Svona leit Reykjavík út á fimmta áratugnum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. desember 2023 08:01 Lækjargata 2-14. Hér má sjá Nýja Bíó, Verslun Ingibjargar Johnsen, söluskrifstofu Loftleiða og söluskrifstofu Flugfélags Íslands. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Á fimmta áratug síðustu aldar gekk Reykjavík í gegnum mikið uppbyggingarskeið. Fólk í atvinnuleit streymdi í bæinn, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og yfirvöld voru undir miklum þrýstingi þegar kom að húsnæðismálum. Allt fram að seinni heimstyrjöld byggðist Reykjavík sem samfelld og heislteypt borg með þungamiðju í gömul Kvosinni og árið 1943 var farið að leggja drög að skipulagi Norðurmýrar, fyrsta bæjarhverfisins utan Hringbrautar. Á árum seinni heimstyrjaldar sköpuðust nýjar aðstæður sem áttu eftir að reyndast afdrifaríkar fyrir þróun borgarinnar. Bygging flugvallar í Vatnsmýrinni kom í veg fyrir áframhaldandi vöxt byggðar til suðurs í átt að Skerjafirði. Herskálahverfi, sem reist voru við jaðra bæjarins stóðu víða í vegi fyrir nýrri byggð. Byggð tók að myndast fjarri miðbænum; fyrsta skipulagða úthverfið í Reykjavík reis í austanverðu Kleppsholti um og eftir 1942, við Langholtsveg, Efstasund og aðliggjandi götur. Nokkrum árum síðar hófst síðan uppbygging í elsta hluta Vogahverfis og um sama leyti byggðist Teigahverfið, á milli Sigrúns og Sundlaugarvegar. Reykjavík var smám saman að breytast úr bæ í borg. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafn Reykjavíkur og voru teknar í Reykjavík á árunum 1940 -1949. 31. mars 1948. Ungir blaðsöludrengir á Lækjartorgi selja Morgunblaðið og Þjóðviljann.Hannes Pálsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Lækjarbrekka við Bankastræti.Ólafur K. Magnússon/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1945. Hljómskálagarður í Reykjavík. Nokkrir einkennisklæddir sjóliðar sitja við tjörn og drekka af flöskum. Háskóli Íslands og braggahverfi á Háskólasvæðinu í bakgrunni.Valdimar R. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1941. Herskálahverfið Skipton Camp í Skólavörðuholti í Reykjavík. Í fjarska sést Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar.Skapti Guðjónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1946-1949. Miðbærinn í Reykjavík. Lækjartorg, Útvegsbanki Íslands (Austurstræti 19/Lækjartorg 1), gamli söluturninn, Hótel Hekla (Hafnarstræti 20), Smjörhúsið (Hafnarstræti 22), Siemsenhús (Hafnarstræti 23), Eimskipafélagshúsið (Pósthússtræti 2) og fleira. Söluturninn Áttstrendi á horni Hverfisgötu og Kalkofnsvegar.Nikulás Friðriksson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1945. Hermannabraggar á lóðinni þar sem Laugavegur 116 kom síðar. Ofan við braggana er Laugavegur 118b og til vinstri er Laugavegur 105.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1940-1945. Mannlíf og umferð í Austurstræti í Reykjavík. Til hægri eru sjóliðar að skoða fréttir í glugga. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1955. Bergstaðastræti í Reykjavík. Sendill á reiðhjóli fyrir utan verslun KRON, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. Valdimar R. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1947-1948, Hlemmur í Reykjavík. Egill Vilhjálmsson hf, Rauðarárstígur 6 og Laugavegur 118 b og Laugavegur 116. Til hægri er Laugavegur 105. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hér má sjá horn Kirkjustrætis, Aðalstrætis og Túngötu. Aðalstræti 18, Dillon húsið Suðurgata 2. Ólafur K. Magnússon/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1944. Hringbrautarróló í Reykjavík. Börn að leik í leiktækjum, rólur og vegasalt. Fjölbýlishús í bakgrunni, Ásvallagata 37, Ásvallagata 35 og Brávallagata 50. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1944-1949. Barnaheimilið Suðurborg í Reykjavík. Eiríksgata 37. Börn að leik á lóðinni um vetur. Suðurborg tók til starfa í nóvember 1943 og starfaði til 1953. Eiríksgata 37 er hornhús samfast við Hringbraut 78 sem árið 1948 varð Þorfinnsgata 16.Sigurhans Vignir/ósmyndasafn Reykjavíkur Um 1935-1945. Smiðjustígur í Reykjavík. Til vinstri eru gömul timburhús, Hverfisgata 5 a og Hverfisgata 5 b. Við enda götunnar, fyrir miðju, er Lindargata 13 (áður Lindargata 1). Eggert P. Briem/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1950. Lækjargata, Lækjartorg, Hafnarstræti í Reykjavík um vetur. Magnús Daníelsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um Ljósmyndasafnið Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru nú varðveittar um 6,5 milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1860 og þær yngstu frá 2020. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp á annan tug sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara. Reykjavík Einu sinni var... Ljósmyndun Tengdar fréttir Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Svona var lífið hjá setuliðinu í Keflavík árið 1955 Fyrir nokkrum árum rakst Einar Óskar Sigurðsson fyrir tilviljun á ljósmyndasafn til sölu á Ebay. Hluti myndanna reyndust vera frá Íslandi á árunum eftir seinna stríð og voru teknar af óþekktum bandarískum manni sem gegndi herþjónustu hér á landi á sjötta áratugnum. 26. nóvember 2023 13:20 Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram. 8. október 2023 09:00 Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. 16. júlí 2023 08:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Allt fram að seinni heimstyrjöld byggðist Reykjavík sem samfelld og heislteypt borg með þungamiðju í gömul Kvosinni og árið 1943 var farið að leggja drög að skipulagi Norðurmýrar, fyrsta bæjarhverfisins utan Hringbrautar. Á árum seinni heimstyrjaldar sköpuðust nýjar aðstæður sem áttu eftir að reyndast afdrifaríkar fyrir þróun borgarinnar. Bygging flugvallar í Vatnsmýrinni kom í veg fyrir áframhaldandi vöxt byggðar til suðurs í átt að Skerjafirði. Herskálahverfi, sem reist voru við jaðra bæjarins stóðu víða í vegi fyrir nýrri byggð. Byggð tók að myndast fjarri miðbænum; fyrsta skipulagða úthverfið í Reykjavík reis í austanverðu Kleppsholti um og eftir 1942, við Langholtsveg, Efstasund og aðliggjandi götur. Nokkrum árum síðar hófst síðan uppbygging í elsta hluta Vogahverfis og um sama leyti byggðist Teigahverfið, á milli Sigrúns og Sundlaugarvegar. Reykjavík var smám saman að breytast úr bæ í borg. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafn Reykjavíkur og voru teknar í Reykjavík á árunum 1940 -1949. 31. mars 1948. Ungir blaðsöludrengir á Lækjartorgi selja Morgunblaðið og Þjóðviljann.Hannes Pálsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Lækjarbrekka við Bankastræti.Ólafur K. Magnússon/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1945. Hljómskálagarður í Reykjavík. Nokkrir einkennisklæddir sjóliðar sitja við tjörn og drekka af flöskum. Háskóli Íslands og braggahverfi á Háskólasvæðinu í bakgrunni.Valdimar R. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1941. Herskálahverfið Skipton Camp í Skólavörðuholti í Reykjavík. Í fjarska sést Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar.Skapti Guðjónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1946-1949. Miðbærinn í Reykjavík. Lækjartorg, Útvegsbanki Íslands (Austurstræti 19/Lækjartorg 1), gamli söluturninn, Hótel Hekla (Hafnarstræti 20), Smjörhúsið (Hafnarstræti 22), Siemsenhús (Hafnarstræti 23), Eimskipafélagshúsið (Pósthússtræti 2) og fleira. Söluturninn Áttstrendi á horni Hverfisgötu og Kalkofnsvegar.Nikulás Friðriksson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1945. Hermannabraggar á lóðinni þar sem Laugavegur 116 kom síðar. Ofan við braggana er Laugavegur 118b og til vinstri er Laugavegur 105.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1940-1945. Mannlíf og umferð í Austurstræti í Reykjavík. Til hægri eru sjóliðar að skoða fréttir í glugga. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1955. Bergstaðastræti í Reykjavík. Sendill á reiðhjóli fyrir utan verslun KRON, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. Valdimar R. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1947-1948, Hlemmur í Reykjavík. Egill Vilhjálmsson hf, Rauðarárstígur 6 og Laugavegur 118 b og Laugavegur 116. Til hægri er Laugavegur 105. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hér má sjá horn Kirkjustrætis, Aðalstrætis og Túngötu. Aðalstræti 18, Dillon húsið Suðurgata 2. Ólafur K. Magnússon/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1944. Hringbrautarróló í Reykjavík. Börn að leik í leiktækjum, rólur og vegasalt. Fjölbýlishús í bakgrunni, Ásvallagata 37, Ásvallagata 35 og Brávallagata 50. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1944-1949. Barnaheimilið Suðurborg í Reykjavík. Eiríksgata 37. Börn að leik á lóðinni um vetur. Suðurborg tók til starfa í nóvember 1943 og starfaði til 1953. Eiríksgata 37 er hornhús samfast við Hringbraut 78 sem árið 1948 varð Þorfinnsgata 16.Sigurhans Vignir/ósmyndasafn Reykjavíkur Um 1935-1945. Smiðjustígur í Reykjavík. Til vinstri eru gömul timburhús, Hverfisgata 5 a og Hverfisgata 5 b. Við enda götunnar, fyrir miðju, er Lindargata 13 (áður Lindargata 1). Eggert P. Briem/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1950. Lækjargata, Lækjartorg, Hafnarstræti í Reykjavík um vetur. Magnús Daníelsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um Ljósmyndasafnið Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru nú varðveittar um 6,5 milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1860 og þær yngstu frá 2020. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp á annan tug sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara.
Reykjavík Einu sinni var... Ljósmyndun Tengdar fréttir Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Svona var lífið hjá setuliðinu í Keflavík árið 1955 Fyrir nokkrum árum rakst Einar Óskar Sigurðsson fyrir tilviljun á ljósmyndasafn til sölu á Ebay. Hluti myndanna reyndust vera frá Íslandi á árunum eftir seinna stríð og voru teknar af óþekktum bandarískum manni sem gegndi herþjónustu hér á landi á sjötta áratugnum. 26. nóvember 2023 13:20 Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram. 8. október 2023 09:00 Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. 16. júlí 2023 08:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01
Svona var lífið hjá setuliðinu í Keflavík árið 1955 Fyrir nokkrum árum rakst Einar Óskar Sigurðsson fyrir tilviljun á ljósmyndasafn til sölu á Ebay. Hluti myndanna reyndust vera frá Íslandi á árunum eftir seinna stríð og voru teknar af óþekktum bandarískum manni sem gegndi herþjónustu hér á landi á sjötta áratugnum. 26. nóvember 2023 13:20
Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram. 8. október 2023 09:00
Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. 16. júlí 2023 08:00