Viðbrögð múmínálfanna við heimsendi mikill innblástur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. desember 2023 07:01 Sigríður Hagalín Björnsdóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Jólasögu. Vísir/Vilhelm „Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga. Hér má sjá þáttinn: Múmínálfabók eftirminnilegust „Ég las mikið þegar ég var krakki og uppáhaldsbókin mín var Halastjarnan eftir Tove Jenson, ein af múmínálfabókunum. Enn þann dag í dag er þetta einhver flottasta skáldsaga sem ég hef lesið. Hún fjallar um heimsendi, það er að koma halastjarna og heimurinn er að fara að farast. Múmínálfarnir í sögunni þurfa að komast að því hvað er að gerast og hvort það sé hægt að bjarga heiminum en á meðan þurfa þeir líka að komast að því hvort það megi vera gaman. Hvort það megi halda ball, dansa, kaupa sér nýjar buxur og svona. Mín kynslóð ólst upp við að vera hrædd við kjarnorkustríð og að heimurinn myndi farast og það var svo ótrúlega frelsandi að lesa bók um þetta. Um heimsendi og hvernig væri hægt að lifa, verandi undir einhverri tilvistarógn. Sem er pínulítið eins og í dag. Ég held að bækurnar mínar séu alltaf pínulítið um heimsendi og það hvort það megi hafa gaman á meðan heimurinn er að farast.“ Stóra spurningin hlýtur því að vera má hafa gaman og svarar Sigríður brosandi: „Maður verður að hafa gaman.“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir elskar jólabækurnar en bókin Halastjarnan er hvað eftirminnilegust hjá henni. Vísir/Vilhelm „Gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma“ Sigríður sendi nýlega frá sér bókina Deus sem fjallar meðal annars um samband mannkynsins við gervigreindina. Hún segir áhugavert að velta tækniþróuninni fyrir sér en það þurfi þó ekki alltaf að gera það á alvarlegan máta. „Þessi saga gerist í mjög nálægri framtíð eða bara í okkar samtíð sem er aðeins búið að ýkja. Það er líka bara gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma, þar sem allt gengur meira og meira út á hraða, samfélagsmiðla, sumir hafa ekki tíma til að lesa eða pæla í hlutunum eða hvað það nú er. Þá er voða gaman að skrifa svona persónu eins og Sigfús Helgason, aðalpersónu í Deus, sem er svona ægilega pirraður yfir þessu. Manni má alveg finnast þetta líka pínu fyndið,“ segir Sigríður kímin. Jólasaga Jól Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hér má sjá þáttinn: Múmínálfabók eftirminnilegust „Ég las mikið þegar ég var krakki og uppáhaldsbókin mín var Halastjarnan eftir Tove Jenson, ein af múmínálfabókunum. Enn þann dag í dag er þetta einhver flottasta skáldsaga sem ég hef lesið. Hún fjallar um heimsendi, það er að koma halastjarna og heimurinn er að fara að farast. Múmínálfarnir í sögunni þurfa að komast að því hvað er að gerast og hvort það sé hægt að bjarga heiminum en á meðan þurfa þeir líka að komast að því hvort það megi vera gaman. Hvort það megi halda ball, dansa, kaupa sér nýjar buxur og svona. Mín kynslóð ólst upp við að vera hrædd við kjarnorkustríð og að heimurinn myndi farast og það var svo ótrúlega frelsandi að lesa bók um þetta. Um heimsendi og hvernig væri hægt að lifa, verandi undir einhverri tilvistarógn. Sem er pínulítið eins og í dag. Ég held að bækurnar mínar séu alltaf pínulítið um heimsendi og það hvort það megi hafa gaman á meðan heimurinn er að farast.“ Stóra spurningin hlýtur því að vera má hafa gaman og svarar Sigríður brosandi: „Maður verður að hafa gaman.“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir elskar jólabækurnar en bókin Halastjarnan er hvað eftirminnilegust hjá henni. Vísir/Vilhelm „Gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma“ Sigríður sendi nýlega frá sér bókina Deus sem fjallar meðal annars um samband mannkynsins við gervigreindina. Hún segir áhugavert að velta tækniþróuninni fyrir sér en það þurfi þó ekki alltaf að gera það á alvarlegan máta. „Þessi saga gerist í mjög nálægri framtíð eða bara í okkar samtíð sem er aðeins búið að ýkja. Það er líka bara gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma, þar sem allt gengur meira og meira út á hraða, samfélagsmiðla, sumir hafa ekki tíma til að lesa eða pæla í hlutunum eða hvað það nú er. Þá er voða gaman að skrifa svona persónu eins og Sigfús Helgason, aðalpersónu í Deus, sem er svona ægilega pirraður yfir þessu. Manni má alveg finnast þetta líka pínu fyndið,“ segir Sigríður kímin.
Jólasaga Jól Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið