Á fráveituvatnið heima í sjónum? Ottó Elíasson skrifar 30. nóvember 2023 12:00 Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu. Samkvæmt stöðuskýrslu fráveitumála frá Umhverfisstofnun frá 2020 [1], er einungis eitt þéttbýli af 28 sem uppfyllir þær kröfur sem til þeirra eru gerðar um hreinsun fráveiturvatns. Þetta er ekki nýtilkominn vandi, því lagabókstafurinn sem þetta byggir á var innleiddur fyrir næstum því aldarfjórðungi. En hvað er til ráða? Nú er útlit fyrir að kröfur til fráveitu verði hertar á grundvelli nýrra Evrópureglna sem teknar hafa verið til meðferðar hjá Evrópuþinginu, og við munum innleiða á grundvelli þátttöku okkar í gegnum EES samstarfið, sjá t.d. [2]. Líkt og kom fram í máli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun verður örðugt að fá undanþágur, og gerðar verða kröfur um meiri hreinsun í smærri þéttbýlum. Uppbygging slíkra mannvirkja kostar vissulega umtalsverðar fjárhæðir og þessvegna er auðvitað freistandi að skola þessu öllu saman bara útí sjó af því að við eigum hvort sem er svo mikið af vatni. Sveitarfélögum landsins er sannarlega skylt að starfrækja fráveitu fyrir skipulögð þéttbýli, en þeim er sumpart í sjálfsvald sett hvernig þjónustan er útfærð í heimabyggð. Víðast hvar er einhver hreinsun gerð á fráveituvatni og er hún þá iðulega gerð við enda lagnarinnar, þ.e. við útrásina. Sú hreinsun er oft mjög erfið vegna þess hversu mikið magn af vatni blandast við gumsið í skólpinu áður en það rennur út í sjó (eða annan viðtaka). Þetta mikla vatnsmagn helgast bæði af hönnun fráveitukerfannna því víða (sérstaklega í eldri bæjarhlutum) er bæði regnvatni af götum bæjarins og heitu frárennslisvatni úr húshitun og sundlaugum beint í sama farveg. Ef við ætlum að ná góðum árangri í skólphreinsun með sem minnstum tilkostnaði er best að hreinsa fráveituvatnið þar sem það verður til, áður en það blandast saman við annað vatn. Í því felast einmitt einföld og áhrifarík tækifæri til úrbóta. Mjög víða gætu sveitarfélög létt verulega á magni lífrænna efna í fráveitunni hjá sér (og sum hver örugglega komið sér undir þau viðmiðunarmörk sem reglur kveða á um í dag), ef þau legðu harðar að þeim sem losa mikið í fráveituna, en það eru t.d. stór fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Hjá þeim sem menga mikið ætti einfaldlega að koma upp forhreinsunarbúnaði fyrir vatnið og hreinsa það áður en það fer í lagnakerfið. Þetta fyrirkomulag er alþekkt í löndunum í kringum okkur. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda, en kemur okkur örugglega áleiðis. Fólk og fyrirtæki sem koma með mikið magn af úrgangi á losunarstaði til förgunar t.d. hjá Sorpu, þurfa að borga fyrir þennan úrgang. Af hverju gildir ekki það sama um fráveituna? Það er óumflýjanlegt að ráðast þurfi í fjárfestingar í fráveitumannvirkjum á næstu árum, nema við ætlum okkur að halda áfram að hafa lög og reglur í þessum málaflokki til skrauts, en ekki fara eftir þeim. Til að létta okkur þetta verkefni, ættum við að hætta að líta á það sem eðlilegt ferli næringarefna að við neytum fæðu sem ræktuð er af landinu, meltum hana, en losum svo kúkinn og pissið í sjóinn. Við ættum að sjálfsögðu að koma hringrásinni aftur í lag, taka fráveituna aftur uppá land, og nýta til uppgræðslu líkt og Landgræðslan hefur gert með góðum árangri, eða gerja gumsið og safna úr því metangasi. Í fráveituvatninu eru nefnilega verðmæti sem nýta má á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi, samstarfsverkefnis um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Heimildir [1] Stöðuskýrsla fráveitumála 2020, Umhverfisstofnun. Tengill: https://ust.is/library/sida/haf-og-vatn/Stoduskyrsla_fraveitumala_2020 [2] Samantekt um framvindu nýs lagaramma um fráveitumál, 2023, Evrópuþingið. Tengill: https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/739370/EPRS_BRI(2023)739370_EN.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skólp Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu. Samkvæmt stöðuskýrslu fráveitumála frá Umhverfisstofnun frá 2020 [1], er einungis eitt þéttbýli af 28 sem uppfyllir þær kröfur sem til þeirra eru gerðar um hreinsun fráveiturvatns. Þetta er ekki nýtilkominn vandi, því lagabókstafurinn sem þetta byggir á var innleiddur fyrir næstum því aldarfjórðungi. En hvað er til ráða? Nú er útlit fyrir að kröfur til fráveitu verði hertar á grundvelli nýrra Evrópureglna sem teknar hafa verið til meðferðar hjá Evrópuþinginu, og við munum innleiða á grundvelli þátttöku okkar í gegnum EES samstarfið, sjá t.d. [2]. Líkt og kom fram í máli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun verður örðugt að fá undanþágur, og gerðar verða kröfur um meiri hreinsun í smærri þéttbýlum. Uppbygging slíkra mannvirkja kostar vissulega umtalsverðar fjárhæðir og þessvegna er auðvitað freistandi að skola þessu öllu saman bara útí sjó af því að við eigum hvort sem er svo mikið af vatni. Sveitarfélögum landsins er sannarlega skylt að starfrækja fráveitu fyrir skipulögð þéttbýli, en þeim er sumpart í sjálfsvald sett hvernig þjónustan er útfærð í heimabyggð. Víðast hvar er einhver hreinsun gerð á fráveituvatni og er hún þá iðulega gerð við enda lagnarinnar, þ.e. við útrásina. Sú hreinsun er oft mjög erfið vegna þess hversu mikið magn af vatni blandast við gumsið í skólpinu áður en það rennur út í sjó (eða annan viðtaka). Þetta mikla vatnsmagn helgast bæði af hönnun fráveitukerfannna því víða (sérstaklega í eldri bæjarhlutum) er bæði regnvatni af götum bæjarins og heitu frárennslisvatni úr húshitun og sundlaugum beint í sama farveg. Ef við ætlum að ná góðum árangri í skólphreinsun með sem minnstum tilkostnaði er best að hreinsa fráveituvatnið þar sem það verður til, áður en það blandast saman við annað vatn. Í því felast einmitt einföld og áhrifarík tækifæri til úrbóta. Mjög víða gætu sveitarfélög létt verulega á magni lífrænna efna í fráveitunni hjá sér (og sum hver örugglega komið sér undir þau viðmiðunarmörk sem reglur kveða á um í dag), ef þau legðu harðar að þeim sem losa mikið í fráveituna, en það eru t.d. stór fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Hjá þeim sem menga mikið ætti einfaldlega að koma upp forhreinsunarbúnaði fyrir vatnið og hreinsa það áður en það fer í lagnakerfið. Þetta fyrirkomulag er alþekkt í löndunum í kringum okkur. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda, en kemur okkur örugglega áleiðis. Fólk og fyrirtæki sem koma með mikið magn af úrgangi á losunarstaði til förgunar t.d. hjá Sorpu, þurfa að borga fyrir þennan úrgang. Af hverju gildir ekki það sama um fráveituna? Það er óumflýjanlegt að ráðast þurfi í fjárfestingar í fráveitumannvirkjum á næstu árum, nema við ætlum okkur að halda áfram að hafa lög og reglur í þessum málaflokki til skrauts, en ekki fara eftir þeim. Til að létta okkur þetta verkefni, ættum við að hætta að líta á það sem eðlilegt ferli næringarefna að við neytum fæðu sem ræktuð er af landinu, meltum hana, en losum svo kúkinn og pissið í sjóinn. Við ættum að sjálfsögðu að koma hringrásinni aftur í lag, taka fráveituna aftur uppá land, og nýta til uppgræðslu líkt og Landgræðslan hefur gert með góðum árangri, eða gerja gumsið og safna úr því metangasi. Í fráveituvatninu eru nefnilega verðmæti sem nýta má á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi, samstarfsverkefnis um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Heimildir [1] Stöðuskýrsla fráveitumála 2020, Umhverfisstofnun. Tengill: https://ust.is/library/sida/haf-og-vatn/Stoduskyrsla_fraveitumala_2020 [2] Samantekt um framvindu nýs lagaramma um fráveitumál, 2023, Evrópuþingið. Tengill: https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/739370/EPRS_BRI(2023)739370_EN.pdf
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun