Katrín Tanja um Anníe Mist: Alltaf vitað það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru miklar vinkonur. @anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir var eini íþróttamaðurinn sem var tilnefndur sem einn af framúrskarandi ungum Íslendingum í ár en þetta eru verðlaun eru veitt árlega af JCI á Íslandi. Verðlaunin eru fyrst og fremst hugsuð sem hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er hvatning og viðurkenning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ánægð með sína konu.@katrintanja Auglýst er eftir tilnefningu á hverju ári og geta allir sent inn tilnefningar fyrir framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fór svo yfir tilnefningar og valdi úr tíu einstaklinga sem fá viðurkenningu og þar af einn verðlaunahafa. Anníe Mist var ein af þeim sem var tilnefnd að þessu sinni og hún sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Hún fékk þó ekki aðalverðlaunin því þau fóru til Anítu Sóleyju Scheving Þórðardóttur fyrir framlag hennar til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda. Anníe er tilnefnd fyrir einstaklingsafrek. Hún hefur ekki aðeins staðið sig vel í CrossFit íþróttinni sjálfri heldur er hún einnig viðskipta- og rekstrarkona sem er með alls konar spennandi verkefni í gangi fyrir utan CrossFit íþróttina. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í Sólinni, Háskóla Reykjavíkur ásamt Margréti Helgu Gunnarsdóttur, landsforseta JCI. Anníe var á staðnum og fékk viðurkenningu sína frá forsetanum. Hún birti mynd af þeim saman og sagði fylgjendum sínum frá því að hún væri ein af framúrskarandi ungum Íslendingum 2023. Katrín Tanja vakti einnig athygli á þessu með því að deila færslu vinkonu sinnar. Þetta voru samt engar fréttir fyrir Katrínu. Hún skrifaði þó textann á íslensku sem er ekki vanalegt enda stór hluti fylgjendahóps hennar frá öðrum löndum heimsins. „Alltaf vitað að hún Anníe mín væri framúrskarandi en hún var loksins að fá viðurkenningu fyrir það,“ skrifaði Katrín Tanja og bætti við „Heimsins best“ fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by JCI Iceland (@jci_iceland) CrossFit Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Verðlaunin eru fyrst og fremst hugsuð sem hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er hvatning og viðurkenning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ánægð með sína konu.@katrintanja Auglýst er eftir tilnefningu á hverju ári og geta allir sent inn tilnefningar fyrir framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fór svo yfir tilnefningar og valdi úr tíu einstaklinga sem fá viðurkenningu og þar af einn verðlaunahafa. Anníe Mist var ein af þeim sem var tilnefnd að þessu sinni og hún sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Hún fékk þó ekki aðalverðlaunin því þau fóru til Anítu Sóleyju Scheving Þórðardóttur fyrir framlag hennar til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda. Anníe er tilnefnd fyrir einstaklingsafrek. Hún hefur ekki aðeins staðið sig vel í CrossFit íþróttinni sjálfri heldur er hún einnig viðskipta- og rekstrarkona sem er með alls konar spennandi verkefni í gangi fyrir utan CrossFit íþróttina. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í Sólinni, Háskóla Reykjavíkur ásamt Margréti Helgu Gunnarsdóttur, landsforseta JCI. Anníe var á staðnum og fékk viðurkenningu sína frá forsetanum. Hún birti mynd af þeim saman og sagði fylgjendum sínum frá því að hún væri ein af framúrskarandi ungum Íslendingum 2023. Katrín Tanja vakti einnig athygli á þessu með því að deila færslu vinkonu sinnar. Þetta voru samt engar fréttir fyrir Katrínu. Hún skrifaði þó textann á íslensku sem er ekki vanalegt enda stór hluti fylgjendahóps hennar frá öðrum löndum heimsins. „Alltaf vitað að hún Anníe mín væri framúrskarandi en hún var loksins að fá viðurkenningu fyrir það,“ skrifaði Katrín Tanja og bætti við „Heimsins best“ fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by JCI Iceland (@jci_iceland)
CrossFit Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira