Liverpool vonast til þess að Alisson nái Man. Utd leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 13:31 Alisson Becker var svekktur eftir að hann meiddist á móti Manchester City en Jürgen Klopp reynir hér að hughreysta hann. Getty/Michael Regan Alisson Becker meiddist um helgina og verður ekki með Liverpool liðinu á næstunni. Hann missir af Evrópuleiknum í kvöld og verður hugsanlega frá í tvær vikur. Alisson tognaði aftan í læri í lok leiksins á móti Manchester City. Nú er komið í ljós að meiðslin eru sem betur fer fyrir Liverpool ekki mjög alvarleg. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ræddi stöðuna á brasilíska markverðinum á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á móti LASK í Evrópudeildinni. Jurgen Klopp has given an update on the injuries of Alisson and Diogo Jota #BBCFootball pic.twitter.com/Qtn5lrM0xN— BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2023 „Við verðum að sjá til. Hann mun ekki spila á morgun [Fimmtudag] eða á sunnudaginn og líklega ekki heldur vikuna eftir það. Eftir það þá ætti þetta að vera í lagi,“ sagði Klopp. Samkvæmt þeirri tímalínu þá mun Alisson missa af leikjum á móti Fulham, Sheffield United og Crystal Palace. Klopp vonast því til að hann geti spilað leikinn á móti Manchester United á Anfield sem fer fram 17. desember næstkomandi. Þýski stjórinn færði blaðamönnum enn verri fréttir af Diogo Jota sem verður frá æfingum og keppni í margar vikur. "Both are out" Jurgen Klopp updates on injuries to Alisson and Diogo Jota pic.twitter.com/BwXXrsaQHF— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 29, 2023 Andy Robertson, Thiago Alcantara og Stefan Bajcetic eru líka allir á meiðslalistanum. Ef Liverpool fær stig í leiknum í kvöld þá tryggir liðið sér sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Leikur Liverpool og LASK í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Alisson tognaði aftan í læri í lok leiksins á móti Manchester City. Nú er komið í ljós að meiðslin eru sem betur fer fyrir Liverpool ekki mjög alvarleg. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ræddi stöðuna á brasilíska markverðinum á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á móti LASK í Evrópudeildinni. Jurgen Klopp has given an update on the injuries of Alisson and Diogo Jota #BBCFootball pic.twitter.com/Qtn5lrM0xN— BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2023 „Við verðum að sjá til. Hann mun ekki spila á morgun [Fimmtudag] eða á sunnudaginn og líklega ekki heldur vikuna eftir það. Eftir það þá ætti þetta að vera í lagi,“ sagði Klopp. Samkvæmt þeirri tímalínu þá mun Alisson missa af leikjum á móti Fulham, Sheffield United og Crystal Palace. Klopp vonast því til að hann geti spilað leikinn á móti Manchester United á Anfield sem fer fram 17. desember næstkomandi. Þýski stjórinn færði blaðamönnum enn verri fréttir af Diogo Jota sem verður frá æfingum og keppni í margar vikur. "Both are out" Jurgen Klopp updates on injuries to Alisson and Diogo Jota pic.twitter.com/BwXXrsaQHF— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 29, 2023 Andy Robertson, Thiago Alcantara og Stefan Bajcetic eru líka allir á meiðslalistanum. Ef Liverpool fær stig í leiknum í kvöld þá tryggir liðið sér sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Leikur Liverpool og LASK í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.50.
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira