Fyrrverandi leikmaður Liverpool spilaði allan ferilinn með heilaæxli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 08:01 Dominic Matteo liggur hér meiddur í grasinu í leik með Liverpool en hann vissi ekki að æxli væri að vaxa í heila hans frá því að hann var barn. Getty/Matthew Ashton Skoski knattspyrnumaðurinn Dominic Matteo segir frá glímu sinni við krabbamein í heila í nýju viðtali við Guardian en hann fór í aðgerð fyrir fjórum árum þar sem meinið var fjarlægt. Matteo átti erfitt eftir aðgerðina og segir sem dæmi frá því þegar læknirinn bað hann um að teikna kassa. Þegar hann fór að teikna þá teiknaði hann hring en ekki kassa. „Ég gat bara ekki teiknað kassa. Ég skammaðist mín svo og ég var svo pirraður. Þetta var mjög erfitt hjá mér á þessum tímapunkti. Þetta var svo skrítið,“ sagði Dominic Matteo í viðtalinu við Guardian. Dominic Matteo: Basically, I played my whole football career with a brain tumour https://t.co/qCgoGFJERG— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2023 Matteo kom upp um unglingastarfið hjá Liverpool og var leikmaður aðalliðs félagsins frá 1992 til 2000. Hann fór þaðan til Leeds og endaði ferillinn hjá Blackburn Rovers og Stoke City. Ferli hans lauk árið 2009 en síðasta leikinn spilaði hann með Stoke í enska deildarbikarnum á 2008-09 tímabilinu. Læknarnir höfðu komist að því að æxlið hafi verið að vaxa við höfuðkúpu hans síðan hann var barn. „Þannig að ég spilaði allan fótboltaferilinn með heilaæxli. Ég hefði kannski verið allt annar leikmaður án þess,“ sagði Matteo í léttum tón. Eftir aðgerðina þurfti Matteo að gangast undir geislameðferð. Við tók síðan mikil endurhæfing sem er hvergi nærri lokið. Iðjuþjálfinn var sem dæmi vanur að fara með hann í stórmarkað til að láta hann æfa sig í því að kaupa í matinn. Matteo viðurkennir að hann hafi ekki verið vanur því að biðja fólk um hjálp en nú hugsar hann hlutina á allt annan hátt. Hans litlu sigrar eru nú að leysa hin minnstu verkefni rétt. „Það er mikill munur á mér, eins og dagur og nótt. Ég vil samt ekki fara fram úr sjálfum mér. Ég hef ekki efni á því að vera sjálfumglaður. Ég lifi fyrir núið og á góða daga inn á milli,“ sagði Matteo en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Matteo spilaði sex landsleiki fyrir Skotland og lék alls 155 leiki fyrir Liverpool. Liverpool seldi hann til Leeds í ágúst 2000. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Matteo átti erfitt eftir aðgerðina og segir sem dæmi frá því þegar læknirinn bað hann um að teikna kassa. Þegar hann fór að teikna þá teiknaði hann hring en ekki kassa. „Ég gat bara ekki teiknað kassa. Ég skammaðist mín svo og ég var svo pirraður. Þetta var mjög erfitt hjá mér á þessum tímapunkti. Þetta var svo skrítið,“ sagði Dominic Matteo í viðtalinu við Guardian. Dominic Matteo: Basically, I played my whole football career with a brain tumour https://t.co/qCgoGFJERG— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2023 Matteo kom upp um unglingastarfið hjá Liverpool og var leikmaður aðalliðs félagsins frá 1992 til 2000. Hann fór þaðan til Leeds og endaði ferillinn hjá Blackburn Rovers og Stoke City. Ferli hans lauk árið 2009 en síðasta leikinn spilaði hann með Stoke í enska deildarbikarnum á 2008-09 tímabilinu. Læknarnir höfðu komist að því að æxlið hafi verið að vaxa við höfuðkúpu hans síðan hann var barn. „Þannig að ég spilaði allan fótboltaferilinn með heilaæxli. Ég hefði kannski verið allt annar leikmaður án þess,“ sagði Matteo í léttum tón. Eftir aðgerðina þurfti Matteo að gangast undir geislameðferð. Við tók síðan mikil endurhæfing sem er hvergi nærri lokið. Iðjuþjálfinn var sem dæmi vanur að fara með hann í stórmarkað til að láta hann æfa sig í því að kaupa í matinn. Matteo viðurkennir að hann hafi ekki verið vanur því að biðja fólk um hjálp en nú hugsar hann hlutina á allt annan hátt. Hans litlu sigrar eru nú að leysa hin minnstu verkefni rétt. „Það er mikill munur á mér, eins og dagur og nótt. Ég vil samt ekki fara fram úr sjálfum mér. Ég hef ekki efni á því að vera sjálfumglaður. Ég lifi fyrir núið og á góða daga inn á milli,“ sagði Matteo en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Matteo spilaði sex landsleiki fyrir Skotland og lék alls 155 leiki fyrir Liverpool. Liverpool seldi hann til Leeds í ágúst 2000. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira