Pogba og Sancho voru alltaf seinir á æfingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2023 13:31 Jadon Sancho og Paul Pogba áttu erfitt með mæta á réttum tíma á æfingar hjá Manchester United. getty/Ash Donelon Óstundvísi var mikið vandamál í herbúðum Manchester United samkvæmt Nemanja Matic, fyrrverandi leikmanni liðsins. Tvær af stjörnum United voru sérstaklega slæmar í þessum efnum. Matic gekk í raðir United frá Chelsea 2017. Hann fann mikinn mun á fagmennsku hjá félögunum tveimur. „Hjá Chelsea hegðuðu leikmennirnir sér eins og atvinnumenn, voru stundvísir og aldrei seinir á æfingar en hjá United gerðist þetta nánast á hverjum degi,“ sagði Matic í viðtali við YouTube-síðuna YU Planet. „Meðal leikmanna sem voru alltaf seinir voru Paul Pogba og Jadon Sancho. Við hinir sem vorum alltaf stundvísir vorum reiðir svo við settum á laggirnar eins konar aganefnd sem ég var yfir. Ég hengdi upp blað á vegginn með nöfnum þeirra sem voru seinir. Eitt tímabil söfnuðum við 75 þúsund pundum í sektir [rúmar þrettán milljónir íslenskra króna]. Við ætluðum að nota peninginn í að halda partí í London en gátum það ekki vegna covid.“ Pogba kom til United frá Juventus 2016. Hann sneri aftur til Juventus á frjálsri sölu í sumar. Pogba vann bæði deildabikarinn og Evrópudeildina á fyrsta tímabili sínu með United en var reglulega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu inni á vellinum. United keypti Sancho frá Borussia Dortmund fyrir tveimur árum. Hann hefur lítið gert síðan hann kom til liðsins og er núna í frystikistunni hjá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag eftir að hann gagnrýndi hann opinberlega. Eftir tapið fyrir Newcastle United, 1-0, á laugardaginn voru leikmenn United harðlega gagnrýndir, meðal annars fyrir leti inni á vellinum. Meðal þeirra sem fékk fyrir ferðina var Marcus Rashford. Enskir fjölmiðlar hafa svo greint frá því að stemmningin í búningsklefa United sé orðin ansi súr og allt að helmingur leikmannahópsins sé búinn að missa trúna á Ten Hag. Þeim finnst æfingarnar of erfiðar, leikskipulagið ekki nógu gott og eru ósáttir við meðferðina á Sancho. United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir fjórtán leiki. Liðið tekur á móti Chelsea annað kvöld. Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Matic gekk í raðir United frá Chelsea 2017. Hann fann mikinn mun á fagmennsku hjá félögunum tveimur. „Hjá Chelsea hegðuðu leikmennirnir sér eins og atvinnumenn, voru stundvísir og aldrei seinir á æfingar en hjá United gerðist þetta nánast á hverjum degi,“ sagði Matic í viðtali við YouTube-síðuna YU Planet. „Meðal leikmanna sem voru alltaf seinir voru Paul Pogba og Jadon Sancho. Við hinir sem vorum alltaf stundvísir vorum reiðir svo við settum á laggirnar eins konar aganefnd sem ég var yfir. Ég hengdi upp blað á vegginn með nöfnum þeirra sem voru seinir. Eitt tímabil söfnuðum við 75 þúsund pundum í sektir [rúmar þrettán milljónir íslenskra króna]. Við ætluðum að nota peninginn í að halda partí í London en gátum það ekki vegna covid.“ Pogba kom til United frá Juventus 2016. Hann sneri aftur til Juventus á frjálsri sölu í sumar. Pogba vann bæði deildabikarinn og Evrópudeildina á fyrsta tímabili sínu með United en var reglulega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu inni á vellinum. United keypti Sancho frá Borussia Dortmund fyrir tveimur árum. Hann hefur lítið gert síðan hann kom til liðsins og er núna í frystikistunni hjá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag eftir að hann gagnrýndi hann opinberlega. Eftir tapið fyrir Newcastle United, 1-0, á laugardaginn voru leikmenn United harðlega gagnrýndir, meðal annars fyrir leti inni á vellinum. Meðal þeirra sem fékk fyrir ferðina var Marcus Rashford. Enskir fjölmiðlar hafa svo greint frá því að stemmningin í búningsklefa United sé orðin ansi súr og allt að helmingur leikmannahópsins sé búinn að missa trúna á Ten Hag. Þeim finnst æfingarnar of erfiðar, leikskipulagið ekki nógu gott og eru ósáttir við meðferðina á Sancho. United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir fjórtán leiki. Liðið tekur á móti Chelsea annað kvöld.
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira