Everton á flugi en vandræði Chelsea halda áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2023 16:06 Everton hefur unnið þrjá leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Everton vann sinn þriðja leik í röð er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-0 og Chelsea fjarlægist efri hluta deildarinnar. Það var Abdoulaye Doucoure sem kom heimamönnum í Everton í forystu með marki á 54. mínútu þegar hann var fyrstur að átta sig og tók frákast eftir að Robert Sanchez hafði varið vel frá Dominic Calvert-Lewin. Gestirnir frá Lundúnum, sem hafa átt í stökustu vandræðum með að skora mörk á tímabilinu, fengu sín færi til að jafna metin áður en Lewis Dobbin gerði út um leikinn með marki á annarri mínútu uppbótartíma og þar við sat. Niðurstaðan því 2-0 sigur Everton sem situr í 17. sæti deildarinnar með 13 stig, sex stigum minna en Chelsea sem situr í 12. sæti. FT. Another massive three points. UTFT!!! ✊🔵 2-0 ⚪️ #EVECHE pic.twitter.com/eOFcE9a24B— Everton (@Everton) December 10, 2023 Á sama tíma vann Fulham ótrúlegan 5-0 sigur gegn West Ham þar sem Raul Jiminez, Willian og Tosin Adarabioyo sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik. Varamennirnir Harry Wilson og Carlos Vinicius bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð fimm marka stórsigur Fulham. Fulham situr nú í tíunda sæti deildarinnar með 21 stig, þremur stigum minna en West Ham sem situr í níunda sæti. Enski boltinn Fótbolti
Everton vann sinn þriðja leik í röð er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-0 og Chelsea fjarlægist efri hluta deildarinnar. Það var Abdoulaye Doucoure sem kom heimamönnum í Everton í forystu með marki á 54. mínútu þegar hann var fyrstur að átta sig og tók frákast eftir að Robert Sanchez hafði varið vel frá Dominic Calvert-Lewin. Gestirnir frá Lundúnum, sem hafa átt í stökustu vandræðum með að skora mörk á tímabilinu, fengu sín færi til að jafna metin áður en Lewis Dobbin gerði út um leikinn með marki á annarri mínútu uppbótartíma og þar við sat. Niðurstaðan því 2-0 sigur Everton sem situr í 17. sæti deildarinnar með 13 stig, sex stigum minna en Chelsea sem situr í 12. sæti. FT. Another massive three points. UTFT!!! ✊🔵 2-0 ⚪️ #EVECHE pic.twitter.com/eOFcE9a24B— Everton (@Everton) December 10, 2023 Á sama tíma vann Fulham ótrúlegan 5-0 sigur gegn West Ham þar sem Raul Jiminez, Willian og Tosin Adarabioyo sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik. Varamennirnir Harry Wilson og Carlos Vinicius bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð fimm marka stórsigur Fulham. Fulham situr nú í tíunda sæti deildarinnar með 21 stig, þremur stigum minna en West Ham sem situr í níunda sæti.
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti