Allt í skrúfunni hjá Detroit Pistons sem hefur tapað 22 í röð Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 13:12 Cade Cunningham var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu 2021 Nic Antaya/Getty Images Hvorki gengur né rekur hjá Detroit Pistons í NBA-deildinni þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum 22. leik í röð. Pistons töpuðu í nótt gegn Philadelphia 76ers, 124-92 en þetta var önnur viðureign liðanna í röð. Pistons töpuðu fyrri leiknum 111-129 og skráðu sig þar með í eigin sögubækur en 21. tap liðsins í röð er félagsmet. Gengi þessa fornfræga liðs síðustu ár hefur ekki verið upp á marga fiska en á móti hefur liðið fengið að velja snemma í nýliðavalinu nokkuð reglulega en að vísu misst ansi oft af fyrsta valrétti. 2021 fékk liðið loks hinn eftirsótta fyrsta valrétt og varð Cade Cunningham fyrir valinu. Ógæfu Pistons verður greinilega allt að vopni en Cunningham misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Fyrir tímabilið í ár fékk liðið 5. valrétt og völdu Ausar Thompson, sem hingað til hefur farið nokkuð rólega af stað og er að skila liðinu um tíu stigum í leik og átta stoðsendingum. Verstu taphrinur sögunnar Pistons, sem byrjuðu tímabilið á að vinna tvo af fyrstu þrjá leikjum sínum en síðan ekki söguna meir, eiga enn nokkuð í að jafna verstu taphrinur sögunnar í NBA. Aðeins sjö lið hafa náð þeim óeftirsótta árangri að tapa 20 leikjum eða fleirum í röð á einu tímabili. Metið er í höndum tveggja liða. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum tímabilið 2010-11, sem var fyrsta tímabil liðsins eftir að LeBron James hélt suður til Flórída. Liðið endaði tímabilið með 19 sigra og 63 töp. Tímabilið 2013-14 jafnaði Philadelphia 76ers metið og enduðu með sama sigurhlutfall og Cavs, 19 sigra, 63 töp. Sixers treystu ferlinu og völdu Joel Embiid svo í nýliðavalinu vorið eftir. Hin liðin sem hafa staðið sig svona hörmulega eru Charlotte Bobcats tímabilið 2011-12. Liðið tapaði 23 leikjum í röð og vann aðeins sjö leiki alls. Tímabilið 1997-98 tapaði Denver Nuggest 23 leikjum í röð og vann aðeins ellefu alls. Vancouver Grizzlies átti hræðilegt tímabilið 1995-96, sem var jafnframt þeirra fyrsta tímabil í deildinni. Liðið tapaði 19 leikjum í röð, sótti einn sigur og tapaði svo 23 í röð. Þá eru þrjú lið sem hafa afrekað að tapa sléttum 20 leikjum í röð. Þau eru Houston Rockets tímabilið 2020-21 og 17 sigrar alls, Dallas Mavericks 1993-94 og 13 sigrar alls og loks Philadelphia 76ers 1972-73 með níu sigra alls. Körfubolti NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Pistons töpuðu í nótt gegn Philadelphia 76ers, 124-92 en þetta var önnur viðureign liðanna í röð. Pistons töpuðu fyrri leiknum 111-129 og skráðu sig þar með í eigin sögubækur en 21. tap liðsins í röð er félagsmet. Gengi þessa fornfræga liðs síðustu ár hefur ekki verið upp á marga fiska en á móti hefur liðið fengið að velja snemma í nýliðavalinu nokkuð reglulega en að vísu misst ansi oft af fyrsta valrétti. 2021 fékk liðið loks hinn eftirsótta fyrsta valrétt og varð Cade Cunningham fyrir valinu. Ógæfu Pistons verður greinilega allt að vopni en Cunningham misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Fyrir tímabilið í ár fékk liðið 5. valrétt og völdu Ausar Thompson, sem hingað til hefur farið nokkuð rólega af stað og er að skila liðinu um tíu stigum í leik og átta stoðsendingum. Verstu taphrinur sögunnar Pistons, sem byrjuðu tímabilið á að vinna tvo af fyrstu þrjá leikjum sínum en síðan ekki söguna meir, eiga enn nokkuð í að jafna verstu taphrinur sögunnar í NBA. Aðeins sjö lið hafa náð þeim óeftirsótta árangri að tapa 20 leikjum eða fleirum í röð á einu tímabili. Metið er í höndum tveggja liða. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum tímabilið 2010-11, sem var fyrsta tímabil liðsins eftir að LeBron James hélt suður til Flórída. Liðið endaði tímabilið með 19 sigra og 63 töp. Tímabilið 2013-14 jafnaði Philadelphia 76ers metið og enduðu með sama sigurhlutfall og Cavs, 19 sigra, 63 töp. Sixers treystu ferlinu og völdu Joel Embiid svo í nýliðavalinu vorið eftir. Hin liðin sem hafa staðið sig svona hörmulega eru Charlotte Bobcats tímabilið 2011-12. Liðið tapaði 23 leikjum í röð og vann aðeins sjö leiki alls. Tímabilið 1997-98 tapaði Denver Nuggest 23 leikjum í röð og vann aðeins ellefu alls. Vancouver Grizzlies átti hræðilegt tímabilið 1995-96, sem var jafnframt þeirra fyrsta tímabil í deildinni. Liðið tapaði 19 leikjum í röð, sótti einn sigur og tapaði svo 23 í röð. Þá eru þrjú lið sem hafa afrekað að tapa sléttum 20 leikjum í röð. Þau eru Houston Rockets tímabilið 2020-21 og 17 sigrar alls, Dallas Mavericks 1993-94 og 13 sigrar alls og loks Philadelphia 76ers 1972-73 með níu sigra alls.
Körfubolti NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira