Stefnir í yndislega aðventugleði hjá Grindvíkingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 14:41 Grindvíkingar á öllum aldri munu að líkindum fjölmenna á Ásvelli þann 7. desember. Vísir/Hulda Margrét Aðventugleði Grindvíkinga verður haldin fimmtudaginn 7. desember á Ásvöllum í Hafnarfirði. Grétar Örvarsson úr Stjórninni hafði frumkvæði að veislunni. Undanfarin ár hafa Grindvíkingar kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn. Þeir hafa gengið saman í friðargöngu með þátttöku barna í leik- og grunnskóla og átt saman fallega stund þegar kveikt er á jólatrénu. Jólasveinar hafa komið í heimsókn og dansað með börnunum í kringum jólatréð áður en boðið hefur verið upp á kakó og kökur. Jólaskraut í glugga í Grindavík.vísir/vilhelm Gleðin hefur því verið mikil og verður engin undantekning á því í ár þó vettvangurinn verði annar í ljósi þess að íbúar Grindvíkinga búa hér og þar á meðan hættustigi almannavarna stendur í bænum. Grindvíkingar ætla að hittast í íþróttahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og eiga saman notalega stund á aðventunni. Dansað verður í kringum jólatré undir stjórn Siggu Beinteins og Grétars Örvarssonar og eins munu jólasveinar gleðja börnin. Þá skemmta Gunni og Felix, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson ásamt tónlistarfólki frá Grindavík. Ætlunin er að eiga saman bæði hátíðlega og gleðilega samverustund. Yngsta kynslóðin einbeitir sér að söng og dansi meðan eldri íbúar Grindavíkur spjalla saman yfir kaffi og kökum. Gleðin hefst klukkan 15 og stendur til 17. Vakin var athygli á því í Facebook-hópi Grindvíkinga í gær að byrjað væri að setja upp jólaljósin.Hanna Þóra Agnarsdóttir Aðventugleði Grindvíkinga er samstarfverkefni fjölmargra aðila sem leggja viðburðinum lið: listamenn gefa sína vinnu, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Kvenfélag Grindavíkur leggja til rútur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur styrkir viðburðinn og UMFG, Haukar og fjöldi fyrirtækja leggja viðburðinum lið. „Samtakamáttur og stuðningur við Grindvíkinga hefur einkennt undirbúninginn og dýrmætt fyrir Grindvíkinga að geta hist á aðventunni, átt notalega samverustund og fundið kröftugan hjartslátt samfélagsins í Grindavík slá, þó fjarri heimahögum sé,“ segir í tilkynningu. Frumkvæði að viðburðinum kemur frá Grétari Örvarssyni sem hefur unnið náið að undirbúningi með fulltrúum Grindavíkurbæjar og Kvikunnar, menningarhúss Grindavíkur. Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Undanfarin ár hafa Grindvíkingar kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn. Þeir hafa gengið saman í friðargöngu með þátttöku barna í leik- og grunnskóla og átt saman fallega stund þegar kveikt er á jólatrénu. Jólasveinar hafa komið í heimsókn og dansað með börnunum í kringum jólatréð áður en boðið hefur verið upp á kakó og kökur. Jólaskraut í glugga í Grindavík.vísir/vilhelm Gleðin hefur því verið mikil og verður engin undantekning á því í ár þó vettvangurinn verði annar í ljósi þess að íbúar Grindvíkinga búa hér og þar á meðan hættustigi almannavarna stendur í bænum. Grindvíkingar ætla að hittast í íþróttahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og eiga saman notalega stund á aðventunni. Dansað verður í kringum jólatré undir stjórn Siggu Beinteins og Grétars Örvarssonar og eins munu jólasveinar gleðja börnin. Þá skemmta Gunni og Felix, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson ásamt tónlistarfólki frá Grindavík. Ætlunin er að eiga saman bæði hátíðlega og gleðilega samverustund. Yngsta kynslóðin einbeitir sér að söng og dansi meðan eldri íbúar Grindavíkur spjalla saman yfir kaffi og kökum. Gleðin hefst klukkan 15 og stendur til 17. Vakin var athygli á því í Facebook-hópi Grindvíkinga í gær að byrjað væri að setja upp jólaljósin.Hanna Þóra Agnarsdóttir Aðventugleði Grindvíkinga er samstarfverkefni fjölmargra aðila sem leggja viðburðinum lið: listamenn gefa sína vinnu, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Kvenfélag Grindavíkur leggja til rútur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur styrkir viðburðinn og UMFG, Haukar og fjöldi fyrirtækja leggja viðburðinum lið. „Samtakamáttur og stuðningur við Grindvíkinga hefur einkennt undirbúninginn og dýrmætt fyrir Grindvíkinga að geta hist á aðventunni, átt notalega samverustund og fundið kröftugan hjartslátt samfélagsins í Grindavík slá, þó fjarri heimahögum sé,“ segir í tilkynningu. Frumkvæði að viðburðinum kemur frá Grétari Örvarssyni sem hefur unnið náið að undirbúningi með fulltrúum Grindavíkurbæjar og Kvikunnar, menningarhúss Grindavíkur.
Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira