Creditinfo Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar 30. nóvember 2023 15:30 Ég er einn af þeim sem einhvern tíma hefur lent í vanskilum. Þegar nóvember rann upp var ég fullur tilhlökkunar nú loksins voru fyrrum skráningar að detta út af vanskilaskrá. Fyrrum skráningar áttu nefnilega að detta út að tólf mánuðum liðnum frá greiðslu kröfunnar. Það er óhætt að segja að gleðin var mikil. Ég var í c1 flokknum og fór upp í b1. Það hafði kostað átak hjá mér komast af vanskilaskrá semja um skuldir og sjá fram á betri tíð. Nú loksins gæti ég farið að leigja eða eignast húsnæði. Svo kemur 23.11.2023 og allt í einu er ég sem er ekki með neinar virkar skráningar né fyrirhugaðar skráningar kominn í ruslflokkinn d1. Fór niður um þrjá flokka og er kominn á verri stað en byrjunarreit. Fyrrum skráningar viðast hafa jafn mikið vægi og virkar skráningar. Þetta er meira en ósanngjarnt því ef ég hefði farið í gjaldþrot þá hefði ég haft hreint borð eftir fimm ár, en vegna þess að ég tók til í mínum málum þá var mér refsað. Allir geta lent í vandræðum með fjármál einhvern tíma á lífsleiðinni. Mér finnst þetta vera eins og að tvídæma einstaklinga. Engin færi að dæma fólk tvisvar í fangelsi fyrir sama glæp. fólk hlýtur að eiga rétt á öðru tækifæri eftir að hafa tekið til í sínum málum. Þetta sviptir 60þ manns fjárhagslegu frelsi er það sanngjarnt? Virk skráning er í fjögur ár segum sem svo að skuldari borgi kröfuna hann borgar kröfuna bíður í fjögur ár eftir að hún fari svo þarf að bíða í fjögur ár eftir því að fyrrum skráning hverfi. Skuldarinn þarf því að bíða í átta ár eftir því að hafa hreint borð. Þetta er stór undarlegt og ekkert jafnræði á milli skuldara. Hvernig getur svona gjörningur samræmst stjórnarskrá? Samkvæmt nýju reglugerðinni er ekkert minnst á tíma á heimildum sem þeir geta farið aftur í fjármalasögu einstaklinga. Creditinfo einfaldlega valdi bara fjögur ár. Hvers vegna hefa þeir svona miklar heimildir? Myndi einhver vilja t.d. að lögregla hefði ótakmarkaðar ótímabundnar heimildir? Creditinfo virðist svo ekki eyða gögnum sem samkvæmt lögum sem þeim ber skylda til. Hvers vegna er þeim leyft að haga sér þannig? Þetta er stór hópur 15% af 386 þúsund 57.900 manns færðust í ruslflokk. Margir sem voru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að enda með hreint borð. Þetta er ósköp venjulegt fólk Íslendingar eins og ég og þú. Það að grafa upp gamlar skuldir á þennan hátt rétt fyrir jól án þess að tilkynna fólki né veita andmælarétt á ekki að líðast í réttarríki. Nágrannar okkar sem nú fyrir jól er búin að missa allar lánsheimildir, kreditkort og sumir sjá fram á húsnæðisleysi mikið myrkur nú rétt fyrir jól. Svona óréttlæti á ekki að líðast. Höfundur er mótmælandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem einhvern tíma hefur lent í vanskilum. Þegar nóvember rann upp var ég fullur tilhlökkunar nú loksins voru fyrrum skráningar að detta út af vanskilaskrá. Fyrrum skráningar áttu nefnilega að detta út að tólf mánuðum liðnum frá greiðslu kröfunnar. Það er óhætt að segja að gleðin var mikil. Ég var í c1 flokknum og fór upp í b1. Það hafði kostað átak hjá mér komast af vanskilaskrá semja um skuldir og sjá fram á betri tíð. Nú loksins gæti ég farið að leigja eða eignast húsnæði. Svo kemur 23.11.2023 og allt í einu er ég sem er ekki með neinar virkar skráningar né fyrirhugaðar skráningar kominn í ruslflokkinn d1. Fór niður um þrjá flokka og er kominn á verri stað en byrjunarreit. Fyrrum skráningar viðast hafa jafn mikið vægi og virkar skráningar. Þetta er meira en ósanngjarnt því ef ég hefði farið í gjaldþrot þá hefði ég haft hreint borð eftir fimm ár, en vegna þess að ég tók til í mínum málum þá var mér refsað. Allir geta lent í vandræðum með fjármál einhvern tíma á lífsleiðinni. Mér finnst þetta vera eins og að tvídæma einstaklinga. Engin færi að dæma fólk tvisvar í fangelsi fyrir sama glæp. fólk hlýtur að eiga rétt á öðru tækifæri eftir að hafa tekið til í sínum málum. Þetta sviptir 60þ manns fjárhagslegu frelsi er það sanngjarnt? Virk skráning er í fjögur ár segum sem svo að skuldari borgi kröfuna hann borgar kröfuna bíður í fjögur ár eftir að hún fari svo þarf að bíða í fjögur ár eftir því að fyrrum skráning hverfi. Skuldarinn þarf því að bíða í átta ár eftir því að hafa hreint borð. Þetta er stór undarlegt og ekkert jafnræði á milli skuldara. Hvernig getur svona gjörningur samræmst stjórnarskrá? Samkvæmt nýju reglugerðinni er ekkert minnst á tíma á heimildum sem þeir geta farið aftur í fjármalasögu einstaklinga. Creditinfo einfaldlega valdi bara fjögur ár. Hvers vegna hefa þeir svona miklar heimildir? Myndi einhver vilja t.d. að lögregla hefði ótakmarkaðar ótímabundnar heimildir? Creditinfo virðist svo ekki eyða gögnum sem samkvæmt lögum sem þeim ber skylda til. Hvers vegna er þeim leyft að haga sér þannig? Þetta er stór hópur 15% af 386 þúsund 57.900 manns færðust í ruslflokk. Margir sem voru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að enda með hreint borð. Þetta er ósköp venjulegt fólk Íslendingar eins og ég og þú. Það að grafa upp gamlar skuldir á þennan hátt rétt fyrir jól án þess að tilkynna fólki né veita andmælarétt á ekki að líðast í réttarríki. Nágrannar okkar sem nú fyrir jól er búin að missa allar lánsheimildir, kreditkort og sumir sjá fram á húsnæðisleysi mikið myrkur nú rétt fyrir jól. Svona óréttlæti á ekki að líðast. Höfundur er mótmælandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar