Versta staða íslenska landsliðsins á FIFA listanum í meira en áratug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 10:31 Íslenska liðið fær vonandi hjálp frá Gylfa Þór Sigurðssyni til að hjálpa sér við að hækka sig á FIFA-listanum á nýju ári. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hrundi niður um fjögur sæti á styrkleika Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var opinberaður í gær. Íslenska liðið situr í 71. sæti á nýjasta FIFA-listanum og hefur ekki verið neðar á listanum í tíu ár. Þjóðirnar sem hoppuðu upp fyrir Ísland voru Svartfjallaland, Úsbekistan, Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Íslenska landsliðið hafði aldrei farið neðar en 67. sæti á undanförnum áratug. Liðið hóf þetta ár í 63. sæti og er því átta sætum neðar núna. Þetta er versta staða karlalandsliðsins á listanum síðan í júlí 2013. Þá var íslenska liðið í 73. sæti. Lars Lagerbäck hafði þá farið með íslensku strákana úr 130. sæti niður í það 61. á rúmu ári en á listanum í júlímánuði datt íslenska liðið aftur niður um tólf sæti. The latest #FIFARanking is here! Tap the table to read more.— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 30, 2023 Eftir það var aftur á móti leiðin upp á við. Íslenska liðið var komið upp í 54. sæti á listanum í september þetta sama ár, 2013, og var í 46. sætinu í október. Hæst komst íslenska liðið síðan í 18. sæti í marsmánuði 2018 en á árunum 2016 til 2018 var íslenska landsliðið meðal þeirra þrjátíu bestu í heimi samkvæmt mælikvarða Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undanfarin ár hefur íslenska liðið síðan fallið hratt niður listann og nú er vonandi botninum náð. Fram undan eru umspilsleikir í mars, leikir sem geta komið íslenska liðinu á EM. Þar mæta íslensku strákarnir Ísrael í undanúrslitum en Ísraelsmenn fóru líka niður um fjögur sæti eins og Ísland. Ísrael er því áfram fjórum sætum neðar á FIFA-listanum eða í 75. sætinu. Argentína og Frakkland halda efstu tveimur sætum listans en England og Belgía fara upp fyrir Brasilíu. Samkvæmt listanum eiga Englendingar nú þriðja besta karlalandslið heims og fjórða besta kvennalandsliðið. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Íslenska liðið situr í 71. sæti á nýjasta FIFA-listanum og hefur ekki verið neðar á listanum í tíu ár. Þjóðirnar sem hoppuðu upp fyrir Ísland voru Svartfjallaland, Úsbekistan, Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Íslenska landsliðið hafði aldrei farið neðar en 67. sæti á undanförnum áratug. Liðið hóf þetta ár í 63. sæti og er því átta sætum neðar núna. Þetta er versta staða karlalandsliðsins á listanum síðan í júlí 2013. Þá var íslenska liðið í 73. sæti. Lars Lagerbäck hafði þá farið með íslensku strákana úr 130. sæti niður í það 61. á rúmu ári en á listanum í júlímánuði datt íslenska liðið aftur niður um tólf sæti. The latest #FIFARanking is here! Tap the table to read more.— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 30, 2023 Eftir það var aftur á móti leiðin upp á við. Íslenska liðið var komið upp í 54. sæti á listanum í september þetta sama ár, 2013, og var í 46. sætinu í október. Hæst komst íslenska liðið síðan í 18. sæti í marsmánuði 2018 en á árunum 2016 til 2018 var íslenska landsliðið meðal þeirra þrjátíu bestu í heimi samkvæmt mælikvarða Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undanfarin ár hefur íslenska liðið síðan fallið hratt niður listann og nú er vonandi botninum náð. Fram undan eru umspilsleikir í mars, leikir sem geta komið íslenska liðinu á EM. Þar mæta íslensku strákarnir Ísrael í undanúrslitum en Ísraelsmenn fóru líka niður um fjögur sæti eins og Ísland. Ísrael er því áfram fjórum sætum neðar á FIFA-listanum eða í 75. sætinu. Argentína og Frakkland halda efstu tveimur sætum listans en England og Belgía fara upp fyrir Brasilíu. Samkvæmt listanum eiga Englendingar nú þriðja besta karlalandslið heims og fjórða besta kvennalandsliðið.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira