Börnin elska jólaþorpið hans afa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2023 20:31 Barnabörnin elska jólaþorpið hjá afa Brósa en það má bara horfa, ekki snerta. Það virða þau alveg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta jólaþorp landsins er að finna í sjálfum höfuðstaðnum og fyllir heilt herbergi. Börnin elska meistaraverkið en mega bara horfa, ekki snerta. Brósi eins og hann er alltaf kallaður en heitir Þórður og er Þórðarson hefur alltaf verið mikið jólabarn en eftir því sem aldurinn hefur færst yfir hann þá verður hann alltaf meira og meira jólabarn. Hann á heiðurinn af þessu glæsilega jólaþorpi, sem heillar alla, sem koma til hans og fjölskyldunnar og ekki síst barnabörnin, sem elska ekkert meira á aðventunni og um jólin að skoða jólaþorpið hans afa. „Það fer nóvember í að setja þetta upp og desember að njóta. Það er mikil tónlist og ljósadýrð, sem fylgir þessu þannig að maður má ekki vera of lengi inn í herberginu, þá verður maður pínu ruglaður, sérstaklega ef maður kveikir á öllu í einu,“ segir Brósi hlægjandi. Vekur þetta ekki alltaf mikla athygli gesta? „Jú, það eru margir hissa á þessu að ég skuli að vera að standa í svona. Kannski er þetta grái fiðringurinn, það má vera“, segir hann og glottir út í annað. Jólaþorpið fyllir stórt herbergi hjá Brósa og fjölskyldu þar sem þau búa í Árbæjarhverfinu í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er svakalega flott hjá pabba þínum. „Já þetta er frábært. Þetta er búið að þróast mikið seinustu árin. Þetta var bara smá á ganginum og svo er þetta núna heilt herbergi þannig að það segir okkur að þetta hefur þróast mikið hjá honum í gegnum árin“, segir Íris Diljá, dóttir Brósa og bætir við. „Þetta var vissulega ekki svona þegar við vorum lítil en þetta er gaman fyrir barnabörnin eins og börnin mín. „Þetta er svakalega flott og það skemmtilegasta við þetta eru barnabörnin, þau elska þetta. Þau elska ljósin og hljóðin og allt sem jólunum fylgir og jólin eru hátíð barnanna,“ segir Guðrún Hólmfríður Ásvaldsdóttir húsmóðirin á heimilinu, sem segir Brósa eiga allan heiðurinn af jólaþorpinu. Brósi og Íris Diljá dóttir hans. Brósi heldur á Guðrúnu Elísabetu, barnabarni og Íris er með Emblu Rún, dóttir sína í fanginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jól Reykjavík Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Brósi eins og hann er alltaf kallaður en heitir Þórður og er Þórðarson hefur alltaf verið mikið jólabarn en eftir því sem aldurinn hefur færst yfir hann þá verður hann alltaf meira og meira jólabarn. Hann á heiðurinn af þessu glæsilega jólaþorpi, sem heillar alla, sem koma til hans og fjölskyldunnar og ekki síst barnabörnin, sem elska ekkert meira á aðventunni og um jólin að skoða jólaþorpið hans afa. „Það fer nóvember í að setja þetta upp og desember að njóta. Það er mikil tónlist og ljósadýrð, sem fylgir þessu þannig að maður má ekki vera of lengi inn í herberginu, þá verður maður pínu ruglaður, sérstaklega ef maður kveikir á öllu í einu,“ segir Brósi hlægjandi. Vekur þetta ekki alltaf mikla athygli gesta? „Jú, það eru margir hissa á þessu að ég skuli að vera að standa í svona. Kannski er þetta grái fiðringurinn, það má vera“, segir hann og glottir út í annað. Jólaþorpið fyllir stórt herbergi hjá Brósa og fjölskyldu þar sem þau búa í Árbæjarhverfinu í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er svakalega flott hjá pabba þínum. „Já þetta er frábært. Þetta er búið að þróast mikið seinustu árin. Þetta var bara smá á ganginum og svo er þetta núna heilt herbergi þannig að það segir okkur að þetta hefur þróast mikið hjá honum í gegnum árin“, segir Íris Diljá, dóttir Brósa og bætir við. „Þetta var vissulega ekki svona þegar við vorum lítil en þetta er gaman fyrir barnabörnin eins og börnin mín. „Þetta er svakalega flott og það skemmtilegasta við þetta eru barnabörnin, þau elska þetta. Þau elska ljósin og hljóðin og allt sem jólunum fylgir og jólin eru hátíð barnanna,“ segir Guðrún Hólmfríður Ásvaldsdóttir húsmóðirin á heimilinu, sem segir Brósa eiga allan heiðurinn af jólaþorpinu. Brósi og Íris Diljá dóttir hans. Brósi heldur á Guðrúnu Elísabetu, barnabarni og Íris er með Emblu Rún, dóttir sína í fanginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Jól Reykjavík Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól