Kolbeinn lagði upp fyrir Frederik Gytkjaer strax á fjórðu mínútu áður en Grytkjaer þakkaði fyrir sig með því að leggja upp fyrir Kolbein þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.
Kolbeinn og Andri Lucas Guðjohnsen voru í byrjunarliði Lyngby, en Sævar Magnússon hóf leik á bekknum og kom inn á sem varamaður stuttu fyrir mark Kolbeins. Stefán Teitur Þórðarson var á sínum stað í byrjunarliði Silkeborg.
Eftir sigurinn situr Lyngby í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig eftir 17 leiki, sjö stigum á eftir Silkeborg sem situr í fimmta sæti.