Atvikið átti sér stað um hádegisbil að staðartíma, eða um fimmleytið á íslenskum tíma.
Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Georgíufylki hellti mótmælandinn yfir sig bensíni og kveikti svo í. Palestínskur fáni fannst einnig á vettvangi. Aldur og kyn mótmælandans er ekki vitað. Öryggisvörður sem reyndi að stíga inn í er einnig særður.
„Við erum í þeirri trú að byggingin sé örugg og að engin hætta steðji að henni. Við teljum að þetta atvik hafi verið pólitísk mótmæli,“ segir Darin Schierbaum, lögreglustjóri í Atlanta. Íkveikjan átti sér stað fyrir utan ræðismannsskrifstofuna og segist lögreglustjórinn ekki hafa orðið var við að gerð hafi verið tilraun til að komast inn í bygginguna.
„Samfélagið er öruggt. Lögreglan er meðvituð um spennuna í samfélögum gyðinga og múslima um þessar mundir og við munum halda áfram að tryggja öryggi allra,“ segir hann líka.