga sem eru áfram í 5. sæti deildarinnar.