Þrjátíu stig í röð og þreföld tvenna dugðu ekki til Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. desember 2023 10:16 Oklahoma City Thunder hafði betur gegn Dallas Mavericks í ótrúlegum leik í nótt. Richard Rodriguez/Getty Images Luka Doncic og félagar hans í Dallas Mavericks þurftu að sætta sig við sex stiga tap er liðið tók á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 120-126, þrátt fyrir að heimamenn hafi á einum tímapunkti skorað þrjátíu stig í röð. Gestirnir frá Oklahoma höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór með 16 stiga forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 56-72. Áfram héldu gestirnir að auka forskot sitt að hálfleikshléinu loknu og var munurinn orðinn 23 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Þá vöknuðu heimamenn þó heldur betur til lífsins og á rétt tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta skoruðu liðsmenn Dallas Mavericks þrjátíu stig gegn engu stigi gestanna. Liðið breytti stöðunni úr 87-111 í 117-111 og virtust ætla að stela sigrinum. The Mavs just went on a 30-0 run to take the lead in Dallas 😱Thunder-Mavericks | Live on the NBA App📲: https://t.co/yLKLHQXVnp pic.twitter.com/WgcAKmEaW9— NBA (@NBA) December 3, 2023 Heimamenn leiddu með tveimur stigum þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, en gestirnir frá Oklahoma skoruðu seinustu átta stig leiksins og unnu að lokum óþarflega nauman sex stiga sigur, 120-126. Jalen Williams var stigahæsti maður gestanna með 23 stig, en hann tók einnig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Luka Doncic verður seint sakaður um slaka frammistöðu í liði Dallas Mavericks, en hann skilaði þrefaldri tvennu. Doncic skoraði 36 stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 15 fráköst. Jalen Williams and the @okcthunder outlast the Mavs in Dallas!Shai Gilgeous-Alexander: 17 PTS, 9 AST pic.twitter.com/ViYkHJbrWS— NBA (@NBA) December 3, 2023 Úrslit næturinnar Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Gestirnir frá Oklahoma höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór með 16 stiga forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 56-72. Áfram héldu gestirnir að auka forskot sitt að hálfleikshléinu loknu og var munurinn orðinn 23 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Þá vöknuðu heimamenn þó heldur betur til lífsins og á rétt tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta skoruðu liðsmenn Dallas Mavericks þrjátíu stig gegn engu stigi gestanna. Liðið breytti stöðunni úr 87-111 í 117-111 og virtust ætla að stela sigrinum. The Mavs just went on a 30-0 run to take the lead in Dallas 😱Thunder-Mavericks | Live on the NBA App📲: https://t.co/yLKLHQXVnp pic.twitter.com/WgcAKmEaW9— NBA (@NBA) December 3, 2023 Heimamenn leiddu með tveimur stigum þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, en gestirnir frá Oklahoma skoruðu seinustu átta stig leiksins og unnu að lokum óþarflega nauman sex stiga sigur, 120-126. Jalen Williams var stigahæsti maður gestanna með 23 stig, en hann tók einnig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Luka Doncic verður seint sakaður um slaka frammistöðu í liði Dallas Mavericks, en hann skilaði þrefaldri tvennu. Doncic skoraði 36 stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 15 fráköst. Jalen Williams and the @okcthunder outlast the Mavs in Dallas!Shai Gilgeous-Alexander: 17 PTS, 9 AST pic.twitter.com/ViYkHJbrWS— NBA (@NBA) December 3, 2023 Úrslit næturinnar Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers
Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira