Baunaði á sérfræðinga og fékk fast skot til baka Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2023 07:41 Pep Guardiola skaut aðeins á Jamie Carragher og fékk skot til baka. EPA/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er sannfærður um að liðið geti orðið Englandsmeistari fjórða árið í röð haldi liðið áfram að spila eins og að undanförnu. Hann baunaði á sérfræðinga Sky Sports en fékk fast skot til baka frá Jamie Carragher. City hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum, gegn Tottenham, Liverpool og Chelsea. En Guardiola segir að þrennuhafarnir hafi spilað vel að undanförnu og að sérfræðingarnir geti ekki verið að saka leikmenn um að vera sjálfumglaðir eða saddir. „Ég held að ef við höldum okkur á sama stigi og undanfarið þá vinnum við ensku úrvalsdeildina. Við munum vinna aftur. Ef við gætum haldið áfram eins og gegn Liverpool og Tottenham þá myndi ég samþykkja það strax. Við unnum ekki 5-0 – við gerðum jafntefli – en ég væri mjög mikið til í að liðið spilaði eins og í síðustu tveimur leikjum. Áskorunin er sú að gera það alla leiktíðina. Ég hef ekkert að segja um sérfræðingana. Kannski skjátlast mér en ég sé enga sjálfumgleði (e. complacency). Ég þekki leikmennina, ég veit hvernig þeir starfa. Við gerum það með framúrskarandi hætti,“ sagði Guardiola áður en hann nefndi svo sérfræðingana sérstaklega á nafn. „Carragher vann ekki einu sinni“ „Gary Neville veit hvað það er erfitt að vinna deildina fjórum sinnum í röð, annars hefði hann gert það á bestu tímum Manchester United. En hann gerði það ekki. Jamie Carragher vann ekki einu sinni [deildarmeistaratitil]. Micah Richards vann ekki fjögur ár í röð. Aldrei,“ sagði Guardiola. Pep on pundits: "They know how difficult it is [to win PL four times in a row]. Neville, Micah Richards... never, ever. And then Jamie Carragher didn t win one once". Jamie Carragher: "I think I d have probably won one if Liverpool were owned by a nation state, and pushed pic.twitter.com/7kGhdITwpe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 6, 2023 Carragher stóðst ekki mátið að skjóta til baka á Guardiola og City á X þar sem hann vísaði í kærurnar á hendur Manchester City vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. „Ég held að ég hefði örugglega unnið einn [titil] ef Liverpool hefði verið í eigu ríkis og beygt reglurnar svo illa að enska úrvalsdeildin hefði kært okkur 115 sinnum,“ skrifaði Carragher og bætti við að hann hefði nú reyndar verið að hrósa liði Guardiola eftir jafnteflið við Tottenham á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
City hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum, gegn Tottenham, Liverpool og Chelsea. En Guardiola segir að þrennuhafarnir hafi spilað vel að undanförnu og að sérfræðingarnir geti ekki verið að saka leikmenn um að vera sjálfumglaðir eða saddir. „Ég held að ef við höldum okkur á sama stigi og undanfarið þá vinnum við ensku úrvalsdeildina. Við munum vinna aftur. Ef við gætum haldið áfram eins og gegn Liverpool og Tottenham þá myndi ég samþykkja það strax. Við unnum ekki 5-0 – við gerðum jafntefli – en ég væri mjög mikið til í að liðið spilaði eins og í síðustu tveimur leikjum. Áskorunin er sú að gera það alla leiktíðina. Ég hef ekkert að segja um sérfræðingana. Kannski skjátlast mér en ég sé enga sjálfumgleði (e. complacency). Ég þekki leikmennina, ég veit hvernig þeir starfa. Við gerum það með framúrskarandi hætti,“ sagði Guardiola áður en hann nefndi svo sérfræðingana sérstaklega á nafn. „Carragher vann ekki einu sinni“ „Gary Neville veit hvað það er erfitt að vinna deildina fjórum sinnum í röð, annars hefði hann gert það á bestu tímum Manchester United. En hann gerði það ekki. Jamie Carragher vann ekki einu sinni [deildarmeistaratitil]. Micah Richards vann ekki fjögur ár í röð. Aldrei,“ sagði Guardiola. Pep on pundits: "They know how difficult it is [to win PL four times in a row]. Neville, Micah Richards... never, ever. And then Jamie Carragher didn t win one once". Jamie Carragher: "I think I d have probably won one if Liverpool were owned by a nation state, and pushed pic.twitter.com/7kGhdITwpe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 6, 2023 Carragher stóðst ekki mátið að skjóta til baka á Guardiola og City á X þar sem hann vísaði í kærurnar á hendur Manchester City vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. „Ég held að ég hefði örugglega unnið einn [titil] ef Liverpool hefði verið í eigu ríkis og beygt reglurnar svo illa að enska úrvalsdeildin hefði kært okkur 115 sinnum,“ skrifaði Carragher og bætti við að hann hefði nú reyndar verið að hrósa liði Guardiola eftir jafnteflið við Tottenham á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira