Mannréttindi fatlaðra kvenna Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 7. desember 2023 09:00 Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem herjar á konur um allan heim. Kynbundið ofbeldi fyrirfinnst í öllum samfélögum en er dulið þar sem það á sér gjarnan stað bak við luktar dyr heimilisins. Kynbundið ofbeldi er hluti af birtingarmynd þess valda- og kynjakerfis sem hvert samfélag býr við. Fatlaðar konur eru í einna mestri hættu á að verða beittar ofbeldi í samfélaginu. Fatlaðar konur geta verið þolendur ofbeldis með sama hætti og ófatlaðar konur. Auk þess að verða fyrir samskonar ofbeldi og ófatlaðar konur eru þær í aukinni hættu á að verða beittar ofbeldi sem sérstaklega er bundið við stuðningsþarfir þeirra og jaðarsetta stöðu í samfélaginu. Þegar rætt er um ofbeldi gegn fötluðum konum verður að horfa til þess að fatlaðar konur tilheyra öllum minnihluta- og jaðarsettum hópum hvers samfélags, en fatlaðar konur eru líka hinsegin, heimilislausar, af erlendum uppruna, aldraðar og með fíknivanda. Nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðstæður þeirra: Fatlaðar konur eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi af margvíslegu tagi – vanrækslu, líkamlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, andlegu ofbeldi og fjárhagslegu ofbeldi. Fatlaðar konur eiga á hættu á að verða fyrir ofbeldi af hálfu umönnunaraðila. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar samfélagsins. Fatlaðar konur eru líklegri til að þola ofbeldi yfir lengri tíma. Fatlaðar konur verða fyrir margskonar ofbeldi á lífsleiðinni af hálfu ólíkra gerenda. Fatlaðar konur er líklegri til að hafa þolað ofbeldi af hendi maka eða kærasta en aðrar konur. Fatlaðar konur eru líklegri til þess að tilkynna ekki um ofbeldi af ótta við að missa sjálfstæði sitt og að börnin verði tekin frá þeim. Fatlaðar konur er líklegri til að geta ekki varið sig. Fatlaðar konur eru líklegri til að vera með lágt sjálfsmat og búa við félagslega einangrun en ófatlaðar konur. Fatlaðar konur eru fjölbreyttur hópur og ofbeldi sem þær verða fyrir er margbreytilegt. Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar Mannréttindayfirlýsingarinnar hafa margir mannréttindasamningar orðið til, þ.á m. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er ekki að ástæðulausu að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var saminn, en hann áréttar mikilvægi þess í 6. gr. að aðildarríki að honum sjái til þess að ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja fatlaðar konur fái notið til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem herjar á konur um allan heim. Kynbundið ofbeldi fyrirfinnst í öllum samfélögum en er dulið þar sem það á sér gjarnan stað bak við luktar dyr heimilisins. Kynbundið ofbeldi er hluti af birtingarmynd þess valda- og kynjakerfis sem hvert samfélag býr við. Fatlaðar konur eru í einna mestri hættu á að verða beittar ofbeldi í samfélaginu. Fatlaðar konur geta verið þolendur ofbeldis með sama hætti og ófatlaðar konur. Auk þess að verða fyrir samskonar ofbeldi og ófatlaðar konur eru þær í aukinni hættu á að verða beittar ofbeldi sem sérstaklega er bundið við stuðningsþarfir þeirra og jaðarsetta stöðu í samfélaginu. Þegar rætt er um ofbeldi gegn fötluðum konum verður að horfa til þess að fatlaðar konur tilheyra öllum minnihluta- og jaðarsettum hópum hvers samfélags, en fatlaðar konur eru líka hinsegin, heimilislausar, af erlendum uppruna, aldraðar og með fíknivanda. Nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðstæður þeirra: Fatlaðar konur eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi af margvíslegu tagi – vanrækslu, líkamlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, andlegu ofbeldi og fjárhagslegu ofbeldi. Fatlaðar konur eiga á hættu á að verða fyrir ofbeldi af hálfu umönnunaraðila. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar samfélagsins. Fatlaðar konur eru líklegri til að þola ofbeldi yfir lengri tíma. Fatlaðar konur verða fyrir margskonar ofbeldi á lífsleiðinni af hálfu ólíkra gerenda. Fatlaðar konur er líklegri til að hafa þolað ofbeldi af hendi maka eða kærasta en aðrar konur. Fatlaðar konur eru líklegri til þess að tilkynna ekki um ofbeldi af ótta við að missa sjálfstæði sitt og að börnin verði tekin frá þeim. Fatlaðar konur er líklegri til að geta ekki varið sig. Fatlaðar konur eru líklegri til að vera með lágt sjálfsmat og búa við félagslega einangrun en ófatlaðar konur. Fatlaðar konur eru fjölbreyttur hópur og ofbeldi sem þær verða fyrir er margbreytilegt. Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar Mannréttindayfirlýsingarinnar hafa margir mannréttindasamningar orðið til, þ.á m. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er ekki að ástæðulausu að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var saminn, en hann áréttar mikilvægi þess í 6. gr. að aðildarríki að honum sjái til þess að ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja fatlaðar konur fái notið til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun