Nasistarnir kitla alltaf Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2023 07:02 Skúli Sigurðsson er mættur aftur með bók, ári eftir að hann sló rækilega í gegn með sína fyrstu. Þessi er betri, að sögn höfundarins. vísir/vilhelm Fyrir ári kom Skúli Sigurðsson, þá óþekktur, með miklum látum inn í íslenska rithöfundastétt. Ný bók hans Stóri bróðir, sló rækilega í gegn og var Skúli sæmdur sjálfum Blóðdropanum 2023, íslensku glæpasagnaverðlaununum fyrir hana. Skúli er nú mættur einu ári síðar með sína aðra bók, Manninn frá São Paulo. Svo vitnað sé í kynningu þá segir að um sé að ræða spennusögu um launmorð, njósnir og nasista á flótta. Skúli hefur sagt að það hafi tekið sig langan tíma að skrúfa Stóra bróður saman en hann er mættur strax aftur að ári og því vert að spyrja hvort hann sé búinn að taka ákvörðun um að gerast glæpasagnahöfundur? „Ég ætla að minnsta kosti að láta á það reyna. Þetta er það sem mér finnst skemmtilegast. Og kannski verður ekki aftur snúið úr því sem komið er.“ Alltaf pláss fyrir góða glæpasögu Skúli hefur komið sér fyrir og er tilbúinn að svara spurningum blaðamanns Vísis. Hann starfar sem lögfræðingur meðfram ritstörfum en er nú aðallega í upplestrum, kynningu og útgáfumálum í augnablikinu. „Og svo hin og þessi tilfallandi verkefni.“ Við erum að tala um framtíðarhorfur og það að Skúli ætli að láta á það reyna að gerast glæpasagnahöfundur. Er þar ekki að verða svolítið kraðak, mikil samkeppni – mér sýnist annar hver maður vera með krimma í maganum? „Jú, það eru margar bækur, margir höfundar og kannski kraðak, en mér sýnist að Íslendingar verði seint mettir þegar kemur að reyfurum. Skúli hefur ekki áhyggjur af því að gæpa- og spennusagnahöfundarnir séu of margir.vísir/vilhelm Breiddin í flórunni er líka næg til að fólk þreytist ekki á þessari tegund bóka, það er allt annað að lesa Yrsu og Arnald, Stefán Mána eða Lilju. Svo er slíkur þorsti í íslenskar spennusögur erlendis að það er vandséð að svona lítil þjóð geti annað eftirspurninni, jafnvel þótt annar hver maður gangi með krimma undir belti.“ Þetta er athyglisverðir punktar. Mér finnst þessi áhugi, sem virðist óendanlegur rétt eins og þú bendir á, athyglisverður. Hvað veldur þessum glæpasagnaþorsta Íslendinga, heldurðu? „Ég er ekki viss um að þessi þorsti hrjái bara Íslendinga, ég held að þetta sé sammannlegt fyrirbæri. Við sækjum í spennu og myrkur til að koma blóðinu af stað, hvort sem það er í formi spennusagna, kvikmynda, sjónvarpsþátta eða annars. Hjá Íslendingum kemur þetta kannski skýrar fram í lestri bóka af því að hefðin fyrir því er rík.“ Epli og appelsínur Lestur góðra bóka er vissulega hefð á Íslandi en eru hinar svokölluðu „fagurbókmenntir“ ekki hreinlega að verða undir holskeflu glæpasagna í jólabókaflóðinu? Þær virðast eiga fullt í fangi með að halda sér á floti og maður skynjar hreinlega ónot eða harðyrði meðal þeirra sem þær skrifa í garð spennubókanna? Þó ekki fari hátt. „Ég hef ekki áhyggjur af því að fagurbókmenntirnar verði undir krimmunum, ég held að þetta séu svo ólík form sem fullnægja svo ólíkum þörfum og löngunum að samkeppni þar á milli sé í raun takmörkuð. Þær stórfréttir eru kynntar hér að framleiðslufyrirtækið ACT4, með Ólaf Darra í broddi fylkingar, hefur tryggt sér réttinn á Stóra bróður eftir Skúla.vísir/vilhelm Þetta eru appelsínur móti eplum og ég held að hvorugt geti skákað hinu. Stundum langar mann í appelsínu, stundum í epli. Og sumir eru hrifnari af eplum en appelsínum. Þegar upp er staðið held ég að krimmarnir geti aldrei tekið við af fagurbókmenntunum. Og öfugt.“ Gott og vel. „En vissulega taka spennusögurnar mikið af sviðsljósinu enda höfða þær kannski til fjöldans. Svona eins og Taylor Swift fær meiri athygli en Riccardo Chailly þessa dagana,“ segir Skúli og áréttar að Chailly sé talinn einn besti konsertmeistari heims þessa dagana. „Ég veit ekki meir.“ Og svo er auðvitað þetta sem er að spennusögur virðast tengjast betur nútímalegri miðlum á borð við sjónvarp? „Já, það má segja það. Þetta er form sem höfðar til mjög breiðs hóps og hentar vel í myndrænt form, hvort sem í kvikmyndir eða sjónvarp. Spenna og óhugnaður selur, það er einfalt mál. Þó er spurning hvort tenging í þessa miðla er mikið minni hvað varðar fagurbókmenntir, markaðurinn er vissulega smærri en þó er alltaf eftirspurn eftir því sem kalla má „hámenningarlegt“ efni. Svo eru mörkin þarna á milli alltaf dálítið óljós og að mínu mati hvorki eins skýr né mikilvæg og margir vilja vera láta.“ ACT4 ætlar að gera sjónvarpsseríu Nú finnst mér stundum sem spennusagnahöfundar skrifi sögur sínar að teknu tilliti til þess að þær verði (hugsanlega) kvikmyndaðar? Hvernig horfir það við þér? „Ég geri það að minnsta kosti ekki meðvitað en það er ekkert launungarmál að kvikmyndir hafa haft mikil áhrif á mig og mér skilst að það komi stundum í ljós í „cínematískum“ senum og lýsingum. Mín aðferð hefur verið að hugsa ekki um þetta heldur skrifa söguna eins og hún á að vera. Skúli hefur mjög gaman að rimmu gagnrýnenda Kiljunnar og fíflast með það að hann muni líklega sækjast eftir Kollu Bergþórs sem næsta ritstjóra sínum.vísir/vilhelm Eins og hún þarf að vera. Ef einhver vill svo kvikmynda hana þá má gera breytingar eins og þarf. Það getur reynst skeinuhætt að skrifa með einhvern annan tilgang en að skrifa góða sögu. En góð saga er góð saga, formið er ekki aðalatriði. Ef sagan gerir sig á prenti er líklegt að hún geri sig á tjaldinu eða skjánum.“ Nákvæmlega. Og nú heyri ég að bíómenn vilji búa til eitthvað úr Stóra bróður? „Jú, það stemmir. ACT4, með Ólaf Darra í fararbroddi, ætlar að framleiða sjónvarpsseríu eftir bókinni.“ Og verður þú eitthvað viðloðandi það verkefni? „Já, Darri og félagar hafa verið mjög áfram um að hafa mig með í ráðum og að ég hafi aðkomu að verkefninu, jafnvel að handritaskrifum og leikaravali. Mér líst auðvitað vel á það en ég treysti þeim mjög vel fyrir þessu. Ég mun reyna að skipta mér ekki af um of, ég vil ekki verða erfiði höfundurinn. Kannski get ég verið eins konar neyðarhemill en ég held að þess þurfi ekki, mér finnst þeir hafa skýra og góða sýn á söguna. Ég hlakka alveg ofboðslega til að vinna að þessu með þeim.“ Stóri bróðir var sannkölluð sigurganga, vart er hægt að hugsa sér betri gangsetningu á eins og einum rithöfundaferli. Hvað finnst þér um viðtökurnar við Manninum frá São Paulo? „Það er kannski svolítið snemmt að segja til um það en ég get ekki kvartað. Mér þykir fólk áhugasamt þegar ég er með upplestra og þeir sem hafa lesið láta vel af bókinni.“ Kolla kemur til greina sem næsti ritstjóri Skúli áttar sig reyndar vel á því að fæstir myndu gefa sig á tal við sig til þess eins að rakka bókina niður. „En dómarnir hafa heilt yfir verið jákvæðir og það var gaman að Kiljunni um daginn, Ingibjörg Iða var mjög ánægð en Kolbrún bara óaði sig.“ Lesendum til glöggvunar tókust gagnrýnendur bókaþáttarins Kiljunnar, þær Kolbrún Bergþórsdóttir og Ingibjörg Iða, á um bók Skúla: „Um leið og þú opnar bókina færðu tímalínu um atburði síðari heimsstyrjaldar hvað varðar niðurbrot nasistaflokksins,“ segir Ingibjörg Iða. „Þetta er listilega gert. Ég gat ekki lagt bókina frá mér.“ „Ég gæti ekki verið meira ósammála,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir. „Listilega gert er alls ekki orðið. Mér finnst þessi bók dæmigerð bók sem hefði þurft harðan yfirlestur.“ Kolbrún segir hugmynd bókarinnar góða og að það séu margir góðir sprettir en of mikið af endurtekningum. „Í köflunum sem gerast 1977 gerist það hvað eftir annað að samtölin eru ógnarlöng. Það er verið að segja sömu hlutina aftur og aftur.“ „Ég get tekið undir að ákveðnu leyti,“ segir Ingibjörg. „Stór hluti sögunnar snýst um að ákveðin skjöl séu túlkuð á ákveðinn veg og það hefði mátt skýra þau skjöl aðeins betur á köflum,“ segir hún. „Undir lokin spyr maður: Hvert er þetta að fara? En endalokin björguðu bókinni.“ Þar er Kolbrún henni sammála að hluta. „Endalokin voru góð en björguðu svo sannarlega ekki bókinni,“ segir Kolbrún. „Góður yfirlesari er sá eini sem hefði geta bjargað þessari bók.“ Skúli hefur gaman að þessum skoðanaágreiningi gagnrýnendanna. „Maðurinn frá São Paulo hefur fengið fleiri og betri dóma en Stóri bróðir svo mér líst bara vel á þetta. Eins og þú segir var Stóra bróður vel tekið, betur en nokkur nýr höfundur getur leyft sér að dreyma um, en ég er sáttur ef ég veld lesendum ekki vonbrigðum með þessari. Hún er mjó línan milli glæpasögu og spennusögu, að sögn Skúla.vísir/vilhelm Þess utan er ég persónulega sannfærður um að Maðurinn frá São Paulo er betri bók, ég reyni að láta mér það duga.“ Sko, bara svo það komi fram þá hef ég lesið bókina og mér finnst hún frábær. En Kolla talaði í sífellu um að það sem hefði getað bjargað henni væri betri yfirlestur? Eru þetta ekki kaldar kveðjur til föður þíns? „Takk fyrir það,“ segir Skúli og glottir. „Ég held að Kolbrún verði að svara fyrir þetta en Ingunn Snædal, ritstjórinn minn, og faðir minn, skuggaritstjórinn, tóku mig engum vettlingatökum. Ekki frekar en í Stóra bróður. Ég hef kannski samband við Kolbrúnu varðandi ritstjórn á næstu bók,“ segir Skúli og hlær. Glæpasaga eða spennusaga Hver er munurinn á glæpasögu og spennusögu? „Ég lít sjálfur þannig á að glæpasaga snúist um einn glæp eða röð tengdra glæpa og rannsókn á því. Glæpurinn er yfirstaðinn. Yfirleitt er frásögnin frá sjónarhóli lögreglumanna eða annarra rannsakenda og snýst um að komast að því hver var að verki. Spennusaga, eða þriller, snýst meira um spennandi atburðarás, saga þar sem einhver hætta er yfirvofandi. Atburðarásin er yfirstandandi og kemur í ljós, fókusinn er ekki á liðna atburði. Sjónarhóllinn getur verið hver sem er og oft er það eitthvað grey sem lendir í hringiðu atburða sem hann ræður ekki við.“ Skúli hugsar sig um. „Mér finnst alltaf gott í þessu samhengi að vísa í verk guðföðurins í íslenskum krimmum, Arnaldar Indriða: Mýrin er glæpasaga, Konungsbók er spennusaga. En það er ekki skýr lína á milli glæpa- og spennusagna, alls ekki, og ég held að flestar spennusögur hafi einhver einkenni glæpasagna og öfugt. Og svo má hafa endalausar skoðanir á þessu og rífast.“ Ég átta mig á því að þarna er mjó lína, og þess vegna spyr ég en … þú skrifar spennusögur en ekki glæpasögur? „Já, ég held það. Í öll bæði skiptin. Ég held að bækurnar báðar beri fleiri einkenni spennusagna en glæpasagna, eins og ég skil muninn. Þótt í þeim séu framdir glæpir sem gegna lykilhlutverki þá er ekki aðalmálið að leysa úr þeim heldur er það atburðarásin sem spinnst vegna þeirra og í kringum þá. En sögur geta verið svo margskonar að það er ómögulegt flokka þær í svona afmörkuð box. Og eins manns glæpasaga er annars spennusaga.“ Óskiljanleg villimennska nasistanna Nákvæmlega. Sko, bókin flengist um nokkur sögusvið og tímaskeið. Þetta hefur væntanlega kostað einhverjar rannsóknir? „Jú, dálitlar. Ég var heppinn með að um flótta nasista til Suður-Ameríku, mennina sem ég gerði að sögupersónum og atburðina sem ég þræddi inn hefur verið skrifaður mýgrútur af bókum þannig að það var auðvelt að finna heimildir. Aðeins eru 80 ár frá því að illvirki nasistanna í 3. ríkinu áttu sér stað og því ekkert skrítið við það að þau séu yrkisefni rithöfunda.vísir/vilhelm Efnið var áhugavert svo þetta var kvalalaust og hreinlega skemmtilegt. Varðandi sögusviðið árið 1977 gat ég stólað á foreldra mína og móðurbróður, þetta voru þeirra sokkabandsár, en þar komu líka til sögunnar gamlar blaðagreinar, ljósmyndir og fleira. Svo bý ég að því að hafa ferðast allnokkuð um Suður-Ameríku og átti auðvelt með að setja mig inn í anda Brasilíu og Argentínu og setja söguna á svið þar, þótt reyndar hafi ég verið þarna nokkrum áratugum of seint.“ Og enn eiga nasistarnir erindi við íslenska lesendur? „Ég held að nasistarnir kitli fólk alltaf, eigi alltaf erindi í þeim skilningi. Þessi óskiljanlega villimennska í hjarta Evrópu fyrir ekki nema 80 árum. Við getum ekki litið undan og ég held að við séum enn, meðvitað og ómeðvitað, að reyna að skilja þessa illsku. Þótt atburðirnir hafi verið hræðilegir, eins og ég geri mér far um að lýsa í Manninum frá São Paulo, er staðreyndin sú að þetta er gott sagnaefni, traustur grundvöllur fyrir hvort sem er glæpa- eða spennusögur.“ Einu sinni heyrði ég mann spyrja: Hvað hefði eiginlega orðið um bókmenntirnar ef ekki hefði verið seinni heimstyrjöldin? Um hana hafa verið skrifaðar bílfarmarnir. Ég hafði ekki svar en langar til að spyrja þig þessarar spurningar? „Ætli höfundum hefði ekki lagst eitthvað til. Þeim eru engin takmörk sett.“ Höfundatal Bíó og sjónvarp Bókmenntir Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Skúli er nú mættur einu ári síðar með sína aðra bók, Manninn frá São Paulo. Svo vitnað sé í kynningu þá segir að um sé að ræða spennusögu um launmorð, njósnir og nasista á flótta. Skúli hefur sagt að það hafi tekið sig langan tíma að skrúfa Stóra bróður saman en hann er mættur strax aftur að ári og því vert að spyrja hvort hann sé búinn að taka ákvörðun um að gerast glæpasagnahöfundur? „Ég ætla að minnsta kosti að láta á það reyna. Þetta er það sem mér finnst skemmtilegast. Og kannski verður ekki aftur snúið úr því sem komið er.“ Alltaf pláss fyrir góða glæpasögu Skúli hefur komið sér fyrir og er tilbúinn að svara spurningum blaðamanns Vísis. Hann starfar sem lögfræðingur meðfram ritstörfum en er nú aðallega í upplestrum, kynningu og útgáfumálum í augnablikinu. „Og svo hin og þessi tilfallandi verkefni.“ Við erum að tala um framtíðarhorfur og það að Skúli ætli að láta á það reyna að gerast glæpasagnahöfundur. Er þar ekki að verða svolítið kraðak, mikil samkeppni – mér sýnist annar hver maður vera með krimma í maganum? „Jú, það eru margar bækur, margir höfundar og kannski kraðak, en mér sýnist að Íslendingar verði seint mettir þegar kemur að reyfurum. Skúli hefur ekki áhyggjur af því að gæpa- og spennusagnahöfundarnir séu of margir.vísir/vilhelm Breiddin í flórunni er líka næg til að fólk þreytist ekki á þessari tegund bóka, það er allt annað að lesa Yrsu og Arnald, Stefán Mána eða Lilju. Svo er slíkur þorsti í íslenskar spennusögur erlendis að það er vandséð að svona lítil þjóð geti annað eftirspurninni, jafnvel þótt annar hver maður gangi með krimma undir belti.“ Þetta er athyglisverðir punktar. Mér finnst þessi áhugi, sem virðist óendanlegur rétt eins og þú bendir á, athyglisverður. Hvað veldur þessum glæpasagnaþorsta Íslendinga, heldurðu? „Ég er ekki viss um að þessi þorsti hrjái bara Íslendinga, ég held að þetta sé sammannlegt fyrirbæri. Við sækjum í spennu og myrkur til að koma blóðinu af stað, hvort sem það er í formi spennusagna, kvikmynda, sjónvarpsþátta eða annars. Hjá Íslendingum kemur þetta kannski skýrar fram í lestri bóka af því að hefðin fyrir því er rík.“ Epli og appelsínur Lestur góðra bóka er vissulega hefð á Íslandi en eru hinar svokölluðu „fagurbókmenntir“ ekki hreinlega að verða undir holskeflu glæpasagna í jólabókaflóðinu? Þær virðast eiga fullt í fangi með að halda sér á floti og maður skynjar hreinlega ónot eða harðyrði meðal þeirra sem þær skrifa í garð spennubókanna? Þó ekki fari hátt. „Ég hef ekki áhyggjur af því að fagurbókmenntirnar verði undir krimmunum, ég held að þetta séu svo ólík form sem fullnægja svo ólíkum þörfum og löngunum að samkeppni þar á milli sé í raun takmörkuð. Þær stórfréttir eru kynntar hér að framleiðslufyrirtækið ACT4, með Ólaf Darra í broddi fylkingar, hefur tryggt sér réttinn á Stóra bróður eftir Skúla.vísir/vilhelm Þetta eru appelsínur móti eplum og ég held að hvorugt geti skákað hinu. Stundum langar mann í appelsínu, stundum í epli. Og sumir eru hrifnari af eplum en appelsínum. Þegar upp er staðið held ég að krimmarnir geti aldrei tekið við af fagurbókmenntunum. Og öfugt.“ Gott og vel. „En vissulega taka spennusögurnar mikið af sviðsljósinu enda höfða þær kannski til fjöldans. Svona eins og Taylor Swift fær meiri athygli en Riccardo Chailly þessa dagana,“ segir Skúli og áréttar að Chailly sé talinn einn besti konsertmeistari heims þessa dagana. „Ég veit ekki meir.“ Og svo er auðvitað þetta sem er að spennusögur virðast tengjast betur nútímalegri miðlum á borð við sjónvarp? „Já, það má segja það. Þetta er form sem höfðar til mjög breiðs hóps og hentar vel í myndrænt form, hvort sem í kvikmyndir eða sjónvarp. Spenna og óhugnaður selur, það er einfalt mál. Þó er spurning hvort tenging í þessa miðla er mikið minni hvað varðar fagurbókmenntir, markaðurinn er vissulega smærri en þó er alltaf eftirspurn eftir því sem kalla má „hámenningarlegt“ efni. Svo eru mörkin þarna á milli alltaf dálítið óljós og að mínu mati hvorki eins skýr né mikilvæg og margir vilja vera láta.“ ACT4 ætlar að gera sjónvarpsseríu Nú finnst mér stundum sem spennusagnahöfundar skrifi sögur sínar að teknu tilliti til þess að þær verði (hugsanlega) kvikmyndaðar? Hvernig horfir það við þér? „Ég geri það að minnsta kosti ekki meðvitað en það er ekkert launungarmál að kvikmyndir hafa haft mikil áhrif á mig og mér skilst að það komi stundum í ljós í „cínematískum“ senum og lýsingum. Mín aðferð hefur verið að hugsa ekki um þetta heldur skrifa söguna eins og hún á að vera. Skúli hefur mjög gaman að rimmu gagnrýnenda Kiljunnar og fíflast með það að hann muni líklega sækjast eftir Kollu Bergþórs sem næsta ritstjóra sínum.vísir/vilhelm Eins og hún þarf að vera. Ef einhver vill svo kvikmynda hana þá má gera breytingar eins og þarf. Það getur reynst skeinuhætt að skrifa með einhvern annan tilgang en að skrifa góða sögu. En góð saga er góð saga, formið er ekki aðalatriði. Ef sagan gerir sig á prenti er líklegt að hún geri sig á tjaldinu eða skjánum.“ Nákvæmlega. Og nú heyri ég að bíómenn vilji búa til eitthvað úr Stóra bróður? „Jú, það stemmir. ACT4, með Ólaf Darra í fararbroddi, ætlar að framleiða sjónvarpsseríu eftir bókinni.“ Og verður þú eitthvað viðloðandi það verkefni? „Já, Darri og félagar hafa verið mjög áfram um að hafa mig með í ráðum og að ég hafi aðkomu að verkefninu, jafnvel að handritaskrifum og leikaravali. Mér líst auðvitað vel á það en ég treysti þeim mjög vel fyrir þessu. Ég mun reyna að skipta mér ekki af um of, ég vil ekki verða erfiði höfundurinn. Kannski get ég verið eins konar neyðarhemill en ég held að þess þurfi ekki, mér finnst þeir hafa skýra og góða sýn á söguna. Ég hlakka alveg ofboðslega til að vinna að þessu með þeim.“ Stóri bróðir var sannkölluð sigurganga, vart er hægt að hugsa sér betri gangsetningu á eins og einum rithöfundaferli. Hvað finnst þér um viðtökurnar við Manninum frá São Paulo? „Það er kannski svolítið snemmt að segja til um það en ég get ekki kvartað. Mér þykir fólk áhugasamt þegar ég er með upplestra og þeir sem hafa lesið láta vel af bókinni.“ Kolla kemur til greina sem næsti ritstjóri Skúli áttar sig reyndar vel á því að fæstir myndu gefa sig á tal við sig til þess eins að rakka bókina niður. „En dómarnir hafa heilt yfir verið jákvæðir og það var gaman að Kiljunni um daginn, Ingibjörg Iða var mjög ánægð en Kolbrún bara óaði sig.“ Lesendum til glöggvunar tókust gagnrýnendur bókaþáttarins Kiljunnar, þær Kolbrún Bergþórsdóttir og Ingibjörg Iða, á um bók Skúla: „Um leið og þú opnar bókina færðu tímalínu um atburði síðari heimsstyrjaldar hvað varðar niðurbrot nasistaflokksins,“ segir Ingibjörg Iða. „Þetta er listilega gert. Ég gat ekki lagt bókina frá mér.“ „Ég gæti ekki verið meira ósammála,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir. „Listilega gert er alls ekki orðið. Mér finnst þessi bók dæmigerð bók sem hefði þurft harðan yfirlestur.“ Kolbrún segir hugmynd bókarinnar góða og að það séu margir góðir sprettir en of mikið af endurtekningum. „Í köflunum sem gerast 1977 gerist það hvað eftir annað að samtölin eru ógnarlöng. Það er verið að segja sömu hlutina aftur og aftur.“ „Ég get tekið undir að ákveðnu leyti,“ segir Ingibjörg. „Stór hluti sögunnar snýst um að ákveðin skjöl séu túlkuð á ákveðinn veg og það hefði mátt skýra þau skjöl aðeins betur á köflum,“ segir hún. „Undir lokin spyr maður: Hvert er þetta að fara? En endalokin björguðu bókinni.“ Þar er Kolbrún henni sammála að hluta. „Endalokin voru góð en björguðu svo sannarlega ekki bókinni,“ segir Kolbrún. „Góður yfirlesari er sá eini sem hefði geta bjargað þessari bók.“ Skúli hefur gaman að þessum skoðanaágreiningi gagnrýnendanna. „Maðurinn frá São Paulo hefur fengið fleiri og betri dóma en Stóri bróðir svo mér líst bara vel á þetta. Eins og þú segir var Stóra bróður vel tekið, betur en nokkur nýr höfundur getur leyft sér að dreyma um, en ég er sáttur ef ég veld lesendum ekki vonbrigðum með þessari. Hún er mjó línan milli glæpasögu og spennusögu, að sögn Skúla.vísir/vilhelm Þess utan er ég persónulega sannfærður um að Maðurinn frá São Paulo er betri bók, ég reyni að láta mér það duga.“ Sko, bara svo það komi fram þá hef ég lesið bókina og mér finnst hún frábær. En Kolla talaði í sífellu um að það sem hefði getað bjargað henni væri betri yfirlestur? Eru þetta ekki kaldar kveðjur til föður þíns? „Takk fyrir það,“ segir Skúli og glottir. „Ég held að Kolbrún verði að svara fyrir þetta en Ingunn Snædal, ritstjórinn minn, og faðir minn, skuggaritstjórinn, tóku mig engum vettlingatökum. Ekki frekar en í Stóra bróður. Ég hef kannski samband við Kolbrúnu varðandi ritstjórn á næstu bók,“ segir Skúli og hlær. Glæpasaga eða spennusaga Hver er munurinn á glæpasögu og spennusögu? „Ég lít sjálfur þannig á að glæpasaga snúist um einn glæp eða röð tengdra glæpa og rannsókn á því. Glæpurinn er yfirstaðinn. Yfirleitt er frásögnin frá sjónarhóli lögreglumanna eða annarra rannsakenda og snýst um að komast að því hver var að verki. Spennusaga, eða þriller, snýst meira um spennandi atburðarás, saga þar sem einhver hætta er yfirvofandi. Atburðarásin er yfirstandandi og kemur í ljós, fókusinn er ekki á liðna atburði. Sjónarhóllinn getur verið hver sem er og oft er það eitthvað grey sem lendir í hringiðu atburða sem hann ræður ekki við.“ Skúli hugsar sig um. „Mér finnst alltaf gott í þessu samhengi að vísa í verk guðföðurins í íslenskum krimmum, Arnaldar Indriða: Mýrin er glæpasaga, Konungsbók er spennusaga. En það er ekki skýr lína á milli glæpa- og spennusagna, alls ekki, og ég held að flestar spennusögur hafi einhver einkenni glæpasagna og öfugt. Og svo má hafa endalausar skoðanir á þessu og rífast.“ Ég átta mig á því að þarna er mjó lína, og þess vegna spyr ég en … þú skrifar spennusögur en ekki glæpasögur? „Já, ég held það. Í öll bæði skiptin. Ég held að bækurnar báðar beri fleiri einkenni spennusagna en glæpasagna, eins og ég skil muninn. Þótt í þeim séu framdir glæpir sem gegna lykilhlutverki þá er ekki aðalmálið að leysa úr þeim heldur er það atburðarásin sem spinnst vegna þeirra og í kringum þá. En sögur geta verið svo margskonar að það er ómögulegt flokka þær í svona afmörkuð box. Og eins manns glæpasaga er annars spennusaga.“ Óskiljanleg villimennska nasistanna Nákvæmlega. Sko, bókin flengist um nokkur sögusvið og tímaskeið. Þetta hefur væntanlega kostað einhverjar rannsóknir? „Jú, dálitlar. Ég var heppinn með að um flótta nasista til Suður-Ameríku, mennina sem ég gerði að sögupersónum og atburðina sem ég þræddi inn hefur verið skrifaður mýgrútur af bókum þannig að það var auðvelt að finna heimildir. Aðeins eru 80 ár frá því að illvirki nasistanna í 3. ríkinu áttu sér stað og því ekkert skrítið við það að þau séu yrkisefni rithöfunda.vísir/vilhelm Efnið var áhugavert svo þetta var kvalalaust og hreinlega skemmtilegt. Varðandi sögusviðið árið 1977 gat ég stólað á foreldra mína og móðurbróður, þetta voru þeirra sokkabandsár, en þar komu líka til sögunnar gamlar blaðagreinar, ljósmyndir og fleira. Svo bý ég að því að hafa ferðast allnokkuð um Suður-Ameríku og átti auðvelt með að setja mig inn í anda Brasilíu og Argentínu og setja söguna á svið þar, þótt reyndar hafi ég verið þarna nokkrum áratugum of seint.“ Og enn eiga nasistarnir erindi við íslenska lesendur? „Ég held að nasistarnir kitli fólk alltaf, eigi alltaf erindi í þeim skilningi. Þessi óskiljanlega villimennska í hjarta Evrópu fyrir ekki nema 80 árum. Við getum ekki litið undan og ég held að við séum enn, meðvitað og ómeðvitað, að reyna að skilja þessa illsku. Þótt atburðirnir hafi verið hræðilegir, eins og ég geri mér far um að lýsa í Manninum frá São Paulo, er staðreyndin sú að þetta er gott sagnaefni, traustur grundvöllur fyrir hvort sem er glæpa- eða spennusögur.“ Einu sinni heyrði ég mann spyrja: Hvað hefði eiginlega orðið um bókmenntirnar ef ekki hefði verið seinni heimstyrjöldin? Um hana hafa verið skrifaðar bílfarmarnir. Ég hafði ekki svar en langar til að spyrja þig þessarar spurningar? „Ætli höfundum hefði ekki lagst eitthvað til. Þeim eru engin takmörk sett.“
„Um leið og þú opnar bókina færðu tímalínu um atburði síðari heimsstyrjaldar hvað varðar niðurbrot nasistaflokksins,“ segir Ingibjörg Iða. „Þetta er listilega gert. Ég gat ekki lagt bókina frá mér.“ „Ég gæti ekki verið meira ósammála,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir. „Listilega gert er alls ekki orðið. Mér finnst þessi bók dæmigerð bók sem hefði þurft harðan yfirlestur.“ Kolbrún segir hugmynd bókarinnar góða og að það séu margir góðir sprettir en of mikið af endurtekningum. „Í köflunum sem gerast 1977 gerist það hvað eftir annað að samtölin eru ógnarlöng. Það er verið að segja sömu hlutina aftur og aftur.“ „Ég get tekið undir að ákveðnu leyti,“ segir Ingibjörg. „Stór hluti sögunnar snýst um að ákveðin skjöl séu túlkuð á ákveðinn veg og það hefði mátt skýra þau skjöl aðeins betur á köflum,“ segir hún. „Undir lokin spyr maður: Hvert er þetta að fara? En endalokin björguðu bókinni.“ Þar er Kolbrún henni sammála að hluta. „Endalokin voru góð en björguðu svo sannarlega ekki bókinni,“ segir Kolbrún. „Góður yfirlesari er sá eini sem hefði geta bjargað þessari bók.“
Höfundatal Bíó og sjónvarp Bókmenntir Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira