Búast við stormi um miðja viku Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 07:21 Á miðvikudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Vísir/Hanna Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu. Þannig heldur það áfram þar til um miðja viku þegar allhvöss sunnanátt og rigning tekur við. Samhliða því hlýnar og á fimmtudag er samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings von á stormi. Víða verður þurrt veður og bjartir kaflar, en lítilsháttar él við austurströndina. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar að svolítil él gætu látið á sér kræla á stöku stað við vesturströndina seint í dag. Á vef Vegagerðarinnar, umferd.is, kemur fram að víðast er greiðfært en þó hálka eða hálkublettir víða. Á morgun verður vestan og norðvestanátt, ýmist gola eða kaldi. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost yfirleitt á bilinu núll til tíu stig. Mikil veðurviðbrigði Þá kemur fram að undir miðja viku gæti veðrið breyst. Á miðvikudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Síðan snýst í suðvestan hvassviðri eða storm á fimmtudag með éljum og kólnar aftur niður að frostmarki. „Þetta verða mikil viðbrigði frá rólegu veðri síðustu daga og um að gera að láta þessa veðrabreytingu ekki koma sér á óvart,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Vestan og norðvestan 3-10 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost 0 til 10 stig. Á þriðjudag: Suðlæg átt 3-8 m/s á austanverðu landinu, þurrt og bjart veður og frost 4 til 12 stig. Gengur í sunnan 8-13 vestantil og þykknar upp með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning um kvöldið og hlýnar. Á miðvikudag: Sunnan 13-20 og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 og él, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en síðar vaxandi sunnanátt og rigning. Á laugardag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með rigningu. Veður Færð á vegum Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira
Víða verður þurrt veður og bjartir kaflar, en lítilsháttar él við austurströndina. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar að svolítil él gætu látið á sér kræla á stöku stað við vesturströndina seint í dag. Á vef Vegagerðarinnar, umferd.is, kemur fram að víðast er greiðfært en þó hálka eða hálkublettir víða. Á morgun verður vestan og norðvestanátt, ýmist gola eða kaldi. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost yfirleitt á bilinu núll til tíu stig. Mikil veðurviðbrigði Þá kemur fram að undir miðja viku gæti veðrið breyst. Á miðvikudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Síðan snýst í suðvestan hvassviðri eða storm á fimmtudag með éljum og kólnar aftur niður að frostmarki. „Þetta verða mikil viðbrigði frá rólegu veðri síðustu daga og um að gera að láta þessa veðrabreytingu ekki koma sér á óvart,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Vestan og norðvestan 3-10 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost 0 til 10 stig. Á þriðjudag: Suðlæg átt 3-8 m/s á austanverðu landinu, þurrt og bjart veður og frost 4 til 12 stig. Gengur í sunnan 8-13 vestantil og þykknar upp með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning um kvöldið og hlýnar. Á miðvikudag: Sunnan 13-20 og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 og él, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en síðar vaxandi sunnanátt og rigning. Á laugardag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með rigningu.
Veður Færð á vegum Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira