„Hann er búinn að missa boltann … dómarinn bara „ekkert mál LeBron minn, gjörðu svo vel,““ sagði Hörður Unnsteinsson á meðan atvikið rúllar á skjánum. Heyra má Tómas Steindórsson hlægja sig máttlausan í bakgrunn meðan Hörður og Kjartan Atli Kjartansson ræða leikhléið og það sem fór fram á vellinum.
Hörður er harður á því að Austin Reaves hafi misst boltann áður en LeBron James kallar leikhléið. Hvort sérfræðingarnir ræði það að boltinn fari af fæti leikmanns Phoenix Suns kemur í ljós í þætti kvöldsins.
Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Lögmál leiksins er svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld.