Þrefaldir meistarar klófesta Emilíu sem færist nær bróður sínum Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2023 13:02 Emelía Óskarsdóttir hefur skrifað undir samning við dönsku meistarana í HB Köge. HB Köge Danska knattspyrnufélagið HB Köge, sem orðið hefur meistari þrjú síðustu ár í röð, hefur fengið til sín hina 17 ára gömlu Emelíu Óskarsdóttur. Emelía kemur til Köge frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún spilaði níu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Fyrri hluta tímabilsins var hún að láni hjá Selfossi og spilaði tíu leiki í Bestu deildinni hér á landi. Emelía er dóttir þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem nú er orðinn þjálfari Haugesund í Noregi, og systir Orra Steins sem leikur með FC Kaupmannahöfn. Innan við fimmtíu kílómetrar eru á milli Kaupmannahafnar og Köge. „Við höfum lengi fylgst með Emilíu og áður reynt að fá hana til HB Köge. En það hafa fleiri félög séð hvaða hæfileika hún hefur svo það tókst ekki í fyrstu tilraun. Við erum því þeim mun ánægðari með að þetta skyldi heppnast núna,“ sagði Kim Daugaard, þjálfari HB Köge, við heimasíðu félagsins. „Emelía er virkilega drífandi, bæði sem manneskja og með boltann fyrir framan sig, svo við hlökkum til að fá hana til félagsins,“ sagði Daugaard. Emelía er uppalin hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og lék sína fyrstu leiktíð í meistaraflokki aðeins 14 ára gömul, í Lengjudeildinni, árið 2020. Frá Gróttu fór Emelía til Ballerup-Skovlunde í Danmörku, og þaðan til Kristianstad í janúar 2022. „Ég er sannfærð um að það að semja við HB Köge er hárrétt skref fyrir mig og minn feril. Umhverfið hjá félaginu og umgjörðin í kringum kvennafótboltann er þannig að ég veit að ég fæ bestu aðstæður til að þróast sem leikmaður og líka sem manneskja. Ég hef þegar kynnst starfsfólkinu og leikmannahópnum og fengið mjög góðar móttökur, svo að núna hlakka ég bara mikið til þess að byrja og hefja nýtt ævintýri í HB Köge,“ sagði Emilía við heimasíðu félagsins. Emilía mætir til starfa 18. janúar, á fyrstu æfingu eftir jólafrí. Köge er sem stendur í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir Bröndby með þær Kristínu Dís Árnadóttur og nú Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur innanborðs. Danski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Emelía kemur til Köge frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún spilaði níu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Fyrri hluta tímabilsins var hún að láni hjá Selfossi og spilaði tíu leiki í Bestu deildinni hér á landi. Emelía er dóttir þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem nú er orðinn þjálfari Haugesund í Noregi, og systir Orra Steins sem leikur með FC Kaupmannahöfn. Innan við fimmtíu kílómetrar eru á milli Kaupmannahafnar og Köge. „Við höfum lengi fylgst með Emilíu og áður reynt að fá hana til HB Köge. En það hafa fleiri félög séð hvaða hæfileika hún hefur svo það tókst ekki í fyrstu tilraun. Við erum því þeim mun ánægðari með að þetta skyldi heppnast núna,“ sagði Kim Daugaard, þjálfari HB Köge, við heimasíðu félagsins. „Emelía er virkilega drífandi, bæði sem manneskja og með boltann fyrir framan sig, svo við hlökkum til að fá hana til félagsins,“ sagði Daugaard. Emelía er uppalin hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og lék sína fyrstu leiktíð í meistaraflokki aðeins 14 ára gömul, í Lengjudeildinni, árið 2020. Frá Gróttu fór Emelía til Ballerup-Skovlunde í Danmörku, og þaðan til Kristianstad í janúar 2022. „Ég er sannfærð um að það að semja við HB Köge er hárrétt skref fyrir mig og minn feril. Umhverfið hjá félaginu og umgjörðin í kringum kvennafótboltann er þannig að ég veit að ég fæ bestu aðstæður til að þróast sem leikmaður og líka sem manneskja. Ég hef þegar kynnst starfsfólkinu og leikmannahópnum og fengið mjög góðar móttökur, svo að núna hlakka ég bara mikið til þess að byrja og hefja nýtt ævintýri í HB Köge,“ sagði Emilía við heimasíðu félagsins. Emilía mætir til starfa 18. janúar, á fyrstu æfingu eftir jólafrí. Köge er sem stendur í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir Bröndby með þær Kristínu Dís Árnadóttur og nú Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur innanborðs.
Danski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira