Í myndbandi sem Rúrik deildi á Instagram-hringrás sinni í dag má sjá hvernig handarbrotið atvikaðist. Þar liggur Rúrik á gólfinu með aðra hendi fyrir aftan bak beygða í 90 gráður. Síðan lyftir hann loftfimleikamanni með höndinni áður en hún brotnar.
Hann sýnir annars vegar hvernig atriðið hefði átt að vera og svo þegar það mistekst. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem er ekki fyrir viðkvæma þar sem það heyrist greinilega með háværum smelli þegar höndin brotnar.