Mahomes öskureiður í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 13:31 Patrick Mahomes var mjög reiður í leikslok eftir tap Kansas City Chiefs á móti Buffalo Bills. Getty/Jamie Squire Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs töpuðu á heimavelli í NFL deildinni í gær og það er óhætt að segja að leikstjórnandi liðsins hafi verið mjög ósáttur í leikslok. Mahomes er þekktur fyrir prúðmannlega framkomu og yfirvegun en hann var gjörsamleg bandbrjálaður í leikslok eftir að snertimark var dæmt af Chiefs í blálokin. Bills vann leikinn 20-17. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Snertimarkið var stórglæsilegt þar sem innherjinn Travis Kelce hélt sókninni áfram með því að gefa boltann aftur til baka á útherjann Kadarius Toney sem skoraði. Dómarar leiksins dæmdu það hins vegar ógilt af því að Toney hafði stillt sér vitlaust upp - fór yfir bardagalínuna áður en sóknin hófst. Þetta var auðvitað mikil synd enda var þetta frábært snertimark sem sýndi enn á ný útsjónarsemi hins magnaða Kelce. Mahomes talaði meðal annars um það að hann vonaði að þetta snertimark yrði sýnt þegar Kelce verður tekinn inn í Heiðurshöllina. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Það þurfti að halda aftur af Mahomes í leikslok þar sem hann öskraði á dómarana og hann lét dómarana líka heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þjálfari hans Andy Reid, var líka mjög gagnrýninn á þennan dóm. Þetta var fjórða tap Chiefs liðsins í síðustu sex leikjum en Buffalo Bills varð aftur á móti að vinna ætlaði liðið sér að komast í úrslitakeppnina. San Francisco 49ers hélt áfram sigurgöngu sinni með fimmta sigrinum í röð en Philadelphia Eagles er hins vegar búið að tapa tveimur leikjum í röð eftir tap á móti Dallas Cowboys í nótt. Dallas liðið er einnig búið að vinna fimm leiki í röð og er efst í Þjóðardeildinni með 49ers en bæði hafa unnið tíu leiki og tapað þremur. Baltimore Ravens vann Los Angeles Rams á dramatískan hátt í framlengingu og er með bestan árangur í Ameríkudeildinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24 NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Mahomes er þekktur fyrir prúðmannlega framkomu og yfirvegun en hann var gjörsamleg bandbrjálaður í leikslok eftir að snertimark var dæmt af Chiefs í blálokin. Bills vann leikinn 20-17. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Snertimarkið var stórglæsilegt þar sem innherjinn Travis Kelce hélt sókninni áfram með því að gefa boltann aftur til baka á útherjann Kadarius Toney sem skoraði. Dómarar leiksins dæmdu það hins vegar ógilt af því að Toney hafði stillt sér vitlaust upp - fór yfir bardagalínuna áður en sóknin hófst. Þetta var auðvitað mikil synd enda var þetta frábært snertimark sem sýndi enn á ný útsjónarsemi hins magnaða Kelce. Mahomes talaði meðal annars um það að hann vonaði að þetta snertimark yrði sýnt þegar Kelce verður tekinn inn í Heiðurshöllina. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Það þurfti að halda aftur af Mahomes í leikslok þar sem hann öskraði á dómarana og hann lét dómarana líka heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þjálfari hans Andy Reid, var líka mjög gagnrýninn á þennan dóm. Þetta var fjórða tap Chiefs liðsins í síðustu sex leikjum en Buffalo Bills varð aftur á móti að vinna ætlaði liðið sér að komast í úrslitakeppnina. San Francisco 49ers hélt áfram sigurgöngu sinni með fimmta sigrinum í röð en Philadelphia Eagles er hins vegar búið að tapa tveimur leikjum í röð eftir tap á móti Dallas Cowboys í nótt. Dallas liðið er einnig búið að vinna fimm leiki í röð og er efst í Þjóðardeildinni með 49ers en bæði hafa unnið tíu leiki og tapað þremur. Baltimore Ravens vann Los Angeles Rams á dramatískan hátt í framlengingu og er með bestan árangur í Ameríkudeildinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24
NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira