Arnaldur á toppnum og fátt fær því breytt Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2023 12:00 Kóngurinn brosmildur. Arnaldur Indriðason hefur efni á því að brosa, hann er á toppnum og fátt virðist fá því breytt. Í uppsöfnuðum lista frá áramótum er hann á hraðferð upp listann, í 7. sæti. vísir/vilhelm Þá lítur fyrsti jóla-bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda ljós. Listi vikunnar nær yfir tímabilið 1.-26. nóvember en fram að jólum verður listinn svo tekinn saman vikulega. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi bókaútgefenda segir þennan fyrsta lista oft svolítið óreiðukenndan og að hann hafi ekki endilega svo mikið forspárgildi um endanlega velgengni þeirra sem þarna eru listaðir. „Þeir eru auðvitað þó nokkrir sem fengu bækur sínar í október, héldu sín útgáfuhóf þá og náðu þar góðri sölu sem ekki skilar sér á þennan lista,“ segir Bryndís. Arnaldur ber fyrirliðabandið Bryndís kýs að að grípa til fótboltalíkingar þegar hún lýsir því helsta sem fyrir augu ber fyrir blaðamanni: Arnaldur ber fyrirliðabandið og gengur fremstur í flokki inn á völlinn, Yrsa, Ragnar, Stefán Máni, Eva Björg, Skúli og Lilja munu öll sækja að Arnaldi og aldrei sætta sig við bekkinn. „Ólafur Jóhann, Auður Ava, Sigríður Hagalín, Vilborg Davíðs, Eiríkur Örn og Auður Jóns eru öll á besta aldri, í fanta formi og munu berjast eins og ljón en ættu ekki að vanmeta hættuna af þolgæðingunum og reynsluboltunum Vigdísi Gríms, Steinunni Sigurðar, Hlín Agnars, Einari Kára og Einari Má,“ segir Bryndís. Bryndís Loftsdóttir er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. Sú bók sem helst kemur á óvart þegar horft er til bóksölu þessa vikuna er Frasabókin.vísir/vilhelm Og hún heldur líkingarmáli sínu til streitu: „Þá erum við ekki einu sinni byrjuð að nefna djarfra leikmenn í glansandi búningum, Bergþóra Snæbjörnsdóttir fer þar fremst í flokki ásamt Þórdísi Helgadóttur, Friðgeiri Einarssyni, Sverri Norland, Braga Páli og Sigtryggi Baldurssyni sem reyndar er þekktari fyrir árangur sinni í annarri íþrótt…“ Allir með bók Bryndís segir gamansöm að það mætti í raun gera frétt ef þeir finnast einhverjir, höfundarnir sem ekki eru með bók fyrir þessi jól. „Á föstudaginn verður svo tilkynnt hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Þeir sem ekki þrykkja tuðrunni í netið þann daginn mega þó ekki láta það slá sig út af laginu, leikurinn er rétt að byrja og mikilvægt að halda fókus alveg fram á aðfangadag. „Allt verður til fjárins unnið“ eins og Gísli segir í sinni sögu.“ Spurð hvort ekkert óvænt megi finna á listunum segir Bryndís það ekki vera svo. „Nei, fjandakornið, það get ég ekki sagt. Jú, reyndar, Frasabókin er skjótast þarna hratt upp listann. Ég hélt að það hefði verið vegna útgáfuteitis en sé, að betur athuguðu máli, að hún er að fara mjög mikið á mörgum útsölustöðum.“ Og þannig er nú það. 20 mest seldu bækurnar 1.-26. nóvember 2023 Sæluríkið - Arnaldur Indriðason Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Frasabókin - Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson Lára missir tönn - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Útkall Mayday - erum að sökkva - Óttar Sveinsson Hvítalogn - Ragnar Jónasson Orri óstöðvandi - jólin eru að koma - Bjarni Fritzson Sveindís Jane - Saga af stelpu í fótbolta - Sveindís Jane Jónsdóttir Syngdu vögguvísur með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Eldgos - Rán Flygenring Borg hinna dauðu - Stefán Máni Bannað að drepa - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring Duft - Söfnuður fallega fólksins - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Salka - Hrekkjavakan - Bjarni Fritzson Kynlegt stríð - Ástandið í nýju ljósi - Bára Baldursdóttir Fótboltastjörnur - Messi er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Skáldverk og ljóð Sæluríkið - Arnaldur Indriðason Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson Hvítalogn - Ragnar Jónasson Borg hinna dauðu - Stefán Máni Duft - Söfnuður fallega fólksins - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir DJ Bambi - Auður Ava Ólafsdóttir Deus - Sigríður Hagalín Björnsdóttir Land næturinnar - Vilborg Davíðsdóttir Maður lifandi - Kristinn Óli S. Haraldsson Kjöt - Bragi Páll Sigurðarson Örverpi - Birna Stefánsdóttir Valskan - Nanna Rögnvaldardóttir Dauðadjúp sprunga - Lilja Sigurðardóttir Náttúrulögmálin - Eiríkur Örn Norðdahl Því dæmist rétt vera - Einar Már Guðmundsson Högni - Auður Jónsdóttir Kletturinn - Sverrir Norland Fræðirit, frásagnir, handbækur og ævisögur Frasabókin - Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Útkall Mayday - erum að sökkva - Óttar Sveinsson Kynlegt stríð - Ástandið í nýju ljósi - Bára Baldursdóttir Hekla - Elsa Harðardóttir Bílar í lífi þjóðar - Örn Sigurðsson Afi minn stríðsfanginn - Elín Hirst Morðin í Dillonshúsi - Sigríður Dúa Goldsworthy Gangandi bassi - Endurminningar djassmanns - Tómas R. Einarsson Pabbabrandarar II - Þorkell Guðmundsson Ullaræði: Villahullu - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Forystufé og fólkið í landinu - Guðjón Ragnar Jónasson og Daníel Hansen Sund - Valdimar Tr. Hafstein og Katrín Snorradóttir Í stríði og friði fréttamennskunnar … - Sigmundur Ernir Rúnarsson Horfinn heimur – minningaglefsur - Þröstur Ólafsson Heiðarprjón - Lene Holme Samsøe, myndh. K. Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir Hagfræði daglegs lífs í stuttu máli - Gylfi Zoega Líkaminn geymir allt: hugur, heili, líkami og batinn eftir á - Bessel van der Kolk, þýð. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Stríðsbjarmar - Úkraína og nágrenni á átakatímum - Valur Gunnarsson Sjálfsræktardagbókin 2024 - Inga Guðlaug Helgadóttir, Helga Fríður Garðarsdóttir og Margrét Kristín Pétursdóttir Prjónadraumar - Sjöfn Kristjánsdóttir Barna- og ungmennabækur Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Lára missir tönn - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Orri óstöðvandi - jólin eru að koma - Bjarni Fritzson Sveindís Jane - Saga af stelpu í fótbolta - Sveindís Jane Jónsdóttir Syngdu vögguvísur með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Eldgos - Rán Flygenring Bannað að drepa - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring Salka - Hrekkjavakan - Bjarni Fritzson Fótboltastjörnur - Messi er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Snúum og leikum, teningaspil - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Jólasyrpa 2023 - Walt Disney Bóbó bangsi í leikskólanum - Hartmut Bieber Litlu börnin læra - sveitin - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Risaeðlugengið 5 - Sæskrímslið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer Lúlli - Ulf Löfgren, Þýð. Sigríður Rögnvaldsdóttir Vatnslitatöfrar - Setberg Gurra - komum á koppinn - Asley Baker Sokkalabbarnir - Þorvaldur Davíð Kristjánsson, myndh. Bergrún Íris Sævarsdóttir Dagbók Kidda klaufa 17 - Rokkarinn reddar öllu - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Álfar - Hjörleifur Hjartarson, myndh. Rán Flygenring Uppsafnaður listi frá áramótum Líkaminn geymir allt: hugur, heili, líkami og batinn eftir á - Bessel van der Kolk, þýð. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Lára missir tönn - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Blóðsykursbyltingin - Jessie Inchauspé, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir Hugrekki til að hafa áhrif - Halla Tómasdóttir Lungu - Pedro Gunnlaugur Garcia Blóðmáni - Jo Nesbø, þýð. Halla Kjartansdóttir Sæluríkið - Arnaldur Indriðason Bella gella krossari - Gunnar Helgason Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Sólarupprás við sjóinn - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding Minningaskrínið - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal Vegahandbókin : ferðahandbókin þín - Ýmsir höfundar Hundaheppni - Lee Child, þýð. Jón Hallur Stefánsson Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn - Julie Caplin, þýð. Kristín Valgerður Gísladóttir Krossgátur Morgunblaðið bók 13 - Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir Verstu gæludýr í heimi - David Walliams Violeta - Isabel Allende, þýð. Sigrún Á. Eiríksdóttir Hvítalogn - Ragnar Jónasson Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi bókaútgefenda segir þennan fyrsta lista oft svolítið óreiðukenndan og að hann hafi ekki endilega svo mikið forspárgildi um endanlega velgengni þeirra sem þarna eru listaðir. „Þeir eru auðvitað þó nokkrir sem fengu bækur sínar í október, héldu sín útgáfuhóf þá og náðu þar góðri sölu sem ekki skilar sér á þennan lista,“ segir Bryndís. Arnaldur ber fyrirliðabandið Bryndís kýs að að grípa til fótboltalíkingar þegar hún lýsir því helsta sem fyrir augu ber fyrir blaðamanni: Arnaldur ber fyrirliðabandið og gengur fremstur í flokki inn á völlinn, Yrsa, Ragnar, Stefán Máni, Eva Björg, Skúli og Lilja munu öll sækja að Arnaldi og aldrei sætta sig við bekkinn. „Ólafur Jóhann, Auður Ava, Sigríður Hagalín, Vilborg Davíðs, Eiríkur Örn og Auður Jóns eru öll á besta aldri, í fanta formi og munu berjast eins og ljón en ættu ekki að vanmeta hættuna af þolgæðingunum og reynsluboltunum Vigdísi Gríms, Steinunni Sigurðar, Hlín Agnars, Einari Kára og Einari Má,“ segir Bryndís. Bryndís Loftsdóttir er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. Sú bók sem helst kemur á óvart þegar horft er til bóksölu þessa vikuna er Frasabókin.vísir/vilhelm Og hún heldur líkingarmáli sínu til streitu: „Þá erum við ekki einu sinni byrjuð að nefna djarfra leikmenn í glansandi búningum, Bergþóra Snæbjörnsdóttir fer þar fremst í flokki ásamt Þórdísi Helgadóttur, Friðgeiri Einarssyni, Sverri Norland, Braga Páli og Sigtryggi Baldurssyni sem reyndar er þekktari fyrir árangur sinni í annarri íþrótt…“ Allir með bók Bryndís segir gamansöm að það mætti í raun gera frétt ef þeir finnast einhverjir, höfundarnir sem ekki eru með bók fyrir þessi jól. „Á föstudaginn verður svo tilkynnt hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Þeir sem ekki þrykkja tuðrunni í netið þann daginn mega þó ekki láta það slá sig út af laginu, leikurinn er rétt að byrja og mikilvægt að halda fókus alveg fram á aðfangadag. „Allt verður til fjárins unnið“ eins og Gísli segir í sinni sögu.“ Spurð hvort ekkert óvænt megi finna á listunum segir Bryndís það ekki vera svo. „Nei, fjandakornið, það get ég ekki sagt. Jú, reyndar, Frasabókin er skjótast þarna hratt upp listann. Ég hélt að það hefði verið vegna útgáfuteitis en sé, að betur athuguðu máli, að hún er að fara mjög mikið á mörgum útsölustöðum.“ Og þannig er nú það. 20 mest seldu bækurnar 1.-26. nóvember 2023 Sæluríkið - Arnaldur Indriðason Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Frasabókin - Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson Lára missir tönn - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Útkall Mayday - erum að sökkva - Óttar Sveinsson Hvítalogn - Ragnar Jónasson Orri óstöðvandi - jólin eru að koma - Bjarni Fritzson Sveindís Jane - Saga af stelpu í fótbolta - Sveindís Jane Jónsdóttir Syngdu vögguvísur með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Eldgos - Rán Flygenring Borg hinna dauðu - Stefán Máni Bannað að drepa - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring Duft - Söfnuður fallega fólksins - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Salka - Hrekkjavakan - Bjarni Fritzson Kynlegt stríð - Ástandið í nýju ljósi - Bára Baldursdóttir Fótboltastjörnur - Messi er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Skáldverk og ljóð Sæluríkið - Arnaldur Indriðason Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson Hvítalogn - Ragnar Jónasson Borg hinna dauðu - Stefán Máni Duft - Söfnuður fallega fólksins - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir DJ Bambi - Auður Ava Ólafsdóttir Deus - Sigríður Hagalín Björnsdóttir Land næturinnar - Vilborg Davíðsdóttir Maður lifandi - Kristinn Óli S. Haraldsson Kjöt - Bragi Páll Sigurðarson Örverpi - Birna Stefánsdóttir Valskan - Nanna Rögnvaldardóttir Dauðadjúp sprunga - Lilja Sigurðardóttir Náttúrulögmálin - Eiríkur Örn Norðdahl Því dæmist rétt vera - Einar Már Guðmundsson Högni - Auður Jónsdóttir Kletturinn - Sverrir Norland Fræðirit, frásagnir, handbækur og ævisögur Frasabókin - Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Útkall Mayday - erum að sökkva - Óttar Sveinsson Kynlegt stríð - Ástandið í nýju ljósi - Bára Baldursdóttir Hekla - Elsa Harðardóttir Bílar í lífi þjóðar - Örn Sigurðsson Afi minn stríðsfanginn - Elín Hirst Morðin í Dillonshúsi - Sigríður Dúa Goldsworthy Gangandi bassi - Endurminningar djassmanns - Tómas R. Einarsson Pabbabrandarar II - Þorkell Guðmundsson Ullaræði: Villahullu - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Forystufé og fólkið í landinu - Guðjón Ragnar Jónasson og Daníel Hansen Sund - Valdimar Tr. Hafstein og Katrín Snorradóttir Í stríði og friði fréttamennskunnar … - Sigmundur Ernir Rúnarsson Horfinn heimur – minningaglefsur - Þröstur Ólafsson Heiðarprjón - Lene Holme Samsøe, myndh. K. Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir Hagfræði daglegs lífs í stuttu máli - Gylfi Zoega Líkaminn geymir allt: hugur, heili, líkami og batinn eftir á - Bessel van der Kolk, þýð. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Stríðsbjarmar - Úkraína og nágrenni á átakatímum - Valur Gunnarsson Sjálfsræktardagbókin 2024 - Inga Guðlaug Helgadóttir, Helga Fríður Garðarsdóttir og Margrét Kristín Pétursdóttir Prjónadraumar - Sjöfn Kristjánsdóttir Barna- og ungmennabækur Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Lára missir tönn - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Orri óstöðvandi - jólin eru að koma - Bjarni Fritzson Sveindís Jane - Saga af stelpu í fótbolta - Sveindís Jane Jónsdóttir Syngdu vögguvísur með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Eldgos - Rán Flygenring Bannað að drepa - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring Salka - Hrekkjavakan - Bjarni Fritzson Fótboltastjörnur - Messi er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Snúum og leikum, teningaspil - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Jólasyrpa 2023 - Walt Disney Bóbó bangsi í leikskólanum - Hartmut Bieber Litlu börnin læra - sveitin - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Risaeðlugengið 5 - Sæskrímslið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer Lúlli - Ulf Löfgren, Þýð. Sigríður Rögnvaldsdóttir Vatnslitatöfrar - Setberg Gurra - komum á koppinn - Asley Baker Sokkalabbarnir - Þorvaldur Davíð Kristjánsson, myndh. Bergrún Íris Sævarsdóttir Dagbók Kidda klaufa 17 - Rokkarinn reddar öllu - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Álfar - Hjörleifur Hjartarson, myndh. Rán Flygenring Uppsafnaður listi frá áramótum Líkaminn geymir allt: hugur, heili, líkami og batinn eftir á - Bessel van der Kolk, þýð. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Lára missir tönn - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Blóðsykursbyltingin - Jessie Inchauspé, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir Hugrekki til að hafa áhrif - Halla Tómasdóttir Lungu - Pedro Gunnlaugur Garcia Blóðmáni - Jo Nesbø, þýð. Halla Kjartansdóttir Sæluríkið - Arnaldur Indriðason Bella gella krossari - Gunnar Helgason Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Sólarupprás við sjóinn - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding Minningaskrínið - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal Vegahandbókin : ferðahandbókin þín - Ýmsir höfundar Hundaheppni - Lee Child, þýð. Jón Hallur Stefánsson Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn - Julie Caplin, þýð. Kristín Valgerður Gísladóttir Krossgátur Morgunblaðið bók 13 - Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir Verstu gæludýr í heimi - David Walliams Violeta - Isabel Allende, þýð. Sigrún Á. Eiríksdóttir Hvítalogn - Ragnar Jónasson
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira