Klárt hvaða fjögur lið keppa á úrslitahelginni í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 12:31 LeBron James skorar hér tvö af 31 stigi sínu á móti Phoenix Suns í nótt. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA deildarbikarsins en úrslitin fara fram í Las Vegas og hefjast strax annað kvöld. Áður höfðu lið Indiana Pacers og New Orleans Pelicans tryggt sér farseðilinn til Vegas. Lakers þurfti magnaða frammistöðu frá LeBron James og kannski smá sérmeðferð fyrir stigahæsta leikmann sögunnar undir lokin. LeBron James delivered a CLUTCH performance to lead the Lakers to the NBA In-Season Tournament Semifinals 31 PTS11 AST8 REB pic.twitter.com/tMnrahslQW— NBA (@NBA) December 6, 2023 Los Angeles Lakers vann 106-103 sigur á Phoenix Suns í leiknum en LeBron var með 15 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 11 stoðsendingar, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Ekki slæmt fyrir mann sem er að fara halda upp á 39 ára afmælið sitt seinna í þessum mánuði. Frank Vogel, þjálfari Phoenix Suns, var aftur á móti mjög ósáttur með leikhlé sem Lebron bað um og fékk á lokasekúndum leiksins þegar leit út fyrir að Lakers liðið væri búið að missa boltann. Lakers fékk hins vegar leikhléið og náði síðan að landa sigrinum. „Það var ekkert dæmt og LeBron sýndi bara í milljónasta skiptið hversu klár hann er,“ sagði Austin Reaves og Kevin Durant, sem skoraði 31 stig fyrir Suns, vildi ekki gera mikið úr atvikinu heldur. Durant klikkaði illa á þriggja stiga skoti í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu. „Þarna fór ekki leikurinn. Þetta er eitt atvik og þetta er 48 mínútna leikur. Ég er ekki hrifinn af því að kvarta yfir dómum,“ sagði Durant. Anthony Davis var með 27 stig og 15 fráköst hjá Lakers og Austin Reaves bætti við 20 stigum. Lakers mætir New Orleans Pelicans í undanúrslitaleiknum. LeBron James shows up in the CLUTCH to give the @Lakers a ticket to the NBA In-Season Tournament Semifinals!Anthony Davis: 27 PTS, 15 REBAustin Reaves: 20 PTS, 6 REB pic.twitter.com/pRM7GVi80z— NBA (@NBA) December 6, 2023 Milwaukee Bucks átti ekki í miklum vandræðum með að ná hinu sætinu því liðið vann 146-122 sigur á New York Knicks. Giannis Antetokounmpo var nálægt þrennunni með 35 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst og Damian Lillard bætti við 28 stigum. Bucks hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum á tímabilinu þar sem Lillard skorar að minnsta kosti 25 stig. Bucks liðið raðaði niður þristum en liðið hitti úr 23 af 38 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og endaði leikinn með yfir sextíu prósent skotnýtingu. Það má segja að Knicks liðið hafi hreinlega verið skotið í kaf. Milwaukee Bucks mætir Indiana Pacers í undanúrslitunum. FOUR TEAMS REMAIN... AND THEY ARE ALL HEADED TO VEGAS! The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas this Thursday and Saturday, today. pic.twitter.com/KQ56Kid5z9— NBA (@NBA) December 6, 2023 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Áður höfðu lið Indiana Pacers og New Orleans Pelicans tryggt sér farseðilinn til Vegas. Lakers þurfti magnaða frammistöðu frá LeBron James og kannski smá sérmeðferð fyrir stigahæsta leikmann sögunnar undir lokin. LeBron James delivered a CLUTCH performance to lead the Lakers to the NBA In-Season Tournament Semifinals 31 PTS11 AST8 REB pic.twitter.com/tMnrahslQW— NBA (@NBA) December 6, 2023 Los Angeles Lakers vann 106-103 sigur á Phoenix Suns í leiknum en LeBron var með 15 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 11 stoðsendingar, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Ekki slæmt fyrir mann sem er að fara halda upp á 39 ára afmælið sitt seinna í þessum mánuði. Frank Vogel, þjálfari Phoenix Suns, var aftur á móti mjög ósáttur með leikhlé sem Lebron bað um og fékk á lokasekúndum leiksins þegar leit út fyrir að Lakers liðið væri búið að missa boltann. Lakers fékk hins vegar leikhléið og náði síðan að landa sigrinum. „Það var ekkert dæmt og LeBron sýndi bara í milljónasta skiptið hversu klár hann er,“ sagði Austin Reaves og Kevin Durant, sem skoraði 31 stig fyrir Suns, vildi ekki gera mikið úr atvikinu heldur. Durant klikkaði illa á þriggja stiga skoti í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu. „Þarna fór ekki leikurinn. Þetta er eitt atvik og þetta er 48 mínútna leikur. Ég er ekki hrifinn af því að kvarta yfir dómum,“ sagði Durant. Anthony Davis var með 27 stig og 15 fráköst hjá Lakers og Austin Reaves bætti við 20 stigum. Lakers mætir New Orleans Pelicans í undanúrslitaleiknum. LeBron James shows up in the CLUTCH to give the @Lakers a ticket to the NBA In-Season Tournament Semifinals!Anthony Davis: 27 PTS, 15 REBAustin Reaves: 20 PTS, 6 REB pic.twitter.com/pRM7GVi80z— NBA (@NBA) December 6, 2023 Milwaukee Bucks átti ekki í miklum vandræðum með að ná hinu sætinu því liðið vann 146-122 sigur á New York Knicks. Giannis Antetokounmpo var nálægt þrennunni með 35 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst og Damian Lillard bætti við 28 stigum. Bucks hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum á tímabilinu þar sem Lillard skorar að minnsta kosti 25 stig. Bucks liðið raðaði niður þristum en liðið hitti úr 23 af 38 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og endaði leikinn með yfir sextíu prósent skotnýtingu. Það má segja að Knicks liðið hafi hreinlega verið skotið í kaf. Milwaukee Bucks mætir Indiana Pacers í undanúrslitunum. FOUR TEAMS REMAIN... AND THEY ARE ALL HEADED TO VEGAS! The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas this Thursday and Saturday, today. pic.twitter.com/KQ56Kid5z9— NBA (@NBA) December 6, 2023
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira