Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 18:48 Mótmælendur við Ráðherrabústaðinn fyrir skömmu. Nú hefur hópur hópur 569 Íslendinga sent opið bréf á ráðamenn með þremur kröfum. Vísir/Vilhelm Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Bréfið er stílað á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra; Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra; Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra; Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðna Th Jóhannesson, forseta Íslands. Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa skrifað undir bréfið, listafólk og aktívistar eru þar fyrirferðarmikil. Þar má nefna Drífu Snædal, Sóleyju Tómasdóttur, Sögu Garðarsdóttur, Semu Erlu og Eddu Falak. Einnig hafa rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, María Elísabet Bragadóttir, Bragi Páll Sigurðsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir skrifað undir bréfið. Ísland þegi þunnu hljóði á meðan „ólýsanleg voðaverk“ eru framin Í bréfinu segir að tveir mánuðir séu liðnir frá því að „ógnarstjórn Ísraelsríkis með stuðningi vesturveldanna hóf að strádrepa Palestínufólk á Gaza í nafni sjálfsvarnar“. Skýrar skilgreiningar séu til í alþjóðasamningum á því hvað felst í slíkri sjálfsvörn en Ísraelsríki hafi farið langt út fyrir lagalegan ramma og fremji nú þjóðarmorð og stríðsglæpi á Gasa, Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem. Þá segir að þrátt fyrir ítrekuð brot Ísraels á „Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn þjóðarmorði og fleiri alþjóðasáttmálum og lagabálkum, hafa íslensk stjórnvöld ekki enn staðið við þær skuldbindingar sem þau hafa undirgengist í framangreindum löggerningum.“ Ísland hafi viðurkennt sjálfstæði Palestínu í desember 2011 en þegi nú þunnu hljóði „á meðan ólýsanleg voðaverk eru framin,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld hafi hvorki nýtt rödd sína né uppfyllt fyrrgreindar skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni og heimsbyggðinni allri. Alþjóðleg vernd, slit á stjórnmálasambandi og brottvikning úr Eurovision Hópurinn krefst þess að Ísland beiti sér á alþjóðavettvangi og setur fram eftirfarandi kröfur: „Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld taki umsóknir palestínskra umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi til efnislegrar meðferðar án tafar og veiti þeim hér alþjóðlega vernd í kjölfarið á grundvelli 37. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Við krefjumst þess að Ísland slíti bæði stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísraelsríki undir eins. Í því samhengi má nefna að Ísland tekur fullan þátt í víðtækum þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi, á grundvelli laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða. Að auki krefjumst við þess að Ísland segi sig frá þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði Ísraelsríki ekki vísað úr keppni.“ Söngvakeppnin eigi að vera sameiningartákn Evrópu fyrir friði og skýtur því skökku við að ríki sem fremur þjóðarmorð og stríðsglæpi fái að taka þátt. Þá er rifjað upp að þegar Rússum var vikið úr keppni var helsta ástæðan sú að fjölmargar þjóðir neituðu að taka þátt með Rússum. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. 8. desember 2023 14:03 Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. 8. desember 2023 12:41 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Sjá meira
Bréfið er stílað á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra; Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra; Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra; Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðna Th Jóhannesson, forseta Íslands. Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa skrifað undir bréfið, listafólk og aktívistar eru þar fyrirferðarmikil. Þar má nefna Drífu Snædal, Sóleyju Tómasdóttur, Sögu Garðarsdóttur, Semu Erlu og Eddu Falak. Einnig hafa rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, María Elísabet Bragadóttir, Bragi Páll Sigurðsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir skrifað undir bréfið. Ísland þegi þunnu hljóði á meðan „ólýsanleg voðaverk“ eru framin Í bréfinu segir að tveir mánuðir séu liðnir frá því að „ógnarstjórn Ísraelsríkis með stuðningi vesturveldanna hóf að strádrepa Palestínufólk á Gaza í nafni sjálfsvarnar“. Skýrar skilgreiningar séu til í alþjóðasamningum á því hvað felst í slíkri sjálfsvörn en Ísraelsríki hafi farið langt út fyrir lagalegan ramma og fremji nú þjóðarmorð og stríðsglæpi á Gasa, Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem. Þá segir að þrátt fyrir ítrekuð brot Ísraels á „Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn þjóðarmorði og fleiri alþjóðasáttmálum og lagabálkum, hafa íslensk stjórnvöld ekki enn staðið við þær skuldbindingar sem þau hafa undirgengist í framangreindum löggerningum.“ Ísland hafi viðurkennt sjálfstæði Palestínu í desember 2011 en þegi nú þunnu hljóði „á meðan ólýsanleg voðaverk eru framin,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld hafi hvorki nýtt rödd sína né uppfyllt fyrrgreindar skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni og heimsbyggðinni allri. Alþjóðleg vernd, slit á stjórnmálasambandi og brottvikning úr Eurovision Hópurinn krefst þess að Ísland beiti sér á alþjóðavettvangi og setur fram eftirfarandi kröfur: „Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld taki umsóknir palestínskra umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi til efnislegrar meðferðar án tafar og veiti þeim hér alþjóðlega vernd í kjölfarið á grundvelli 37. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Við krefjumst þess að Ísland slíti bæði stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísraelsríki undir eins. Í því samhengi má nefna að Ísland tekur fullan þátt í víðtækum þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi, á grundvelli laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða. Að auki krefjumst við þess að Ísland segi sig frá þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði Ísraelsríki ekki vísað úr keppni.“ Söngvakeppnin eigi að vera sameiningartákn Evrópu fyrir friði og skýtur því skökku við að ríki sem fremur þjóðarmorð og stríðsglæpi fái að taka þátt. Þá er rifjað upp að þegar Rússum var vikið úr keppni var helsta ástæðan sú að fjölmargar þjóðir neituðu að taka þátt með Rússum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. 8. desember 2023 14:03 Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. 8. desember 2023 12:41 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Sjá meira
Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. 8. desember 2023 14:03
Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. 8. desember 2023 12:41