„Erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. desember 2023 22:17 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Álftanes vann öruggan sigur gegn Haukum 90-67. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var afar ánægður með sigurinn og hrósaði liðsheildinni. „Haukar gerðu vel í að ýta okkur út úr aðgerðum á tímabili í leiknum en við náðum að halda okkur inn í því sem við lögðum upp með,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson eftir leik. Kjartan var ánægður með byrjunina en Álftanes gerði fyrstu átta stigin og fékk aðeins á sig 13 stig í fyrsta leikhluta. „Þetta var sérstakur leikur til þess að gíra sig upp í þar sem við vorum í mjög tilfinningaríkum leik síðasta föstudag og menn þurftu að jafna sig eftir hann og það skipti miklu máli að byrja þennan leik sterkt.“ Haukar og Álftanes skiptust á leikmönnum þar sem Ville Tahvanainen kom í Álftanes frá Haukum og Daniel Love fór í Hauka frá Álftanesi. Var það snúin staða fyrir þá að mætast? „Það voru örugglega einhverjar tilfinningar hjá mönnum að koma inn í þennan leik. Þeir voru án Okeke og þá breyttist leikplanið þeirra eins og á móti Hetti. Við nutum góðs af því að hafa séð þá spila gegn Hetti og séð leikplanið hjá þeim sem var mjög gott og skilaði sigri.“ Kjartan var ánægður með hvernig Álftanes nýtti hæða muninn. Álftanes tók 17 sóknarfráköst og í heildina 53 fráköst. Álftanes hefur unnið þrjá leiki í röð og Kjartan var ánægður með liðsheildina og sagði að liðið væri á þeim gatnamótum þar sem liðsheild verður til. „Ég var rosa ánægður með leikinn þrátt fyrir að Eysteinn [Bjarni Ævarsson] og Hörður [Axel Vilhjálmsson] væru frá og þetta eru tveir leikmenn sem spila mikið og skipta okkur miklu máli.“ „Frá því að ég kom hingað og pottþétt áður en ég kom líka hefur næsti maður hefur alltaf verið tilbúinn. Við fengum Steinar Snæ [Guðmundsson] mjög öflugan inn í þennan leik, Ragnar Jósef [Ragnarsson] kom inn og setti þrist í fyrri hálfleik sem var gott og Cedrick [Bowen] kom með mikla orku inn í síðari hálfleik. Þetta skiptir svo miklu máli að allir séu að koma inn í leikinn og leggja sitt af mörkum.“ „Við erum að komast að því hverjir við erum og við erum að læra inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir lið og mynda traust á báðum endum og skilja hvorn annan. Við erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni. Allar liðsheildir verða til á þeim gatnamótum og við höldum áfram og kynnumst sjálfum okkur,“ sagði ljóðrænn Kjartan Atli Kjartansson að lokum. UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
„Haukar gerðu vel í að ýta okkur út úr aðgerðum á tímabili í leiknum en við náðum að halda okkur inn í því sem við lögðum upp með,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson eftir leik. Kjartan var ánægður með byrjunina en Álftanes gerði fyrstu átta stigin og fékk aðeins á sig 13 stig í fyrsta leikhluta. „Þetta var sérstakur leikur til þess að gíra sig upp í þar sem við vorum í mjög tilfinningaríkum leik síðasta föstudag og menn þurftu að jafna sig eftir hann og það skipti miklu máli að byrja þennan leik sterkt.“ Haukar og Álftanes skiptust á leikmönnum þar sem Ville Tahvanainen kom í Álftanes frá Haukum og Daniel Love fór í Hauka frá Álftanesi. Var það snúin staða fyrir þá að mætast? „Það voru örugglega einhverjar tilfinningar hjá mönnum að koma inn í þennan leik. Þeir voru án Okeke og þá breyttist leikplanið þeirra eins og á móti Hetti. Við nutum góðs af því að hafa séð þá spila gegn Hetti og séð leikplanið hjá þeim sem var mjög gott og skilaði sigri.“ Kjartan var ánægður með hvernig Álftanes nýtti hæða muninn. Álftanes tók 17 sóknarfráköst og í heildina 53 fráköst. Álftanes hefur unnið þrjá leiki í röð og Kjartan var ánægður með liðsheildina og sagði að liðið væri á þeim gatnamótum þar sem liðsheild verður til. „Ég var rosa ánægður með leikinn þrátt fyrir að Eysteinn [Bjarni Ævarsson] og Hörður [Axel Vilhjálmsson] væru frá og þetta eru tveir leikmenn sem spila mikið og skipta okkur miklu máli.“ „Frá því að ég kom hingað og pottþétt áður en ég kom líka hefur næsti maður hefur alltaf verið tilbúinn. Við fengum Steinar Snæ [Guðmundsson] mjög öflugan inn í þennan leik, Ragnar Jósef [Ragnarsson] kom inn og setti þrist í fyrri hálfleik sem var gott og Cedrick [Bowen] kom með mikla orku inn í síðari hálfleik. Þetta skiptir svo miklu máli að allir séu að koma inn í leikinn og leggja sitt af mörkum.“ „Við erum að komast að því hverjir við erum og við erum að læra inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir lið og mynda traust á báðum endum og skilja hvorn annan. Við erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni. Allar liðsheildir verða til á þeim gatnamótum og við höldum áfram og kynnumst sjálfum okkur,“ sagði ljóðrænn Kjartan Atli Kjartansson að lokum.
UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira