Jákvætt að fulltrúum atvinnulífs hafi fjölgað á COP Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. desember 2023 19:34 Guðlaugur Þór segir mikla möguleika fyrir atvinnulífið á COP28 sem hófst í gær í Dúbaí. Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, heldur til Dúbaí eftir helgi á aðildríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, COP 28, sem hófst í gær. Alls eru skráðir á fundinn 84 þátttakendur frá Íslandi sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra þegar 44 fóru á fundinn sem þá var haldinn í Egyptalandi. Meirihluti fulltrúa frá atvinnulífinu Guðlaugur Þór segir það verulega jákvætt hvað fulltrúum atvinnulífsins hefur farið fjölgandi á fundinn frá Íslandi. Stór hluti þeirra sem séu skráð á fundinn fari þangað sjálfstætt sem fulltrúar ýmissa fyrirtækja. Formleg sendinefnd Íslands er skipuð 12 fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Umhverfisstofnun. „Meirihluti þeirra sem koma frá Íslandi eru frá atvinnulífinu,“ segir Guðlaugur Þór og að Íslendingar hafi margt fram að færa þegur kemur að til dæmis nýtingu jarðvarma. „Við byggjum á áratuga, eða 100 ára reynslu, á því sviði og það eitt og sér er gríðarlega mikilvægt og framlag fyrr okkur. Við höfum ekki gert nógu mikið af því að selja þetta hugvit. En það er að breytast,“ segir Guðlaugur Þór og heldur áfram: „Þegar kemur að loftslagsmálum snúast þau að langstærstum hluta um það að taka jarðefnaeldsneyti og taka það út og setja græna orku í staðinn. Síðan er til dæmis kolefnisföngum stórt atriði sem er nýtt á íslandi en byggir oft á grænni orku og er nú þegar orðin stór á Íslandi. Á Akranesi er stærsta varanlega kolefnisföngum í heimi hjá fyrirtækinu Running Tide sem byggir á þriggja milljarða króna erlendri fjárfestingu.” Fyrirtækið er eitt þeirra sem er með fulltrúa á fundinum. Breytingar þegar farnar af stað Guðlaugur segir í heildina sæki fundinn um 92 þúsund manns og að fjölmargir ólíkir viðburðir verði á fundinum. Til einföldunar megi segja að viðburðurinn snúi að stjórnmálum og svo atvinnulífinu. Spurður hvort hann sé spenntur að fara á fundinn segir Guðlaugur Þór að hann fari ekki erlendis nema hann meti það nauðsynlegt fyrir hagsmuni Íslands. „Það er enginn vafi um það að ég verð að vera þarna. Það væri eitthvað skrítið ef ég færi ekki.“ En heldurðu að það sé ekki mikill árangur af því að vera þarna? „Þetta er kannski tvenns konar. Það eru margir sem hafa áhyggjur af þeirri pólitísku niðurstöðu sem kemur út úr fundinum. En svo er bara mjög margt annað í gangi þarna og þau sem koma þarna af hálfu atvinnulífsins koma ekki á fundinn til að hafa áhrif á pólitíska yfirlýsingu. Þau koma því þau vilja fylgjast með því sem er að gerast annars staðar og mynda tengsl,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að þótt svo að þetta geti tengst þá séu þessar breytingar þegar farnar af stað. Það sé verið að setja fjármagn og hugvit í hringrásarhagkerfið, græna orku og föngunarverkefni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu arabísku furstadæmin Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Sjá meira
Alls eru skráðir á fundinn 84 þátttakendur frá Íslandi sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra þegar 44 fóru á fundinn sem þá var haldinn í Egyptalandi. Meirihluti fulltrúa frá atvinnulífinu Guðlaugur Þór segir það verulega jákvætt hvað fulltrúum atvinnulífsins hefur farið fjölgandi á fundinn frá Íslandi. Stór hluti þeirra sem séu skráð á fundinn fari þangað sjálfstætt sem fulltrúar ýmissa fyrirtækja. Formleg sendinefnd Íslands er skipuð 12 fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Umhverfisstofnun. „Meirihluti þeirra sem koma frá Íslandi eru frá atvinnulífinu,“ segir Guðlaugur Þór og að Íslendingar hafi margt fram að færa þegur kemur að til dæmis nýtingu jarðvarma. „Við byggjum á áratuga, eða 100 ára reynslu, á því sviði og það eitt og sér er gríðarlega mikilvægt og framlag fyrr okkur. Við höfum ekki gert nógu mikið af því að selja þetta hugvit. En það er að breytast,“ segir Guðlaugur Þór og heldur áfram: „Þegar kemur að loftslagsmálum snúast þau að langstærstum hluta um það að taka jarðefnaeldsneyti og taka það út og setja græna orku í staðinn. Síðan er til dæmis kolefnisföngum stórt atriði sem er nýtt á íslandi en byggir oft á grænni orku og er nú þegar orðin stór á Íslandi. Á Akranesi er stærsta varanlega kolefnisföngum í heimi hjá fyrirtækinu Running Tide sem byggir á þriggja milljarða króna erlendri fjárfestingu.” Fyrirtækið er eitt þeirra sem er með fulltrúa á fundinum. Breytingar þegar farnar af stað Guðlaugur segir í heildina sæki fundinn um 92 þúsund manns og að fjölmargir ólíkir viðburðir verði á fundinum. Til einföldunar megi segja að viðburðurinn snúi að stjórnmálum og svo atvinnulífinu. Spurður hvort hann sé spenntur að fara á fundinn segir Guðlaugur Þór að hann fari ekki erlendis nema hann meti það nauðsynlegt fyrir hagsmuni Íslands. „Það er enginn vafi um það að ég verð að vera þarna. Það væri eitthvað skrítið ef ég færi ekki.“ En heldurðu að það sé ekki mikill árangur af því að vera þarna? „Þetta er kannski tvenns konar. Það eru margir sem hafa áhyggjur af þeirri pólitísku niðurstöðu sem kemur út úr fundinum. En svo er bara mjög margt annað í gangi þarna og þau sem koma þarna af hálfu atvinnulífsins koma ekki á fundinn til að hafa áhrif á pólitíska yfirlýsingu. Þau koma því þau vilja fylgjast með því sem er að gerast annars staðar og mynda tengsl,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að þótt svo að þetta geti tengst þá séu þessar breytingar þegar farnar af stað. Það sé verið að setja fjármagn og hugvit í hringrásarhagkerfið, græna orku og föngunarverkefni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu arabísku furstadæmin Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Sjá meira