Endurkoma Tiger Woods kom honum sjálfum „skemmtilega á óvart“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. desember 2023 12:46 Tiger Woods er mættur aftur á golfvöllinn. David Cannon/Getty Images Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, segir að endurkoma sín á golfvöllinn eftir meiðsli hafi komið honum sjálfum „skemmtilega á óvart.“ Woods leikur um þessar mundir á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum, en aðeins tuttugu kylfingar fá boð um að taka þátt í mótinu. Hann lék þriðja hring mótsins í gær á 71 höggi, eða einu höggi undir pari vallarins. „Það hefur komið skemmtilega á óvart hversu mikið ég hef náð að jafna mig á hverjum degi,“ sagði hinn 47 ára gamli Woods eftir hring gærdagsins. „Ég er enn með leikinn í mér, en þetta snýst bara um hvort líkaminn þoli þetta.“ Hero World Challenge Round 3 #tigerwoods #nike #golf pic.twitter.com/16ppsRLFWz— Ideal Golf (@idealgolfgame) December 3, 2023 Woods er að leika á sínu fyrsta móti síðan hann þurfti að draga sig úr keppni á Masters-mótinu sem fram fór í apríl á þessu ári. Hann situr í 16. sæti á Hero World Challenge fyrir lokadaginn og hefur leikið hringina þrjá samanlagt á pari. Scottie Scheffler trónir á toppnum fyrir lokahringinn á 16 höggum undir pari. Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Woods leikur um þessar mundir á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum, en aðeins tuttugu kylfingar fá boð um að taka þátt í mótinu. Hann lék þriðja hring mótsins í gær á 71 höggi, eða einu höggi undir pari vallarins. „Það hefur komið skemmtilega á óvart hversu mikið ég hef náð að jafna mig á hverjum degi,“ sagði hinn 47 ára gamli Woods eftir hring gærdagsins. „Ég er enn með leikinn í mér, en þetta snýst bara um hvort líkaminn þoli þetta.“ Hero World Challenge Round 3 #tigerwoods #nike #golf pic.twitter.com/16ppsRLFWz— Ideal Golf (@idealgolfgame) December 3, 2023 Woods er að leika á sínu fyrsta móti síðan hann þurfti að draga sig úr keppni á Masters-mótinu sem fram fór í apríl á þessu ári. Hann situr í 16. sæti á Hero World Challenge fyrir lokadaginn og hefur leikið hringina þrjá samanlagt á pari. Scottie Scheffler trónir á toppnum fyrir lokahringinn á 16 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira