Fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 12:00 Sögulegur samningur Shohei Ohtani við Los Angeles Dodgers er nú orðinn enn sögulegri. Getty/ Jim McIsaac Japanski hafnaboltamaðurinn Shohei Ohtani skrifaði undir risasamning við Los Angeles Dodgers á dögunum og færir sig því á milli liða í Los Angeles borg. Ohtani er frábær leikmaður og hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður MLB-deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann þykir einn sá besti í sögunni og hefur verið líkt við Babe Ruth vegna fjölhæfni sinnar. WOW! Shohei Ohtani will be deferring $68M per year during his 10-year contract with the Dodgers, allowing the team to keep spending, per @FabianArdaya He will get paid $68M per year from 2034-2043 pic.twitter.com/m7oi57qmqc— FOX Sports: MLB (@MLBONFOX) December 11, 2023 Ohtani mun fá sjö hundruð milljónir dollara borgaða fyrir tíu tímabil með Dodgers en það eru 98 milljarðar króna. Þetta er algjör metsamningur í bandarískum atvinnumannaíþróttum en það er ekki það eina sem er sérstakt við hann. Það er þekkt að sumir leikmenn hafa fórnað peningum í samningum sínum til að auðvelda liði sínu að semja við betri leikmenn. Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar, skildi þannig stórar upphæðir eftir á borðinu, en vann í staðinn marga titla með New England Patriots liðinu. Ohtani og Dodgers bjóða upp á nýja útgáfu af slíkum samningi en þó með þeirri undantekningu að Ohtani fær allar sínar milljónir á endanum. Laun Ohtani verða tvær milljónir dollara á ári næstu tíu árin, 282 milljónir króna, sem er svo sem alls ekki slæmt. Þá verður hann þó aðeins búinn að fá borgaða 20 af 700 milljónum samningsins. Hann fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034. Hann mun í staðinn fá 68 milljónir dollara á ári frá 2034 til 2043 eða meira en 9,5 milljarða króna á hverju ári. Árið 2034 verður Ohtani fertugur og hann verður 49 ára gamall þegar síðasti launagreiðslan fer inn á reikning hans. Los Angeles Dodgers mun því hafa meira pláss undir launaþakinu til að semja við öfluga leikmenn til að spila með Ohtani á næstu árum. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Hafnabolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Ohtani er frábær leikmaður og hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður MLB-deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann þykir einn sá besti í sögunni og hefur verið líkt við Babe Ruth vegna fjölhæfni sinnar. WOW! Shohei Ohtani will be deferring $68M per year during his 10-year contract with the Dodgers, allowing the team to keep spending, per @FabianArdaya He will get paid $68M per year from 2034-2043 pic.twitter.com/m7oi57qmqc— FOX Sports: MLB (@MLBONFOX) December 11, 2023 Ohtani mun fá sjö hundruð milljónir dollara borgaða fyrir tíu tímabil með Dodgers en það eru 98 milljarðar króna. Þetta er algjör metsamningur í bandarískum atvinnumannaíþróttum en það er ekki það eina sem er sérstakt við hann. Það er þekkt að sumir leikmenn hafa fórnað peningum í samningum sínum til að auðvelda liði sínu að semja við betri leikmenn. Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar, skildi þannig stórar upphæðir eftir á borðinu, en vann í staðinn marga titla með New England Patriots liðinu. Ohtani og Dodgers bjóða upp á nýja útgáfu af slíkum samningi en þó með þeirri undantekningu að Ohtani fær allar sínar milljónir á endanum. Laun Ohtani verða tvær milljónir dollara á ári næstu tíu árin, 282 milljónir króna, sem er svo sem alls ekki slæmt. Þá verður hann þó aðeins búinn að fá borgaða 20 af 700 milljónum samningsins. Hann fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034. Hann mun í staðinn fá 68 milljónir dollara á ári frá 2034 til 2043 eða meira en 9,5 milljarða króna á hverju ári. Árið 2034 verður Ohtani fertugur og hann verður 49 ára gamall þegar síðasti launagreiðslan fer inn á reikning hans. Los Angeles Dodgers mun því hafa meira pláss undir launaþakinu til að semja við öfluga leikmenn til að spila með Ohtani á næstu árum. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Hafnabolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira