Keppnisferð Söru breyttist í mikla ævintýraferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttir gat ekki keppt en nýtt ferðina til Ástralíu samt vel. @sarasigmunds Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Sara Sigmundsdóttir hafi gert gott úr ferðinni til Ástralíu þrátt fyrir mótlæti og enn ein vonbrigðin. Sara flaug hálfan hnöttinn og alla leið til Ástralíu til að keppa á Down Under Championship mótinu sem fór fram á dögunum. Ekkert varð þó af því að hún keppti þar. Sara var mætt snemma út og ætlaði að stimpla sig aftur inn eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á Rouge Invitational mótinu og ekki náð að komast inn á heimsleikana síðasta haust. Mótlæti og meiðsli hafa herjað á okkar konu síðustu árum eða allar götur síðan hún sleit krossband rétt fyrir 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Í undirbúningi sínum fyrir mótið í Wollongong í New South Wales þá fór Sara hins vegar að finna til óþæginda þegar hún hljóp og þetta ágerðist meira og meira. Á endanum var það eina skynsamlega í stöðunni að hætta við keppni og reyna að ná sér góðri fyrir komandi tímabil. Sara hefur ekki verið með á heimsleikunum þrjú undanfarin ár og þarf að mæta heil inn í komandi CrossFit tímabil ef hún ætlar að ná að breyta þeirri svekkjandi þróun hjá sér. Sara skrifaði póst um þessa erfiðuðu ákvörðun þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hafi öðrum fremur haldið henni gangandi á þessum þremur vonbrigðaárum. Ef Sara er þekkt fyrir eitthvað þá er það að halda alltaf áfram og sjá það jákvæða og góða út úr öllu. Hún breytti því keppnisferð sinni til Ástralíu í mikla ævintýraferð. Þeir sem eru á leið til Ástralíu á næstunni ættu þannig að geta fengið góðar leiðbeiningar frá okkar konu. Sara sagði frá öllum ævintýrastöðunum sem hún heimsótti í pistli á samfélagmiðlum. „Af því að ég náði ekki að keppa á Down Under mótinu þá ákvað ég í staðinn að merkja við fullt af stöðum af lífsóskalistanum yfir þau ævintýri sem mig dreymdi um að upplifa í Ástralíu,“ skrifaði Sara. „Þetta var miklu meira en stórkostlegt. Nú er ég á leiðinni til Dúbæ til að skipuleggja endurhæfingu mína með hinum einum og sanna Nik,“ skrifaði Sara og er þar að tala um Nik Jordan hjá Momentum. „Hér eru nokkrir af þeim ótrúlegu stöðum sem ég heimsótti í síðustu viku ef þú ert að hugsa um að finna þér staði í Ástralíu á lífsóskalistann þinn,“ skrifaði Sara. Það má sjá listann hennar hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Sara flaug hálfan hnöttinn og alla leið til Ástralíu til að keppa á Down Under Championship mótinu sem fór fram á dögunum. Ekkert varð þó af því að hún keppti þar. Sara var mætt snemma út og ætlaði að stimpla sig aftur inn eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á Rouge Invitational mótinu og ekki náð að komast inn á heimsleikana síðasta haust. Mótlæti og meiðsli hafa herjað á okkar konu síðustu árum eða allar götur síðan hún sleit krossband rétt fyrir 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Í undirbúningi sínum fyrir mótið í Wollongong í New South Wales þá fór Sara hins vegar að finna til óþæginda þegar hún hljóp og þetta ágerðist meira og meira. Á endanum var það eina skynsamlega í stöðunni að hætta við keppni og reyna að ná sér góðri fyrir komandi tímabil. Sara hefur ekki verið með á heimsleikunum þrjú undanfarin ár og þarf að mæta heil inn í komandi CrossFit tímabil ef hún ætlar að ná að breyta þeirri svekkjandi þróun hjá sér. Sara skrifaði póst um þessa erfiðuðu ákvörðun þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hafi öðrum fremur haldið henni gangandi á þessum þremur vonbrigðaárum. Ef Sara er þekkt fyrir eitthvað þá er það að halda alltaf áfram og sjá það jákvæða og góða út úr öllu. Hún breytti því keppnisferð sinni til Ástralíu í mikla ævintýraferð. Þeir sem eru á leið til Ástralíu á næstunni ættu þannig að geta fengið góðar leiðbeiningar frá okkar konu. Sara sagði frá öllum ævintýrastöðunum sem hún heimsótti í pistli á samfélagmiðlum. „Af því að ég náði ekki að keppa á Down Under mótinu þá ákvað ég í staðinn að merkja við fullt af stöðum af lífsóskalistanum yfir þau ævintýri sem mig dreymdi um að upplifa í Ástralíu,“ skrifaði Sara. „Þetta var miklu meira en stórkostlegt. Nú er ég á leiðinni til Dúbæ til að skipuleggja endurhæfingu mína með hinum einum og sanna Nik,“ skrifaði Sara og er þar að tala um Nik Jordan hjá Momentum. „Hér eru nokkrir af þeim ótrúlegu stöðum sem ég heimsótti í síðustu viku ef þú ert að hugsa um að finna þér staði í Ástralíu á lífsóskalistann þinn,“ skrifaði Sara. Það má sjá listann hennar hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira