Mikil ánægja með mælaborð Byggðastofnunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2023 20:31 Þorkell Stefánsson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í nýju mælaborði Byggðastofnunar verður hægt að skoða tekjur einstaklinga eftir sveitarfélögum og hvernig heildartekjur íbúa skiptast niður í launagreiðslur, lífeyrisgreiðslur og fjármagnstekjur. Þá kemur fram í íbúakönnun stofnunarinnar að íbúar í Vestmannaeyjum eru hamingjusamastir Íslendinga og íbúar á Snæfellsnesi fylgja þar strax á eftir. Það er ánægjulegt að sjá hvað mælaborð Byggðastofnunar á heimasíðu stofnunarinnar er að slá í gegn enda á starfsfólkið heiður skilin fyrir sín störf að koma öllum þessum upplýsingum þarna inn og halda jafn vel utan um mælaborðið eins og raun ber vitni. En hverju á mælaborðið að skila? „Þetta á að skila því að umræðan sé byggð á gögnum og einhverjum staðreyndum, bæði umræðan og svo ákvarðanir, sem eru teknar hvort sem það er útdeiling á fjármagni eða einhver aðstoð til dæmis sem við erum hérna með hjá Byggðastofnun,“ segir Þorkell Stefánsson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar. Í nýju mælaborði, sem verður opnað nú í desember geta allir séð athyglisverðar upplýsingar, sem búið er að taka saman og byggir á gögnum frá Hagstofunni. „Það eru tekjur einstaklinga eftir svæðum og það sem er skemmtilegt þar er að skoða til dæmis hvernig heildartekjur einstaklinga skiptast niður í launagreiðslur, sem voru árið 2022 71%, lífeyrisgreiðslur 10%, fjármagnstekjur 9% og svo framvegis og svo skoða þetta eftir svæðum,“ segir Þorkell. Og forstjórinn er stoltur af mælaborðunum. „Já, þessi mælaborð eru frábær og nýtast ekki bara okkur heldur líka myndi ég segja fólkinu í landinu. Við erum þarna búin að safna saman gríðarlegu magni af gögnum, sem áður voru í einhverjum exelskjölum eða einhverjum möppum, sem eru núna komin á mjög aðgengilegan hátt inn í þessi mælaborð,“ segir Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar. Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar, sem er stoltur og ánægður af mælaborði stofnunarinnar á heimasíðunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er Þorkell og hans fólk búið að finna út hvar hamingjusömustu Íslendingarnir búa „Það er samkvæmt þessari könnun Vestmanneyingar og íbúar á Snæfellsnesi númer tvö,“ segir hann. Heimasíða Byggðastofnunar þar sem hægt er að skoða mælaborðið Höfuðstöðvar Byggðastofnunar er á Sauðárkróki og er mikil ánægja með staðsetninguna og starfsemina þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Byggðamál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Það er ánægjulegt að sjá hvað mælaborð Byggðastofnunar á heimasíðu stofnunarinnar er að slá í gegn enda á starfsfólkið heiður skilin fyrir sín störf að koma öllum þessum upplýsingum þarna inn og halda jafn vel utan um mælaborðið eins og raun ber vitni. En hverju á mælaborðið að skila? „Þetta á að skila því að umræðan sé byggð á gögnum og einhverjum staðreyndum, bæði umræðan og svo ákvarðanir, sem eru teknar hvort sem það er útdeiling á fjármagni eða einhver aðstoð til dæmis sem við erum hérna með hjá Byggðastofnun,“ segir Þorkell Stefánsson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar. Í nýju mælaborði, sem verður opnað nú í desember geta allir séð athyglisverðar upplýsingar, sem búið er að taka saman og byggir á gögnum frá Hagstofunni. „Það eru tekjur einstaklinga eftir svæðum og það sem er skemmtilegt þar er að skoða til dæmis hvernig heildartekjur einstaklinga skiptast niður í launagreiðslur, sem voru árið 2022 71%, lífeyrisgreiðslur 10%, fjármagnstekjur 9% og svo framvegis og svo skoða þetta eftir svæðum,“ segir Þorkell. Og forstjórinn er stoltur af mælaborðunum. „Já, þessi mælaborð eru frábær og nýtast ekki bara okkur heldur líka myndi ég segja fólkinu í landinu. Við erum þarna búin að safna saman gríðarlegu magni af gögnum, sem áður voru í einhverjum exelskjölum eða einhverjum möppum, sem eru núna komin á mjög aðgengilegan hátt inn í þessi mælaborð,“ segir Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar. Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar, sem er stoltur og ánægður af mælaborði stofnunarinnar á heimasíðunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er Þorkell og hans fólk búið að finna út hvar hamingjusömustu Íslendingarnir búa „Það er samkvæmt þessari könnun Vestmanneyingar og íbúar á Snæfellsnesi númer tvö,“ segir hann. Heimasíða Byggðastofnunar þar sem hægt er að skoða mælaborðið Höfuðstöðvar Byggðastofnunar er á Sauðárkróki og er mikil ánægja með staðsetninguna og starfsemina þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Byggðamál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira