Leikur flautaður af eftir að leikmaður Luton hné niður á vellinum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 16:55 Hlúð að Tom Lockyer á vellinum í dag. Rob Edwards knattspyrnustjóri Luton Town stendur þarna ásamt leikmönnum. Vísir/Getty Tom Lockyer leikmaður Luton Town í ensku úrvalsdeildinni hneig niður á vellinum í leik liðsins gegn Bournemouth. Leikurinn var stöðvaður um leið og gengu leikmenn til búningsherbergja skömmu síðar. Tæplega stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik á Vitality Stadium þegar atvikið átti sér stað. Lockyer féll þá til jarðar og voru leikmenn fljótir að bregðast við og kalla eftir aðstoð. Þjálfari Luton Town, Rob Edwards, hljóp inn á völlinn og skipaði leikmönnum að gefa viðbragðaðilum pláss til að hlúa að Lockyer en augljóst var að um alvarlegt atvik var að ræða. Skömmu síðar gengu síðan leikmenn beggja liða til búningsherbergja og fyrir nokkrum mínútum var tilkynnt að leikurinn yrði ekki flautaður á að nýju. Leikmenn ganga af velli eftir atvikið í dag.Vísir/Getty Lockyer var borinn af vellinum en á Skysports kemur fram að liðslæknir Bournemouth hafi staðfest að Lockyer væri með meðvitund. Þetta er í annað sinn sem Lockyer hnígur niður í leik en svipað atvik átti sér stað í maí í úrslitaleik Luton og Coventry um sæti í úrvalsdeildinni. Tilfinningarnar báru Rob Edwards ofurliði þegar hann fór og þakkaði áhorfendum á Vitality leikvanginum eftir að leikurinn var flautaður af.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem Luton Town sendi frá sér eftir leik staðfesti félagið að Lockyer hefði farið í hjartastopp en hafi verið með meðvitund þegar hann var borinn af velli. „Hann fékk frekari meðhöndlun á leikvanginum og við viljum enn og aftur þakka læknateymum beggja liða fyrir þeirra vinnu. Tom var fluttur á sjúkrahús og við getum sagt stuðningsmönnum frá því að hann er í stöðugu ástandi. Hann gengst nú undir frekari rannsóknir og fjölskylda hans er hjá honum,“ segir í yfirlýsingu Luton Town. Fréttin var uppfærð með uppfærðri yfirlýsingu Luton Town. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Tæplega stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik á Vitality Stadium þegar atvikið átti sér stað. Lockyer féll þá til jarðar og voru leikmenn fljótir að bregðast við og kalla eftir aðstoð. Þjálfari Luton Town, Rob Edwards, hljóp inn á völlinn og skipaði leikmönnum að gefa viðbragðaðilum pláss til að hlúa að Lockyer en augljóst var að um alvarlegt atvik var að ræða. Skömmu síðar gengu síðan leikmenn beggja liða til búningsherbergja og fyrir nokkrum mínútum var tilkynnt að leikurinn yrði ekki flautaður á að nýju. Leikmenn ganga af velli eftir atvikið í dag.Vísir/Getty Lockyer var borinn af vellinum en á Skysports kemur fram að liðslæknir Bournemouth hafi staðfest að Lockyer væri með meðvitund. Þetta er í annað sinn sem Lockyer hnígur niður í leik en svipað atvik átti sér stað í maí í úrslitaleik Luton og Coventry um sæti í úrvalsdeildinni. Tilfinningarnar báru Rob Edwards ofurliði þegar hann fór og þakkaði áhorfendum á Vitality leikvanginum eftir að leikurinn var flautaður af.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem Luton Town sendi frá sér eftir leik staðfesti félagið að Lockyer hefði farið í hjartastopp en hafi verið með meðvitund þegar hann var borinn af velli. „Hann fékk frekari meðhöndlun á leikvanginum og við viljum enn og aftur þakka læknateymum beggja liða fyrir þeirra vinnu. Tom var fluttur á sjúkrahús og við getum sagt stuðningsmönnum frá því að hann er í stöðugu ástandi. Hann gengst nú undir frekari rannsóknir og fjölskylda hans er hjá honum,“ segir í yfirlýsingu Luton Town. Fréttin var uppfærð með uppfærðri yfirlýsingu Luton Town.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29