Myndin er tekin í stúdíói af ljósmyndararnum Joe Shinner og þar má sjá Vilhjálm og Katrínu með börnunum þremur: hinum tíu ára Georgi prinsi, hinni átta ára Karlottu prinsessu og hinum fimm ára Lúðvíki prinsi.
Fjölskyldan er í stíl á myndinni, nokkuð formleg og klædd í skyrtur með kraga. Katrín og Karlotta eru báðar í gallabuxum á meðan hinir þrír eru í svörtum buxum. Loðvík er að vísu í stuttbuxum en það sem meira er þá er löngutöng hans hvergi að sjá. Netverjar hafa gert mikið grín að þessu meinta klúðri á meðan ljósmyndasérfræðingar telja alls ekki víst að átt hafi verið við myndina.
Fyrir utan löngutangarleysið er þessi svarthvíta mynd nokkuð frábrugðin fyrri jólakveðjum fjölskyldunnar, til dæmis var fjölskyldan í sumarklæðnaði og stuttbuxum á jólakortinu 2022.

Árið í ár hefur verið viðburðaríkt fyrir Vilhjálm og Katrínu þar sem hlutu nýja titla við krýningu Karls þriðja. Þá færðust bæði Vilhjálmur og Georg nær krúnunni enda næstir í röðinni á eftir Karli.